Innlent

Metinnvigtun mjólkur

vísir/stefán
Íslenskir kúabændur lögðu inn meiri mjólk á síðasta ári en dæmi eru um en í heild varð innvigtun 133,5 milljónir lítra sem aukningu upp 8,6 prósent frá fyrra ári. Þetta er í fyrsta skipti í síðari tíma sögu landsins sem innvigtunin fer yfir 130 milljónir lítra, en hún hafði áður mest orðið rúmlega 126 milljónir lítra árið 2008.

Fram kemur á heimasíðu Landssambands kúabænda að ástæðan sé mikil aukning í sölu mjólkurafurða einkum á rjóma og smjöri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×