Gæti tafið byggingu nýs Landsspítala um 10 til 15 ár Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 2. apríl 2015 18:53 Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að hugmyndir um forsætisráðherra um að falla frá byggingu nýs spítala við Hringbraut og selja lóðirnar undir hótel, geti tafið verkefnið um 10 til 15 ár Hann segir brýnt öryggismál að nýr spítali rísi innan fimm til sex ára. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagðist í seinni fréttum RÚV í gær vilja láta skoða hvort það geti verið skynsamlegt að selja fasteignir Landspítalans við Hringbraut og lóðirnar og byggingaréttinn þarna í kring og nota féð til að kosta uppbyggingu nýs spítala á nýjum stað. Páll Matthíasson segist hafa áhyggjur af því að menn séu að setja fram slíkar hugmyndir án alvöru og þunga en miklu fé hafi nú þegar verið varið í undirbúning framkvæmdanna á Hringbraut. Þær drepi málinu á dreif og hættara sé við að framkvæmdirnar tefjist enn meira. „Ég fullyrði það og við á Landsspítalanum að það er veruleg öryggisógn af húsnæðinu eins og það er núna. Við getum ekki beðið lengur en í fimm til sex ár.“ Hann segir að núverandi áætlanir geri ráð fyrir að spítalinn rísi ekki síðar en 2021. Hugmyndir um að breyta staðsetningunni, geti stóraukið kostnaðinn og tafið verkið um tíu til fimmtán ár hið minnsta. Alþingi samþykkti í fyrra að hefja byggingu nýs Landspítala á lóðinni við Hringbraut og á fjárlögum er gert ráð fyrir 850 milljóna króna hönnunarkostnaði. Ríkisstjórnin samþykkti fyrir mánuði að bjóða út hönnunina. Margir urðu því hissa á því að forsætisráðherra væri með einhverjar allt aðrar hugmyndir. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa haldið að um aprílgabb væri að ræða. Hann segir erfitt að taka þetta alvarlega, þetta virðist í grunninn vera einskonar viðskiptahugmynd hjá ráðherranum en vandinn sé sá að borgin eigi lóðirnar og byggingaréttinn. Þeim hafi verið ráðstafað til ríkisins vegna spítalabyggingarinnar. Ef ekki verði af byggingunni gangi samningar um það til baka og borgin leysi aftur til sín lóðirnar. Alþingi Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira
Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að hugmyndir um forsætisráðherra um að falla frá byggingu nýs spítala við Hringbraut og selja lóðirnar undir hótel, geti tafið verkefnið um 10 til 15 ár Hann segir brýnt öryggismál að nýr spítali rísi innan fimm til sex ára. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagðist í seinni fréttum RÚV í gær vilja láta skoða hvort það geti verið skynsamlegt að selja fasteignir Landspítalans við Hringbraut og lóðirnar og byggingaréttinn þarna í kring og nota féð til að kosta uppbyggingu nýs spítala á nýjum stað. Páll Matthíasson segist hafa áhyggjur af því að menn séu að setja fram slíkar hugmyndir án alvöru og þunga en miklu fé hafi nú þegar verið varið í undirbúning framkvæmdanna á Hringbraut. Þær drepi málinu á dreif og hættara sé við að framkvæmdirnar tefjist enn meira. „Ég fullyrði það og við á Landsspítalanum að það er veruleg öryggisógn af húsnæðinu eins og það er núna. Við getum ekki beðið lengur en í fimm til sex ár.“ Hann segir að núverandi áætlanir geri ráð fyrir að spítalinn rísi ekki síðar en 2021. Hugmyndir um að breyta staðsetningunni, geti stóraukið kostnaðinn og tafið verkið um tíu til fimmtán ár hið minnsta. Alþingi samþykkti í fyrra að hefja byggingu nýs Landspítala á lóðinni við Hringbraut og á fjárlögum er gert ráð fyrir 850 milljóna króna hönnunarkostnaði. Ríkisstjórnin samþykkti fyrir mánuði að bjóða út hönnunina. Margir urðu því hissa á því að forsætisráðherra væri með einhverjar allt aðrar hugmyndir. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa haldið að um aprílgabb væri að ræða. Hann segir erfitt að taka þetta alvarlega, þetta virðist í grunninn vera einskonar viðskiptahugmynd hjá ráðherranum en vandinn sé sá að borgin eigi lóðirnar og byggingaréttinn. Þeim hafi verið ráðstafað til ríkisins vegna spítalabyggingarinnar. Ef ekki verði af byggingunni gangi samningar um það til baka og borgin leysi aftur til sín lóðirnar.
Alþingi Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira