Fyrstu þættir Foritude forsýndir í Félagslundi í Reyðarfirði Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. janúar 2015 14:59 Reyðarfirði er breytt í Fortitude í þáttunum. Íbúum Fjarðabyggðar er boðið á sérstaka forsýningu á bandarísku þáttunum Fortitude, sem voru af stórum hluta teknir upp á Reyðarfirði og á Eskifirði. Forsýningin fer fram í Félagslundi í Reyðafirði. Um er að ræða tvær sýningar, sú fyrri klukkan 18 og sú síðari klukkan 21. Þættirnir, sem eru í anda Twin Peaks, fjalla um smábæinn Fortitude sem er talinn vera einn öruggasti bær í heimi þangað til vísindamaður í bænum er myrtur og allir liggja undir grun. Glæpurinn setur allt á annan endann í Fortitude og enginn er óhultur.Reyðafjörður fullkominn Þættirnir voru einnig teknir upp í London en Patrick Spence, einn framleiðanda þáttanna, segir að Reyðarfjörður hafi verið fullkomin staðsetning fyrir tökustað þáttanna. Leitaði framleiðsluteymið meðal annars í Kanada og Noregi að hentugum tökustöðum áður en Ísland varð fyrir valinu. Patrick segir ennfremur að veðrið á Íslandi hafi leikið framleiðsluteymið grátt. „Þetta er mjög einangraður hluti heimsins. Það var mjög erfitt að finna gistingu. Það var ekki eins mikill snjór og við hefðum vonað þannig að það var áskorun. Það var erfitt að spá fyrir um veðrið þannig að við þurftum að fljúga tökuliði hingað - ekki bara frá London,“ segir Patrick og bætir við að stemningin á setti hafi verið góð en íslenska framleiðslufyrirtækið Pegasus aðstoðaði við tökurnar. „Mikil fjölskyldustemning myndaðist meðal tökuliðsins. Það var æðislegt.“Fluttu inn snjó Patrick, segir í samtali við breska blaðið The Independent að framleiðendurnir hafi verið stærsti snjóinnflytjandi í heimi árið 2014. Hann segir að í fyrsta skipti í fjöldamörg ár hafi ekki verið mikill snjór fyrir austan þær sex vikur sem tökur á þáttunum fóru fram. Það hafi því þurft að dreifa gervisnjó ítrekað yfir bæinn og fjöllin en ákvörðun um tökustað var tekin út frá tölfræði um hvar líklegast væri hægt að ganga að alvöru snjó vísum. Fyrsti þátturinn verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Sky Atlantic í lok janúar en með aðalhlutverk fara Michael Gambon, Sofie Grabol, Christopher Eccleston og Stanley Tucci. Hér að neðan má sjá stiklu úr þáttunum. Tengdar fréttir Fortitude sýnd um allan heim Sjónvarpsserían er talin ein af heitustu söluvörunum á kaupráðstefnunni MIPCOM í Frakklandi. 14. október 2014 12:00 Eskifjörður skartar sínu fegursta í Fortitude Eskifjörður skartar sínu fegursta í nýju myndbroti úr sjónvarpsþáttunum Fortitude sem hefja göngu sína í byrjun árs 2015. 5. október 2014 15:39 Drungalegur Reyðarfjörður í fyrsta sýnishorni úr Fortitude Serían frumsýnd í janúar á næsta ári. 29. september 2014 13:30 Ný stikla úr sjónvarpsþáttunum Fortitude Þættirnir voru teknir á Eskifirði og verða frumsýndir í byrjun næsta árs. 26. október 2014 10:48 Þurftu að flytja inn snjó til Íslands Framleiðendur þáttanna Fortitude voru stærstu innflytjendur gervisnjós árið 2014 en þættirnir voru að stórum hluta teknir upp hér á landi. 