Fyrsta verkfall SFR í 31 ár Jón Hákon Haldórsson skrifar 21. október 2015 07:00 Árni Stefán Jónsson stendur í ströngu þessa dagana. Fréttablaðið/GVA Það hefur mikið mætt á Árna Stefáni Jónssyni, formanni stéttarfélagsins SFR, síðustu daga. Félagsmenn hafa verið í verkfalli að undanförnu og Árni Stefán setið langa samningafundi dögum saman. Árni er þó ýmsu vanur, enda hefur hann verið þátttakandi í stéttarfélagsbaráttunni um áratugaskeið. Hann kom úr námi 1981 og byrjaði þá að vinna í meðferðarbransanum og varð trúnaðarmaður. Hann tók síðan sæti í samninganefnd SFR árið 1987 og starfaði einnig með BSRB. Hann varð síðan framkvæmdastjóri SFR eftir stjórnarskipti árið 1990. Sextán árum seinna var hann kjörinn formaður félagsins. Árni Stefán nam rafvirkjun og varð formaður Félags nema í rafmagnsiðn og síðar varaformaður Iðnnemasambands Íslands. Síðar flutti hann til Svíþjóðar og tók phil. cand.-próf í félags- og uppeldisfræðum. Árni Stefán segir að starfsemi SFR hafi undið mikið upp á sig frá því að hann tók fyrst þátt í starfinu. „Við erum að veita miklu meiri þjónustu til félagsmanna í gegnum alls konar sjóði og við höfum sett upp mjög sterkt starfsmenntunarbatterí og eyddum miklum tíma í að taka utan um það,“ segir Árni Stefán. Þetta starf hafi verið unnið í tólf ár, sé mjög sterkt og unnið í góðri samvinnu við fjármálaráðuneytið Árni Stefán segir að margt varðandi kjaramálin hafi breyst. Áður hafi verið unninn einn miðlægur kjarasamningur en nú séu unnir stofnanasamningar fyrir hverja stofnun. „Það hefur kallað á miklu meiri vinnu við að ganga frá málum.“ Þá hefur fjölgað í félaginu undanfarið. „Það varð sprenging í ríkisstarfsmönnum 2002-2007 og við erum komin upp í 5.500 þó að málefni fatlaðra hafi verið færð til sveitarfélaganna. Áður vorum við á milli 2.500 til 3.000.“ Árni Stefán segir að kjarabaráttan sé yfirvegaðri en hún var á árum áður. „Menn tala meira saman og tala öðruvísi saman og eru lausnamiðaðri heldur en hitt. Dæmin sýna það enda hafa félagsmenn í SFR ekki farið í verkfall síðan 1984, eða í 31 ár.“ Hjá SFR er útskiptaregla og menn mega ekki gegna starfi formanns lengur en í tólf ár. Árni segir sinn tíma koma 2017. „Ég er á leiðinni út, en líka kominn á þann aldur.“ Hann segist eiga tímafrekar og skemmtilegar tómstundir sem hann getur lagt meiri rækt við þegar hann hættir. „Ég hef í gegnum árin verið mikill skokkari og svo lagðist ég í hestamennsku. Ég hef eytt tíma þar en vildi gjarnan sinna hestamennskunni meira en ég hef gert,“ segir Árni Stefán. Verkfall 2016 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Það hefur mikið mætt á Árna Stefáni Jónssyni, formanni stéttarfélagsins SFR, síðustu daga. Félagsmenn hafa verið í verkfalli að undanförnu og Árni Stefán setið langa samningafundi dögum saman. Árni er þó ýmsu vanur, enda hefur hann verið þátttakandi í stéttarfélagsbaráttunni um áratugaskeið. Hann kom úr námi 1981 og byrjaði þá að vinna í meðferðarbransanum og varð trúnaðarmaður. Hann tók síðan sæti í samninganefnd SFR árið 1987 og starfaði einnig með BSRB. Hann varð síðan framkvæmdastjóri SFR eftir stjórnarskipti árið 1990. Sextán árum seinna var hann kjörinn formaður félagsins. Árni Stefán nam rafvirkjun og varð formaður Félags nema í rafmagnsiðn og síðar varaformaður Iðnnemasambands Íslands. Síðar flutti hann til Svíþjóðar og tók phil. cand.-próf í félags- og uppeldisfræðum. Árni Stefán segir að starfsemi SFR hafi undið mikið upp á sig frá því að hann tók fyrst þátt í starfinu. „Við erum að veita miklu meiri þjónustu til félagsmanna í gegnum alls konar sjóði og við höfum sett upp mjög sterkt starfsmenntunarbatterí og eyddum miklum tíma í að taka utan um það,“ segir Árni Stefán. Þetta starf hafi verið unnið í tólf ár, sé mjög sterkt og unnið í góðri samvinnu við fjármálaráðuneytið Árni Stefán segir að margt varðandi kjaramálin hafi breyst. Áður hafi verið unninn einn miðlægur kjarasamningur en nú séu unnir stofnanasamningar fyrir hverja stofnun. „Það hefur kallað á miklu meiri vinnu við að ganga frá málum.“ Þá hefur fjölgað í félaginu undanfarið. „Það varð sprenging í ríkisstarfsmönnum 2002-2007 og við erum komin upp í 5.500 þó að málefni fatlaðra hafi verið færð til sveitarfélaganna. Áður vorum við á milli 2.500 til 3.000.“ Árni Stefán segir að kjarabaráttan sé yfirvegaðri en hún var á árum áður. „Menn tala meira saman og tala öðruvísi saman og eru lausnamiðaðri heldur en hitt. Dæmin sýna það enda hafa félagsmenn í SFR ekki farið í verkfall síðan 1984, eða í 31 ár.“ Hjá SFR er útskiptaregla og menn mega ekki gegna starfi formanns lengur en í tólf ár. Árni segir sinn tíma koma 2017. „Ég er á leiðinni út, en líka kominn á þann aldur.“ Hann segist eiga tímafrekar og skemmtilegar tómstundir sem hann getur lagt meiri rækt við þegar hann hættir. „Ég hef í gegnum árin verið mikill skokkari og svo lagðist ég í hestamennsku. Ég hef eytt tíma þar en vildi gjarnan sinna hestamennskunni meira en ég hef gert,“ segir Árni Stefán.
Verkfall 2016 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira