Fyrsta íslenska myndin í fullri lengd sem er hópfjármögnuð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. maí 2015 17:50 Starfsmenn Syðridalsvallar í kvikmyndinni Albatross. mynd/logi ingimarsson „Það er rúmur sólarhringur til stefnu,“ segir Snævar S. Sölvason, leikstjóri kvikmyndarinnar Albatross. Aðstandendur myndarinnar standa í augnablikinu fyrir söfnun á síðunni Karolina Fund til að geta lokið við gerð myndarinnar. „Fjármögnunin hefur tekið heilmikinn kipp síðustu daga. Við höfum sem stendur safnað rúmlega 80% af upphæðinni sem vantar en við þurfum 100% til að þetta geti gerst. Það ætti að duga fyrir eftirvinnslu myndarinnar. Ég veit satt best að segja ekki til þess að íslensk kvikmynd hafi verið hópfjármögnuð og þess eru ekki mjög mörg dæmi að utan,“ segir Snævar. Búið er að taka alla myndina upp en eftir er að ljúka við að klippa hana, vinna hljóðið og semja tónlistina. Þeir sem eiga að sjá um þau verkefni eru sem stendur í startholunum og bíða þess að geta hafist handa. Albatross fjallar um ungan mann sem eltir ástina vestur á Bolungarvík yfir sumartímann. Þar hefur hann fengið sumarstarf á golfvelli bæjarins. Þar bíða hans skrautlegir samstarfsmenn og enn skrautlegri yfirmaður. Verkefnið hófst þegar Snævar ákvað að gera kvikmynd í sumarfríinu sínu í stað þess að fara í venjulegt sumarstarfs. Þá var hann hálfnaður með nám sitt við Kvikmyndaskóla Íslands. Tökum lauk í júlí 2013 og nú á að ljúka við myndina. Stefnt er að því að frumsýna myndina þann 19. júní næstkomandi og mun Sena dreifa myndinni. Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að smella hér. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Það er rúmur sólarhringur til stefnu,“ segir Snævar S. Sölvason, leikstjóri kvikmyndarinnar Albatross. Aðstandendur myndarinnar standa í augnablikinu fyrir söfnun á síðunni Karolina Fund til að geta lokið við gerð myndarinnar. „Fjármögnunin hefur tekið heilmikinn kipp síðustu daga. Við höfum sem stendur safnað rúmlega 80% af upphæðinni sem vantar en við þurfum 100% til að þetta geti gerst. Það ætti að duga fyrir eftirvinnslu myndarinnar. Ég veit satt best að segja ekki til þess að íslensk kvikmynd hafi verið hópfjármögnuð og þess eru ekki mjög mörg dæmi að utan,“ segir Snævar. Búið er að taka alla myndina upp en eftir er að ljúka við að klippa hana, vinna hljóðið og semja tónlistina. Þeir sem eiga að sjá um þau verkefni eru sem stendur í startholunum og bíða þess að geta hafist handa. Albatross fjallar um ungan mann sem eltir ástina vestur á Bolungarvík yfir sumartímann. Þar hefur hann fengið sumarstarf á golfvelli bæjarins. Þar bíða hans skrautlegir samstarfsmenn og enn skrautlegri yfirmaður. Verkefnið hófst þegar Snævar ákvað að gera kvikmynd í sumarfríinu sínu í stað þess að fara í venjulegt sumarstarfs. Þá var hann hálfnaður með nám sitt við Kvikmyndaskóla Íslands. Tökum lauk í júlí 2013 og nú á að ljúka við myndina. Stefnt er að því að frumsýna myndina þann 19. júní næstkomandi og mun Sena dreifa myndinni. Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að smella hér.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira