Segja ógerlegt að lifa á fæðingarorlofi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 15. september 2015 09:50 Tvær nýbakaðar mæður segja nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði og þarf önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar. Þá ráða fjölskyldurnar ekki við að báðir foreldrar fari í fæðingarorlof. Þær Bergljót Klara og Elen eignuðust báðar sitt fyrsta barn í júlí. Bergljót Klara var í fullu starfi áður en hún fór í orlof en var áður í hlutastarfi með skóla. Hún fær því um 85 þúsund krónur útborgaðar frá fæðingarorlofssjóði. Það dugir ekki til að vera á leigumarkaði. „Ég er bara heppin að geta búið heima hjá foreldrum mínum og borgað þeim sem sagt heim í staðinn fyrir að leigja íbúð,“ segir Bergljót Klara. Elen var í 80 prósent vinnu áður en hún eignaðist dóttur sína og fær 123 þúsund á mánuði frá fæðingarorlofssjóði. Báðar segja konurnar að fjölskyldurnar ráði ekki við að báðir foreldrar fari í fæðingarorlof en tölur frá fæðingarorlofssjóði sýna að feður taki síður fæðingarorlof nú en fyrir hrun. Bergljót segist vita til þess að konur fari á bakvið kerfið til tekjuöflunar á orlofstímanum og til að vera lengur með barninu. „Mér var bent á af hverju ég ætti ekki frekar bara að skrá mig á atvinnuleysisbætur í staðinn fyrir að vera í fæðingarorlofi. Það eru lágmarkstekjur, 180 þúsund, sem er um 100 þúsund meira en maður fær frá fæðingarorlofssjóði. Það er sorglegt að maður þurfi að hugsa svona þegar maður á að vera að njóta tímans með nýja einstaklingnum.“ Ekki er gert ráð fyrir aukum fjármunum í fæðingarorlofssjóð í fjárlögum næsta árs en hann var í fyrra rekinn með halla og stefnir í að svo verði einnig í ár. Fæðingarorlof er töluvert styttra hér á landi en á hinum norðurlöndunum, þar sem það er að minnsta kosti 12 mánuðir. „Ég hefði viljað vera flutt áður en hún kom,“ segir Elen og bætir við að það standi til að flytja úr landi. Þá segir Bergljót Klara það ekkert sérstaklega hvetjandi að eignast barn hér á landi. Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira
Tvær nýbakaðar mæður segja nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði og þarf önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar. Þá ráða fjölskyldurnar ekki við að báðir foreldrar fari í fæðingarorlof. Þær Bergljót Klara og Elen eignuðust báðar sitt fyrsta barn í júlí. Bergljót Klara var í fullu starfi áður en hún fór í orlof en var áður í hlutastarfi með skóla. Hún fær því um 85 þúsund krónur útborgaðar frá fæðingarorlofssjóði. Það dugir ekki til að vera á leigumarkaði. „Ég er bara heppin að geta búið heima hjá foreldrum mínum og borgað þeim sem sagt heim í staðinn fyrir að leigja íbúð,“ segir Bergljót Klara. Elen var í 80 prósent vinnu áður en hún eignaðist dóttur sína og fær 123 þúsund á mánuði frá fæðingarorlofssjóði. Báðar segja konurnar að fjölskyldurnar ráði ekki við að báðir foreldrar fari í fæðingarorlof en tölur frá fæðingarorlofssjóði sýna að feður taki síður fæðingarorlof nú en fyrir hrun. Bergljót segist vita til þess að konur fari á bakvið kerfið til tekjuöflunar á orlofstímanum og til að vera lengur með barninu. „Mér var bent á af hverju ég ætti ekki frekar bara að skrá mig á atvinnuleysisbætur í staðinn fyrir að vera í fæðingarorlofi. Það eru lágmarkstekjur, 180 þúsund, sem er um 100 þúsund meira en maður fær frá fæðingarorlofssjóði. Það er sorglegt að maður þurfi að hugsa svona þegar maður á að vera að njóta tímans með nýja einstaklingnum.“ Ekki er gert ráð fyrir aukum fjármunum í fæðingarorlofssjóð í fjárlögum næsta árs en hann var í fyrra rekinn með halla og stefnir í að svo verði einnig í ár. Fæðingarorlof er töluvert styttra hér á landi en á hinum norðurlöndunum, þar sem það er að minnsta kosti 12 mánuðir. „Ég hefði viljað vera flutt áður en hún kom,“ segir Elen og bætir við að það standi til að flytja úr landi. Þá segir Bergljót Klara það ekkert sérstaklega hvetjandi að eignast barn hér á landi.
Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira