Innlent

Ekkert ferðaveður á Hellisheiði, Þrengslum og Kjalarnesi

ingvar haraldsson skrifar
Ekkert ferðaveður er á þjóðvegum á suðvesturlandinu eins og er.
Ekkert ferðaveður er á þjóðvegum á suðvesturlandinu eins og er. vísir/gva
Ekkert ferðaveður er á þjóðvegum á suðvesturhorni landsins að sögn Jónas Guðmundssonar hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. „Kjalarnesið, Mosfellsheiðin, Hellisheiðin og Þrengslin eru ekki staði fyrir fólk á að vera núna,“ segir Jónas. Hann segir þó að í lagi að ferðast innanbæjar eins og er.

Björgunarsveitir hafa verið kallað út á fyrrgreindum svæðum. „Fólk er fast og að renna út af vegum,“ segir Jónas en engin alvarleg slys hafi þó orðið. Hann býst við björgunarsveitirnar muni þurfa að sinna á þriðja tug verkefna næstu einn til tvo klukkutímana.

Veðurstofa Íslands hefur varað við stormi víða um land í kvöld og nótt, fyrst um landið sunnan- og vestanvert þar sem meðalvindur geti farið yfir 20 metra á sekúndu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×