Verkföll kunna að bitna á útflutningi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 20. apríl 2015 07:45 Verkföll gætu komið niður á útflutningstekjum. Fréttablaðið/Þorgeir Baldursson Í dag fóru 99 starfsmenn sem eiga aðild að Bandalagi háskólamanna í verkfall. Þessir starfsmenn lögðu niður störf hjá Fjársýslu ríkisins og hjá Matvælastofnun. Páll Halldórsson, formaður BHM, segir að frekari verkfallsaðgerðir hafi ekki verið útilokaðar. „Þetta eru síðustu verkföllin sem tekin hefur verið ákvörðun um,“ segir Páll. „Menn eru byrjaðir að horfa í kring um sig. Hvar sé hentugt að beita aðgerðum til að skapa aukinn þrýsting. En við vonum að ekki þurfi að koma til þess.“ Deiluaðilar funda aftur hjá Ríkissáttasemjara seinni partinn í dag en Páll telur að ríkið þurfi að gera betur. „Okkur finnst að ríkið geti verið iðnara við að finna lausnir, sérstaklega þar sem ástandið er orðið fremur alvarlegt,“ segir Páll.Sjá einnig: Kjúklinga- og svínaræktun í hættu vegna verkfallsaðgerða Langvarandi verkfall starfsmanna hjá Matvælastofnun gæti komið til með að hafa alvarlegar afleiðingar á kjötframleiðslu og á inn- og útflutning á kjöt- og sjávarafurðum. Ef til verkfallsins kemur verður útgáfu heilbrigðisvottorða fyrir sjávarafurðir hætt vegna útflutnings til Rússlands, Ísraels, Kasakstans og fleiri ríkja. Útflutningsverðmæti makríls til Rússlands er um það bil þriðjungur af heildarútflutningsverðmæti makríls og því er ljóst að mikil verðmæti eru undir. Bjarni Benediktsson, framkvæmdastjóri Iceland Seafood, segir að fyrst um sinn verði áhrifin ekki mikil. „Við erum í hléi á milli vertíða ef svo má segja,“ segir Bjarni. „En ef þetta drægist á langinn gæti þetta haft áhrif.“ Bjarni segir að sú vara sem flutt er til Rússlands sé ekki frosin og geti því geymst lengur. Hann vonast til að deilurnar leysist áður en makrílvertíð hefst. Þá hefur öll slátrun verið stöðvuð í dag vegna verkfallsins en Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, segir að meira hafi verið slátrað í síðustu viku og núna um helgina heldur en vanalega til að mæta eftirspurn út vikuna. Þá má leiða líkur að því að ef verkfall starfsmanna Matvælastofnunar dregst á langinn verði minna um kjötvörur á hillum landsmanna. „Eftir næstu helgi gæti þetta farið að segja verulega til sín,“ segir Hörður. „Eftir um tvær vikur gætu skapast mikil þrengsli á búunum sem bitnar mikið á velferð dýranna.“ Atkvæðagreiðslu Starfsgreinasambandsins um verkfallsboðun lýkur á miðnætti í kvöld. Ef til verkfalls kemur verður fyrsta vinnustöðvun aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins fimmtudaginn 30. apríl. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að atkvæðagreiðslan gangi vel fyrir sig. „Kjörsókn hefur verið mismunandi eftir landshlutum og þetta er mjög fjölbreyttur hópur sem er að kjósa,“ segir Drífa. „Við tökum eftir því að kjörsókn hjá þeim sem starfa í fiskvinnslu er töluvert betri en á öðrum stöðum.“ En Drífa segir að kjörsókn hafi tekið kipp eftir að fréttir af hækkuðum stjórnarlaunum stjórnarmanna í HB Granda komust í hámæli. Hún er ekki í vafa um að verkfallsboðunin verði samþykkt en þá munu um 10.000 manns ganga út af vinnustöðum þann 30. apríl. Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Í dag fóru 99 starfsmenn sem eiga aðild að Bandalagi háskólamanna í verkfall. Þessir starfsmenn lögðu niður störf hjá Fjársýslu ríkisins og hjá Matvælastofnun. Páll Halldórsson, formaður BHM, segir að frekari verkfallsaðgerðir hafi ekki verið útilokaðar. „Þetta eru síðustu verkföllin sem tekin hefur verið ákvörðun um,“ segir Páll. „Menn eru byrjaðir að horfa í kring um sig. Hvar sé hentugt að beita aðgerðum til að skapa aukinn þrýsting. En við vonum að ekki þurfi að koma til þess.“ Deiluaðilar funda aftur hjá Ríkissáttasemjara seinni partinn í dag en Páll telur að ríkið þurfi að gera betur. „Okkur finnst að ríkið geti verið iðnara við að finna lausnir, sérstaklega þar sem ástandið er orðið fremur alvarlegt,“ segir Páll.Sjá einnig: Kjúklinga- og svínaræktun í hættu vegna verkfallsaðgerða Langvarandi verkfall starfsmanna hjá Matvælastofnun gæti komið til með að hafa alvarlegar afleiðingar á kjötframleiðslu og á inn- og útflutning á kjöt- og sjávarafurðum. Ef til verkfallsins kemur verður útgáfu heilbrigðisvottorða fyrir sjávarafurðir hætt vegna útflutnings til Rússlands, Ísraels, Kasakstans og fleiri ríkja. Útflutningsverðmæti makríls til Rússlands er um það bil þriðjungur af heildarútflutningsverðmæti makríls og því er ljóst að mikil verðmæti eru undir. Bjarni Benediktsson, framkvæmdastjóri Iceland Seafood, segir að fyrst um sinn verði áhrifin ekki mikil. „Við erum í hléi á milli vertíða ef svo má segja,“ segir Bjarni. „En ef þetta drægist á langinn gæti þetta haft áhrif.“ Bjarni segir að sú vara sem flutt er til Rússlands sé ekki frosin og geti því geymst lengur. Hann vonast til að deilurnar leysist áður en makrílvertíð hefst. Þá hefur öll slátrun verið stöðvuð í dag vegna verkfallsins en Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, segir að meira hafi verið slátrað í síðustu viku og núna um helgina heldur en vanalega til að mæta eftirspurn út vikuna. Þá má leiða líkur að því að ef verkfall starfsmanna Matvælastofnunar dregst á langinn verði minna um kjötvörur á hillum landsmanna. „Eftir næstu helgi gæti þetta farið að segja verulega til sín,“ segir Hörður. „Eftir um tvær vikur gætu skapast mikil þrengsli á búunum sem bitnar mikið á velferð dýranna.“ Atkvæðagreiðslu Starfsgreinasambandsins um verkfallsboðun lýkur á miðnætti í kvöld. Ef til verkfalls kemur verður fyrsta vinnustöðvun aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins fimmtudaginn 30. apríl. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að atkvæðagreiðslan gangi vel fyrir sig. „Kjörsókn hefur verið mismunandi eftir landshlutum og þetta er mjög fjölbreyttur hópur sem er að kjósa,“ segir Drífa. „Við tökum eftir því að kjörsókn hjá þeim sem starfa í fiskvinnslu er töluvert betri en á öðrum stöðum.“ En Drífa segir að kjörsókn hafi tekið kipp eftir að fréttir af hækkuðum stjórnarlaunum stjórnarmanna í HB Granda komust í hámæli. Hún er ekki í vafa um að verkfallsboðunin verði samþykkt en þá munu um 10.000 manns ganga út af vinnustöðum þann 30. apríl.
Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira