Munu Eurovision-partýin hefjast klukkan 18? Atli ísleifsson skrifar 11. september 2015 09:03 Eurovision-keppnin verður haldin í Globen í Stokkhólmi dagana 10., 12. og 14. maí næstkomandi. vísir/afp Sænska ríkissjónvarpið hyggst leggja fram tillögu fyrir forsvarsmenn Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) um að undanúrslitakvöld og úrslitakvöld Eurovision-keppninnar hefjist klukkutíma fyrr en tíðkast hefur. Martin Österdahl, framleiðandi hjá sænska ríkissjónvarpinu, segir í samtali við Dagens Nyheter að ástæðan sé sú að keppnin hefjist mjög seint að kvöldi í þeim löndum sem hafa bæst í hópinn á síðustu árum. Þannig hefjist keppnin ekki fyrr en á miðnætti að staðartíma í Aserbaídsjan. Österdahl segir að sé vilji til að sjá keppnina vaxa og enn vera stærsta sjónvarpsviðburð ársins næstu fimmtíu árin verði þróunin annars staðar að verða líkt og í Svíþjóð, að yngri kynslóðin fái tækifæri til að sjá keppnina í beinni útsendingu. Slíkt sé sums staðar erfitt þegar keppnin fari fram um miðja nótt. Österdahl segir jafnframt að keppni næsta árs, sem haldin verður í Stokkhólmi dagana 10., 12. og 14. maí, verði sú ódýrasta frá aldamótum. Kostnaður verði ekki meiri en 125 milljónir sænskra króna, eða tveir milljarðar íslenskra króna. Varðandi þema keppninnar segir Österdahl að síðast þegar keppnin var haldin í Svíþjóð, í Malmö 2013, hafi verið lögð áherslu á uppruna fólks, mannréttindi og að „byggja brýr“ milli fólks. „Þetta er jafn mikilvægt í dag og á næsta ári verður aftur lögð áhersla á jafnrétti.“ Hann lagði þó áherslu á að ekki ætti að túlka skilaboðin sem politísk. Nítján lönd hafa þegar boðað þátttöku sína í keppninni, þeirra á meðal Ísland. Eurovision Tengdar fréttir Ísland hefur staðfest þátttöku sína í Eurovision á næsta ári Keppnin árið 2016 verður haldin í Stokkhólmi. 13. júlí 2015 14:15 Leikvangur sem yrði í anda víkinga Nemendur á fyrsta ári við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík kynna í dag hugmyndir sínar um nýjan þjóðarleikvang. Þjóðarleikvangur hefur verið mikið í umræðunni eftir jafntefli Íslands og Kasakstans á Laugardalsvelli á sunnudag. 11. september 2015 07:00 Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fleiri fréttir „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Sjá meira
Sænska ríkissjónvarpið hyggst leggja fram tillögu fyrir forsvarsmenn Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) um að undanúrslitakvöld og úrslitakvöld Eurovision-keppninnar hefjist klukkutíma fyrr en tíðkast hefur. Martin Österdahl, framleiðandi hjá sænska ríkissjónvarpinu, segir í samtali við Dagens Nyheter að ástæðan sé sú að keppnin hefjist mjög seint að kvöldi í þeim löndum sem hafa bæst í hópinn á síðustu árum. Þannig hefjist keppnin ekki fyrr en á miðnætti að staðartíma í Aserbaídsjan. Österdahl segir að sé vilji til að sjá keppnina vaxa og enn vera stærsta sjónvarpsviðburð ársins næstu fimmtíu árin verði þróunin annars staðar að verða líkt og í Svíþjóð, að yngri kynslóðin fái tækifæri til að sjá keppnina í beinni útsendingu. Slíkt sé sums staðar erfitt þegar keppnin fari fram um miðja nótt. Österdahl segir jafnframt að keppni næsta árs, sem haldin verður í Stokkhólmi dagana 10., 12. og 14. maí, verði sú ódýrasta frá aldamótum. Kostnaður verði ekki meiri en 125 milljónir sænskra króna, eða tveir milljarðar íslenskra króna. Varðandi þema keppninnar segir Österdahl að síðast þegar keppnin var haldin í Svíþjóð, í Malmö 2013, hafi verið lögð áherslu á uppruna fólks, mannréttindi og að „byggja brýr“ milli fólks. „Þetta er jafn mikilvægt í dag og á næsta ári verður aftur lögð áhersla á jafnrétti.“ Hann lagði þó áherslu á að ekki ætti að túlka skilaboðin sem politísk. Nítján lönd hafa þegar boðað þátttöku sína í keppninni, þeirra á meðal Ísland.
Eurovision Tengdar fréttir Ísland hefur staðfest þátttöku sína í Eurovision á næsta ári Keppnin árið 2016 verður haldin í Stokkhólmi. 13. júlí 2015 14:15 Leikvangur sem yrði í anda víkinga Nemendur á fyrsta ári við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík kynna í dag hugmyndir sínar um nýjan þjóðarleikvang. Þjóðarleikvangur hefur verið mikið í umræðunni eftir jafntefli Íslands og Kasakstans á Laugardalsvelli á sunnudag. 11. september 2015 07:00 Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fleiri fréttir „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Sjá meira
Ísland hefur staðfest þátttöku sína í Eurovision á næsta ári Keppnin árið 2016 verður haldin í Stokkhólmi. 13. júlí 2015 14:15
Leikvangur sem yrði í anda víkinga Nemendur á fyrsta ári við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík kynna í dag hugmyndir sínar um nýjan þjóðarleikvang. Þjóðarleikvangur hefur verið mikið í umræðunni eftir jafntefli Íslands og Kasakstans á Laugardalsvelli á sunnudag. 11. september 2015 07:00