26. desember 2014 10:16 Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Íbúum Fjarðabyggðar er boðið á sérstaka forsýningu á bandarísku þáttunum Fortitude, sem voru af stórum hluta teknir upp á Reyðarfirði og á Eskifirði. Forsýningin fer fram í Félagslundi í Reyðafirði. Um er að ræða tvær sýningar, sú fyrri klukkan 18 og sú síðari klukkan 21. Þættirnir, sem eru í anda Twin Peaks, fjalla um smábæinn Fortitude sem er talinn vera einn öruggasti bær í heimi þangað til vísindamaður í bænum er myrtur og allir liggja undir grun. Glæpurinn setur allt á annan endann í Fortitude og enginn er óhultur.Reyðafjörður fullkominn Þættirnir voru einnig teknir upp í London en Patrick Spence, einn framleiðanda þáttanna, segir að Reyðarfjörður hafi verið fullkomin staðsetning fyrir tökustað þáttanna. Leitaði framleiðsluteymið meðal annars í Kanada og Noregi að hentugum tökustöðum áður en Ísland varð fyrir valinu. Patrick segir ennfremur að veðrið á Íslandi hafi leikið framleiðsluteymið grátt. „Þetta er mjög einangraður hluti heimsins. Það var mjög erfitt að finna gistingu. Það var ekki eins mikill snjór og við hefðum vonað þannig að það var áskorun. Það var erfitt að spá fyrir um veðrið þannig að við þurftum að fljúga tökuliði hingað - ekki bara frá London,“ segir Patrick og bætir við að stemningin á setti hafi verið góð en íslenska framleiðslufyrirtækið Pegasus aðstoðaði við tökurnar. „Mikil fjölskyldustemning myndaðist meðal tökuliðsins. Það var æðislegt.“Fluttu inn snjó Patrick, segir í samtali við breska blaðið The Independent að framleiðendurnir hafi verið stærsti snjóinnflytjandi í heimi árið 2014. Hann segir að í fyrsta skipti í fjöldamörg ár hafi ekki verið mikill snjór fyrir austan þær sex vikur sem tökur á þáttunum fóru fram. Það hafi því þurft að dreifa gervisnjó ítrekað yfir bæinn og fjöllin en ákvörðun um tökustað var tekin út frá tölfræði um hvar líklegast væri hægt að ganga að alvöru snjó vísum. Fyrsti þátturinn verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Sky Atlantic í lok janúar en með aðalhlutverk fara Michael Gambon, Sofie Grabol, Christopher Eccleston og Stanley Tucci. Hér að neðan má sjá stiklu úr þáttunum.
Tengdar fréttir Fortitude sýnd um allan heim Sjónvarpsserían er talin ein af heitustu söluvörunum á kaupráðstefnunni MIPCOM í Frakklandi. 14. október 2014 12:00 Eskifjörður skartar sínu fegursta í Fortitude Eskifjörður skartar sínu fegursta í nýju myndbroti úr sjónvarpsþáttunum Fortitude sem hefja göngu sína í byrjun árs 2015. 5. október 2014 15:39 Drungalegur Reyðarfjörður í fyrsta sýnishorni úr Fortitude Serían frumsýnd í janúar á næsta ári. 29. september 2014 13:30 Ný stikla úr sjónvarpsþáttunum Fortitude Þættirnir voru teknir á Eskifirði og verða frumsýndir í byrjun næsta árs. 26. október 2014 10:48 Þurftu að flytja inn snjó til Íslands Framleiðendur þáttanna Fortitude voru stærstu innflytjendur gervisnjós árið 2014 en þættirnir voru að stórum hluta teknir upp hér á landi. 26. desember 2014 10:16 Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Fortitude sýnd um allan heim Sjónvarpsserían er talin ein af heitustu söluvörunum á kaupráðstefnunni MIPCOM í Frakklandi. 14. október 2014 12:00
Eskifjörður skartar sínu fegursta í Fortitude Eskifjörður skartar sínu fegursta í nýju myndbroti úr sjónvarpsþáttunum Fortitude sem hefja göngu sína í byrjun árs 2015. 5. október 2014 15:39
Drungalegur Reyðarfjörður í fyrsta sýnishorni úr Fortitude Serían frumsýnd í janúar á næsta ári. 29. september 2014 13:30
Ný stikla úr sjónvarpsþáttunum Fortitude Þættirnir voru teknir á Eskifirði og verða frumsýndir í byrjun næsta árs. 26. október 2014 10:48
Þurftu að flytja inn snjó til Íslands Framleiðendur þáttanna Fortitude voru stærstu innflytjendur gervisnjós árið 2014 en þættirnir voru að stórum hluta teknir upp hér á landi. 26. desember 2014 10:16