Spáði því að Ísland yrði komið í Evrópusambandið árið 2015 Kristján Már Unnarsson skrifar 6. janúar 2015 19:15 Halldór Ásgrímsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, spáði því fyrir níu árum að Íslendingar yrðu orðnir fullgildir aðilar að Evrópusambandinu árið 2015. Þessi ummæli Halldórs voru rifjuð upp í fréttum Stöðvar 2 í kvöld í ljósi kúvendingar forystu Framsóknarflokksins í Evrópumálum.Frá Viðskiptaþingi árið 2006.Mynd/Stöð 2.Við ætlum að fara með ykkur níu ár aftur í tímann, til fundar sem haldinn var á Hilton Nordica hótelinu í Reykjavík í febrúar árið 2006. Viðskiptaþing var að hefjast, aðalræðumaðurinn var forsætisráðherrann Halldór Ásgrímsson og helstu viðskiptajöfrar þess tíma voru mættir til að hlýða á boðskapinn, einnig forystumenn í stjórnmálunum.Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var meðal þeirra sem hlýddu á ræðu Halldórs.Mynd/Stöð 2.Á þessum tíma var Halldór orðinn helsti talsmaður þess að aðild að Evrópusambandinu yrði tekin á dagskrá. Hann efaðist um að Íslendingar gætu áfram búið við krónuna sem sjálfstæða mynt: „Við verðum að viðurkenna að sveiflur í gengi íslensku krónunnar eru vandamál og spurningar eru uppi um möguleika lítilla gjaldmiðla á frjálsum fjármálamarkaði. Ég ætla að leyfa mér að setja fram þá spá að við verðum orðnir fullgildir aðilar að Evrópusambandinu árið 2015,“ sagði Halldór á Viðskiptaþingi árið 2006. Ræðu hans má lesa í heild sinni hér.Jón Karl Ólafsson, þáverandi formaður Viðskiptaráðs, ásamt Halldóri Ásgrímssyni, við upphaf Viðskiptaþings árið 2006.Mynd/Stöð 2.Og nú er árið 2015 runnið í garð og það virðist nokkuð óhætt að fullyrða að þessi spá fyrrum formanns Framsóknarflokksins mun varla rætast. Flokkurinn hefur í millitíðinni tekið u-beygju. Í stað þess að stefna ákveðið í átt til Evrópusambandsins stefna forystumenn hans nú að því að útiloka þann möguleika sem allra fyrst og með sem rækilegustum hætti inn í langa framtíð. Tengdar fréttir Segir Sigmund beita smjörklípuaðferð Össur Skarphéðinsson segir að ummæli forsætisráðherra í Sprengisandi virki eins og rauð dula framan í evrópusinnaða sjálfstæðismenn. 6. janúar 2015 07:00 Von á nýrri tillögu um afturköllun aðildarumsóknar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráherra á von á nýrri tillögu um afturköllun aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu snemma á þessu ári. Utanríkisráðherra fagnar því og segist vilja klára málið sem fyrst. 4. janúar 2015 19:15 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, spáði því fyrir níu árum að Íslendingar yrðu orðnir fullgildir aðilar að Evrópusambandinu árið 2015. Þessi ummæli Halldórs voru rifjuð upp í fréttum Stöðvar 2 í kvöld í ljósi kúvendingar forystu Framsóknarflokksins í Evrópumálum.Frá Viðskiptaþingi árið 2006.Mynd/Stöð 2.Við ætlum að fara með ykkur níu ár aftur í tímann, til fundar sem haldinn var á Hilton Nordica hótelinu í Reykjavík í febrúar árið 2006. Viðskiptaþing var að hefjast, aðalræðumaðurinn var forsætisráðherrann Halldór Ásgrímsson og helstu viðskiptajöfrar þess tíma voru mættir til að hlýða á boðskapinn, einnig forystumenn í stjórnmálunum.Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var meðal þeirra sem hlýddu á ræðu Halldórs.Mynd/Stöð 2.Á þessum tíma var Halldór orðinn helsti talsmaður þess að aðild að Evrópusambandinu yrði tekin á dagskrá. Hann efaðist um að Íslendingar gætu áfram búið við krónuna sem sjálfstæða mynt: „Við verðum að viðurkenna að sveiflur í gengi íslensku krónunnar eru vandamál og spurningar eru uppi um möguleika lítilla gjaldmiðla á frjálsum fjármálamarkaði. Ég ætla að leyfa mér að setja fram þá spá að við verðum orðnir fullgildir aðilar að Evrópusambandinu árið 2015,“ sagði Halldór á Viðskiptaþingi árið 2006. Ræðu hans má lesa í heild sinni hér.Jón Karl Ólafsson, þáverandi formaður Viðskiptaráðs, ásamt Halldóri Ásgrímssyni, við upphaf Viðskiptaþings árið 2006.Mynd/Stöð 2.Og nú er árið 2015 runnið í garð og það virðist nokkuð óhætt að fullyrða að þessi spá fyrrum formanns Framsóknarflokksins mun varla rætast. Flokkurinn hefur í millitíðinni tekið u-beygju. Í stað þess að stefna ákveðið í átt til Evrópusambandsins stefna forystumenn hans nú að því að útiloka þann möguleika sem allra fyrst og með sem rækilegustum hætti inn í langa framtíð.
Tengdar fréttir Segir Sigmund beita smjörklípuaðferð Össur Skarphéðinsson segir að ummæli forsætisráðherra í Sprengisandi virki eins og rauð dula framan í evrópusinnaða sjálfstæðismenn. 6. janúar 2015 07:00 Von á nýrri tillögu um afturköllun aðildarumsóknar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráherra á von á nýrri tillögu um afturköllun aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu snemma á þessu ári. Utanríkisráðherra fagnar því og segist vilja klára málið sem fyrst. 4. janúar 2015 19:15 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Segir Sigmund beita smjörklípuaðferð Össur Skarphéðinsson segir að ummæli forsætisráðherra í Sprengisandi virki eins og rauð dula framan í evrópusinnaða sjálfstæðismenn. 6. janúar 2015 07:00
Von á nýrri tillögu um afturköllun aðildarumsóknar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráherra á von á nýrri tillögu um afturköllun aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu snemma á þessu ári. Utanríkisráðherra fagnar því og segist vilja klára málið sem fyrst. 4. janúar 2015 19:15