Innlent

Yfirkjörstjórn mátti ekki afhenda upplýsingar um stuðningsfólk framboða

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Vísir/Pjetur
Yfirkjörstjórn í Kópavogi mátti ekki afhenda Þór Jónssyni, fyrrverandi upplýsingafulltrúa bæjarins,  upplýsingar um meðmælendur einstakra framboða sem buðu fram í sveitarstjórnarkosningunum á síðasta ári. Þór deildi gögnunum á Facebook-síðu sinni í kjölfar afhendingarinnar.

Þetta er niðurstaða Persónuverndar sem birt var í dag.

Áður höfðu umboðsmenn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í sveitarfélaginu óskað eftir að fá upplýsingarnar afhendar en þeir féllu frá þeirri beiðni vegna mótmæla Dögunar, Næstbesta flokksins og Pírata. Reyndi því ekki á hvort yfirkjörstjórnin myndi veita þeim aðgang að upplýsingunum.

Daginn fyrir kosningarnar kærði Þór yfirkjörstjórnina til úrskurðarnefndar um upplýsingamál fyrir vanrækslu á að afhenda honum stuðningsyfirlýsingarnar. Hann féll frá kærunni í kjölfar þess að honum voru veittar upplýsingarnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×