Lífið

Fortitude sýnd um allan heim

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Sjónvarpsserían Fortitude er talin ein heitasta söluvaran á kaupráðstefnunni MIPCOM sem er nú haldin í Cannes í Frakklandi. Þetta kemur fram á vefsíðunni TV Wise.

Serían var tekin upp að miklu leyti á Austfjörðum á þessu ári og skartar Stanley Tucci, Michael Gambon, Christopher Eccleston, Sofie Gråbol og Richard Dormer í aðalhlutverkum.

Talið er að serían hafi kostað um þrjátíu milljónir punda í framleiðslu, tæpa sex milljarða króna. Nú þegar er búið að selja sýningarréttinn til sjónvarpsstöðva í Frakklandi, Danmörku, Svíþjóðar, Finnlands, Kanada, Íslands, Ísrael og Grikklands og má búast við því að rétturinn seljist til fleiri stöðva um heim allan á MIPCOM. 

Þættirnir, sem eru í anda Twin Peaks, fjalla um smábæinn Fortitude sem er talinn vera einn öruggasti bær í heimi þangað til vísindamaður í bænum er myrtur og allir liggja undir grun. Glæpurinn setur allt á annan endann í Fortitude og enginn er óhultur.


Tengdar fréttir

Björn Hlynur landar stóru hlutverki í Fortitude

Ásamt Birni Hlyni mun leikkonan Sofie Gråbøl fara með hlutverk í þáttunum, en hún er hvað best þekkt fyrir hlutverk sitt sem Sarah Lund í dönsku þáttunum Forbrydelsen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×