Verkfallslotu lokið: Næsta verkfallslota 29. október takist ekki að semja Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 21. október 2015 07:53 Verkfallverðir athuguðu hvort félagsmenn og aðrir bæru ekki virðingu fyrir verkfallinu, hér má sjá félagsmenn athuga hvort dyrnar að Aðalbyggingu Háskóla Íslands væru ekki örugglega harðlæstar. Vísir/allt Þeir starfsmenn ríkisstofnana sem hófu tímabundna vinnustöðvun á mánudag mæta aftur til vinnu í dag eftir að hafa lagt niður vinnu í tvo daga. Því verður nú aftur hægt að kenna við Háskóla Íslands, afgreiðsla og símsvörun hefst á ný hjá Útlendingastofnun, lögreglu og Vegagerðinni til að mynda. Þetta tímabundna verkfall sem er liður í kjarabaráttu stéttarfélaganna SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu, SLFÍ - Sjúkraliðafélags Íslands og LL - Landsambands lögreglumanna var annað í röðinni í boðaðri verkfallshrinu félaganna. Fyrra verkfallið stóð yfir dagana 15. og 16. október. Sjúkraliðar í dagvinnu munu þó áfram leggja niður vinnu en ótímabundið verkfall þeirra hófst 15. október. Allir félagsmenn SFR og SLFÍ hjá Landspítala, Tollstjóra, Ríkisskattstjóra og sýslumönnum hafa verið í ótímabundnu verkfalli, í þeim hópi eru læknaritarar til að mynda, skrifstofustarfsfólk, öryggisverðir, flutningsmenn og fólk í símavörslu. Félögin funda með samninganefnd ríkisins nú klukkan tíu. Fundað var bróðurpart dags í gær, frá tvö síðdegis til tíu um kvöld.Sjúkraliðar að störfum en þeir gegna veigamiklu hlutverki í meðhöndlun sjúklinga og eru nauðsynlegir svo tannhjólin snúi með smurðum hætti á Landspítalanum.Vísir/Vilhelm„Þetta gekk eiginlega sinn vanagang, fremur hægt en þó í rétta átt,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, í samtali við Vísi að fundi loknum. „Það kom ekkert alvarlegt upp á og málið er bara í sínu eðlilega ferli.“Grafalvarlegt ástand á Landspítala Takist ekki að semja mun næsta tímabundna verkfall skella á fimmtudaginn 29. október og það mun standa yfir í tvo sólarhringa. Ótímabundin verkföll hafa þegar haft mikil áhrif en þau hafa eins og áður sagði staðið yfir síðan 15. október. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði á mánudag að ástandið væri grafalvarlegt og að erfiðlega gengi að koma sjúklingum af bráðamóttöku yfir á aðrar deildir. Félagsmenn SFR, SLFÍ og LL sem starfa hjá ríkisstofnunum munu alfarið leggja niðurstörf og hefja ótímabundið verkfall þann 16. nóvember ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma. Ljóst er að gríðarleg röskun yrði ef kemur til ótímabundins verkfalls; ellefu hundruð sjúkraliðar myndu áfram leggja niður störf, kennsla myndi lamast við Háskóla Íslands, sýningar hjá Þjóðleikhúsinu falla niður og verkfall hefði áhrif á starfsemi Samgöngustofu, Vinnumálastofnun, Sjúkratryggingar Íslands, Íbúðalánasjóð og Þjóðskrá Íslands. Þetta eru aðeins dæmi en verkfallið hefur áhrif á 158 stofnanir víðsvegar um landið.Uppfært kl. 10.17: Í fyrri frétt kom ekki nægilega skýrt fram að sjúkraliðar í dagvinnu og aðrir starfsmenn LSH, Tollstjóra, Ríkisskattstjóra og hjá sýslumönnum hafa verið í verkfalli síðan 15. október með tilheyrandi röskun á daglegri starfsemi stofnana. Bætt hefur verið úr því. Flóttamenn Verkfall 2016 Tengdar fréttir Fyrsta verkfall SFR í 31 ár Árni Stefán Jónsson hefur verið formaður SFR frá 2006. Hann á að baki þriggja áratuga reynslu af verkalýðsstarfi. Hann segir kjarabaráttuna vera yfirvegaðri nú en hún var á árum áður. Hann lætur senn af störfum. 21. október 2015 07:00 Viðræðurnar hægfara en þokuðust í rétta átt Fundi SFR, sjúkraliða, lögreglumanna og ríkisins lauk skömmu fyrir tíu. Annar fundur hefur verið boðaður. 20. október 2015 22:35 Heilsugæslan sögð sýna stéttinni fádæma virðingarleysi Ágreiningur er á milli SFR og Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um hvað felist í undanþágu–lista móttökuritara. 