Verkföll kunna að bitna á útflutningi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 20. apríl 2015 07:45 Verkföll gætu komið niður á útflutningstekjum. Fréttablaðið/Þorgeir Baldursson Í dag fóru 99 starfsmenn sem eiga aðild að Bandalagi háskólamanna í verkfall. Þessir starfsmenn lögðu niður störf hjá Fjársýslu ríkisins og hjá Matvælastofnun. Páll Halldórsson, formaður BHM, segir að frekari verkfallsaðgerðir hafi ekki verið útilokaðar. „Þetta eru síðustu verkföllin sem tekin hefur verið ákvörðun um,“ segir Páll. „Menn eru byrjaðir að horfa í kring um sig. Hvar sé hentugt að beita aðgerðum til að skapa aukinn þrýsting. En við vonum að ekki þurfi að koma til þess.“ Deiluaðilar funda aftur hjá Ríkissáttasemjara seinni partinn í dag en Páll telur að ríkið þurfi að gera betur. „Okkur finnst að ríkið geti verið iðnara við að finna lausnir, sérstaklega þar sem ástandið er orðið fremur alvarlegt,“ segir Páll.Sjá einnig: Kjúklinga- og svínaræktun í hættu vegna verkfallsaðgerða Langvarandi verkfall starfsmanna hjá Matvælastofnun gæti komið til með að hafa alvarlegar afleiðingar á kjötframleiðslu og á inn- og útflutning á kjöt- og sjávarafurðum. Ef til verkfallsins kemur verður útgáfu heilbrigðisvottorða fyrir sjávarafurðir hætt vegna útflutnings til Rússlands, Ísraels, Kasakstans og fleiri ríkja. Útflutningsverðmæti makríls til Rússlands er um það bil þriðjungur af heildarútflutningsverðmæti makríls og því er ljóst að mikil verðmæti eru undir. Bjarni Benediktsson, framkvæmdastjóri Iceland Seafood, segir að fyrst um sinn verði áhrifin ekki mikil. „Við erum í hléi á milli vertíða ef svo má segja,“ segir Bjarni. „En ef þetta drægist á langinn gæti þetta haft áhrif.“ Bjarni segir að sú vara sem flutt er til Rússlands sé ekki frosin og geti því geymst lengur. Hann vonast til að deilurnar leysist áður en makrílvertíð hefst. Þá hefur öll slátrun verið stöðvuð í dag vegna verkfallsins en Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, segir að meira hafi verið slátrað í síðustu viku og núna um helgina heldur en vanalega til að mæta eftirspurn út vikuna. Þá má leiða líkur að því að ef verkfall starfsmanna Matvælastofnunar dregst á langinn verði minna um kjötvörur á hillum landsmanna. „Eftir næstu helgi gæti þetta farið að segja verulega til sín,“ segir Hörður. „Eftir um tvær vikur gætu skapast mikil þrengsli á búunum sem bitnar mikið á velferð dýranna.“ Atkvæðagreiðslu Starfsgreinasambandsins um verkfallsboðun lýkur á miðnætti í kvöld. Ef til verkfalls kemur verður fyrsta vinnustöðvun aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins fimmtudaginn 30. apríl. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að atkvæðagreiðslan gangi vel fyrir sig. „Kjörsókn hefur verið mismunandi eftir landshlutum og þetta er mjög fjölbreyttur hópur sem er að kjósa,“ segir Drífa. „Við tökum eftir því að kjörsókn hjá þeim sem starfa í fiskvinnslu er töluvert betri en á öðrum stöðum.“ En Drífa segir að kjörsókn hafi tekið kipp eftir að fréttir af hækkuðum stjórnarlaunum stjórnarmanna í HB Granda komust í hámæli. Hún er ekki í vafa um að verkfallsboðunin verði samþykkt en þá munu um 10.000 manns ganga út af vinnustöðum þann 30. apríl. Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Sjá meira
Í dag fóru 99 starfsmenn sem eiga aðild að Bandalagi háskólamanna í verkfall. Þessir starfsmenn lögðu niður störf hjá Fjársýslu ríkisins og hjá Matvælastofnun. Páll Halldórsson, formaður BHM, segir að frekari verkfallsaðgerðir hafi ekki verið útilokaðar. „Þetta eru síðustu verkföllin sem tekin hefur verið ákvörðun um,“ segir Páll. „Menn eru byrjaðir að horfa í kring um sig. Hvar sé hentugt að beita aðgerðum til að skapa aukinn þrýsting. En við vonum að ekki þurfi að koma til þess.“ Deiluaðilar funda aftur hjá Ríkissáttasemjara seinni partinn í dag en Páll telur að ríkið þurfi að gera betur. „Okkur finnst að ríkið geti verið iðnara við að finna lausnir, sérstaklega þar sem ástandið er orðið fremur alvarlegt,“ segir Páll.Sjá einnig: Kjúklinga- og svínaræktun í hættu vegna verkfallsaðgerða Langvarandi verkfall starfsmanna hjá Matvælastofnun gæti komið til með að hafa alvarlegar afleiðingar á kjötframleiðslu og á inn- og útflutning á kjöt- og sjávarafurðum. Ef til verkfallsins kemur verður útgáfu heilbrigðisvottorða fyrir sjávarafurðir hætt vegna útflutnings til Rússlands, Ísraels, Kasakstans og fleiri ríkja. Útflutningsverðmæti makríls til Rússlands er um það bil þriðjungur af heildarútflutningsverðmæti makríls og því er ljóst að mikil verðmæti eru undir. Bjarni Benediktsson, framkvæmdastjóri Iceland Seafood, segir að fyrst um sinn verði áhrifin ekki mikil. „Við erum í hléi á milli vertíða ef svo má segja,“ segir Bjarni. „En ef þetta drægist á langinn gæti þetta haft áhrif.“ Bjarni segir að sú vara sem flutt er til Rússlands sé ekki frosin og geti því geymst lengur. Hann vonast til að deilurnar leysist áður en makrílvertíð hefst. Þá hefur öll slátrun verið stöðvuð í dag vegna verkfallsins en Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, segir að meira hafi verið slátrað í síðustu viku og núna um helgina heldur en vanalega til að mæta eftirspurn út vikuna. Þá má leiða líkur að því að ef verkfall starfsmanna Matvælastofnunar dregst á langinn verði minna um kjötvörur á hillum landsmanna. „Eftir næstu helgi gæti þetta farið að segja verulega til sín,“ segir Hörður. „Eftir um tvær vikur gætu skapast mikil þrengsli á búunum sem bitnar mikið á velferð dýranna.“ Atkvæðagreiðslu Starfsgreinasambandsins um verkfallsboðun lýkur á miðnætti í kvöld. Ef til verkfalls kemur verður fyrsta vinnustöðvun aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins fimmtudaginn 30. apríl. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að atkvæðagreiðslan gangi vel fyrir sig. „Kjörsókn hefur verið mismunandi eftir landshlutum og þetta er mjög fjölbreyttur hópur sem er að kjósa,“ segir Drífa. „Við tökum eftir því að kjörsókn hjá þeim sem starfa í fiskvinnslu er töluvert betri en á öðrum stöðum.“ En Drífa segir að kjörsókn hafi tekið kipp eftir að fréttir af hækkuðum stjórnarlaunum stjórnarmanna í HB Granda komust í hámæli. Hún er ekki í vafa um að verkfallsboðunin verði samþykkt en þá munu um 10.000 manns ganga út af vinnustöðum þann 30. apríl.
Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Sjá meira