21. október 2015 07:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Þeir starfsmenn ríkisstofnana sem hófu tímabundna vinnustöðvun á mánudag mæta aftur til vinnu í dag eftir að hafa lagt niður vinnu í tvo daga. Því verður nú aftur hægt að kenna við Háskóla Íslands, afgreiðsla og símsvörun hefst á ný hjá Útlendingastofnun, lögreglu og Vegagerðinni til að mynda. Þetta tímabundna verkfall sem er liður í kjarabaráttu stéttarfélaganna SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu, SLFÍ - Sjúkraliðafélags Íslands og LL - Landsambands lögreglumanna var annað í röðinni í boðaðri verkfallshrinu félaganna. Fyrra verkfallið stóð yfir dagana 15. og 16. október. Sjúkraliðar í dagvinnu munu þó áfram leggja niður vinnu en ótímabundið verkfall þeirra hófst 15. október. Allir félagsmenn SFR og SLFÍ hjá Landspítala, Tollstjóra, Ríkisskattstjóra og sýslumönnum hafa verið í ótímabundnu verkfalli, í þeim hópi eru læknaritarar til að mynda, skrifstofustarfsfólk, öryggisverðir, flutningsmenn og fólk í símavörslu. Félögin funda með samninganefnd ríkisins nú klukkan tíu. Fundað var bróðurpart dags í gær, frá tvö síðdegis til tíu um kvöld.Sjúkraliðar að störfum en þeir gegna veigamiklu hlutverki í meðhöndlun sjúklinga og eru nauðsynlegir svo tannhjólin snúi með smurðum hætti á Landspítalanum.Vísir/Vilhelm„Þetta gekk eiginlega sinn vanagang, fremur hægt en þó í rétta átt,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, í samtali við Vísi að fundi loknum. „Það kom ekkert alvarlegt upp á og málið er bara í sínu eðlilega ferli.“Grafalvarlegt ástand á Landspítala Takist ekki að semja mun næsta tímabundna verkfall skella á fimmtudaginn 29. október og það mun standa yfir í tvo sólarhringa. Ótímabundin verkföll hafa þegar haft mikil áhrif en þau hafa eins og áður sagði staðið yfir síðan 15. október. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði á mánudag að ástandið væri grafalvarlegt og að erfiðlega gengi að koma sjúklingum af bráðamóttöku yfir á aðrar deildir. Félagsmenn SFR, SLFÍ og LL sem starfa hjá ríkisstofnunum munu alfarið leggja niðurstörf og hefja ótímabundið verkfall þann 16. nóvember ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma. Ljóst er að gríðarleg röskun yrði ef kemur til ótímabundins verkfalls; ellefu hundruð sjúkraliðar myndu áfram leggja niður störf, kennsla myndi lamast við Háskóla Íslands, sýningar hjá Þjóðleikhúsinu falla niður og verkfall hefði áhrif á starfsemi Samgöngustofu, Vinnumálastofnun, Sjúkratryggingar Íslands, Íbúðalánasjóð og Þjóðskrá Íslands. Þetta eru aðeins dæmi en verkfallið hefur áhrif á 158 stofnanir víðsvegar um landið.Uppfært kl. 10.17: Í fyrri frétt kom ekki nægilega skýrt fram að sjúkraliðar í dagvinnu og aðrir starfsmenn LSH, Tollstjóra, Ríkisskattstjóra og hjá sýslumönnum hafa verið í verkfalli síðan 15. október með tilheyrandi röskun á daglegri starfsemi stofnana. Bætt hefur verið úr því.
Flóttamenn Verkfall 2016 Tengdar fréttir Fyrsta verkfall SFR í 31 ár Árni Stefán Jónsson hefur verið formaður SFR frá 2006. Hann á að baki þriggja áratuga reynslu af verkalýðsstarfi. Hann segir kjarabaráttuna vera yfirvegaðri nú en hún var á árum áður. Hann lætur senn af störfum. 21. október 2015 07:00 Viðræðurnar hægfara en þokuðust í rétta átt Fundi SFR, sjúkraliða, lögreglumanna og ríkisins lauk skömmu fyrir tíu. Annar fundur hefur verið boðaður. 20. október 2015 22:35 Heilsugæslan sögð sýna stéttinni fádæma virðingarleysi Ágreiningur er á milli SFR og Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um hvað felist í undanþágu–lista móttökuritara. 21. október 2015 07:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Fyrsta verkfall SFR í 31 ár Árni Stefán Jónsson hefur verið formaður SFR frá 2006. Hann á að baki þriggja áratuga reynslu af verkalýðsstarfi. Hann segir kjarabaráttuna vera yfirvegaðri nú en hún var á árum áður. Hann lætur senn af störfum. 21. október 2015 07:00
Viðræðurnar hægfara en þokuðust í rétta átt Fundi SFR, sjúkraliða, lögreglumanna og ríkisins lauk skömmu fyrir tíu. Annar fundur hefur verið boðaður. 20. október 2015 22:35
Heilsugæslan sögð sýna stéttinni fádæma virðingarleysi Ágreiningur er á milli SFR og Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um hvað felist í undanþágu–lista móttökuritara. 21. október 2015 07:00