Lagt hald á minna af hörðum fíkniefnum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 8. apríl 2015 07:15 Eftirfarandi töflum má finna magn fíkniefna greint eftir embættum árin 2008-2014. Gögnin voru tekin út 24.03.2015 og því ekki nákvæmlega sambærilegar staðfestum tölum. Gögnin byggja eingöngu á embættinu þar sem mál var stofnað og segja því ekki til um ef fleiri en eitt embætti komu að málinu.Hafa ber í huga að mál þar sem finnst mikið magn fíkniefna getur skýrt mikinn mun milli ára. Heimild/Ríkislögreglustjóri Tæp þrjú ár eru síðan lögreglan lagði hald á mikið magn af kókaíni. Á síðasta ári var mest tekið af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, 850 grömm, og árið áður 1.850 grömm á Suðurnesjum. Haldlagt magn síðustu tvö árin hefur verið langt undir meðaltali á öllu landinu. Til samanburðar náðust árið 2008 tæp 8 kíló af kókaíni á landinu öllu á móti 1.726 grömmum árið 2014. Aðeins 717 grömm af kókaíni voru tekin á Suðurnesjum. Þetta kemur fram í umbeðnum gögnum frá ríkislögreglustjóra yfir magn fíkniefna sem lagt var hald á frá árinu 2008 til marsmánaðar 2015.Nær ekkert metamfetamín Frá því á árinu 2009 þegar lagt var hald á 5.995 stykki af metamfetamíni hefur efnið ekki fundist að nokkru ráði. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á 68 stykki og á Suðurnesjum náðust aðeins 37 stykki. Heimild: RíkislögreglustjóriEitt einasta heróíngramm fundist Árið 2013 var lagt hald á eitt gramm af heróíni. Heróín hefur ekki sést eða fundist hér á landi áður og er ekki talið að hér á landi séu stórneytendur heróíns. Grammið kom í póstsendingu til landsins. Svo virðist sem algjört hrun sé í haldlagningu á amfetamíni en grunur er um umfangsmikla framleiðslu á landinu. Aðeins náðust 4.784 grömm á síðasta ári en árið áður voru þau 34.235 og í áraraðir hefur ekki verið lagt hald á minna en 10 þúsund grömm. Árið 2009 kom upp stærsta amfetamínmál síðustu ára þegar lögregla náði 55.317 grömmum. Aukning hefur greinst í fljótandi amfetamíni og efnum til ætlaðrar framleiðslu amfetamíns frá árinu 2011, sem þykir benda til þess að framleiðsla efnisins hér á landi hafi færst verulega í aukana, enda virðist framboð efnisins ekki hafa minnkað. Sömu sögu er að segja af ecstacy, aðeins var lagt hald á 1.454 töflur í fyrra, mest af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á aðeins 85 töflur miðað við 14.205 árið áður. Mikið af LSD í Reykjavík Árið 2014 náðist mesta magn af LSD á landinu í fjögur ár. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á 2.761 stykki af LSD. Ekkert náðist á Suðurnesjum og hefur ekki síðan árið 2011 þegar hald var lagt á 4.472 stykki. RSB stofnað á Suðurnesjum Mestu breytingarnar eru hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Svo virðist sem lítið hafi náðst af fíkniefnum síðustu þrjú ár. Umtalsverðar breytingar voru gerðar á starfsemi rannsóknardeildar fíkniefnamála á árinu 2013. Deildin var flutt í Flugstöð Leifs Eiríkssonar 1. júní 2013 og var þá nafni hennar breytt í Rannsóknardeild skipulagðrar brotastarfsemi, RSB. Helstu breytingar urðu þær að mál vegna skilríkjafölsunar urðu verkefni deildarinnar auk þeirra sem fyrir voru. Deildin tók virkari þátt í sameiginlegu átaki lögregluembættisins á Suðurnesjum gegn glæpasamtökum, smygli, mansali, vændisstarfsemi, tollalagabrotum, skjalafalsi og ýmiss konar fjármálabrotum. Burðardýr og mansalsfórnarlömb Fíkniefnainnflutningur virðist með breyttu sniði. Starfsmenn í Rannsóknardeild skipulagðrar brotastarfsemi sáu aukningu á tengslum á milli svonefndra burðardýramála og mansalsmála þar sem ýmsar vísbendingar koma fram um að burðardýr hafi verið þvinguð til verka. Þessi breyting kann að gera rannsakendum erfitt fyrir enda þekkist að slík burðardýr hafi enga sögu eða tengingu við fíkniefnainnflutning áður en þau brjóta af sér í fyrsta sinn og þá oft með umtalsvert magn fíkniefna á sér.Mikið af LSD í Reykjavík Árið 2014 náðist mesta magn af LSD á landinu í fjögur ár. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á 2.761 stykki af LSD. Ekkert náðist á Suðurnesjum og hefur ekki síðan árið 2011 þegar hald var lagt á 4.472 stykki. RSB stofnað á Suðurnesjum Mestu breytingarnar eru hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Svo virðist sem lítið hafi náðst af fíkniefnum síðustu þrjú ár. Umtalsverðar breytingar voru gerðar á starfsemi rannsóknardeildar fíkniefnamála á árinu 2013. Deildin var flutt í Flugstöð Leifs Eiríkssonar 1. júní 2013 og var þá nafni hennar breytt í Rannsóknardeild skipulagðrar brotastarfsemi, RSB. Helstu breytingar urðu þær að mál vegna skilríkjafölsunar urðu verkefni deildarinnar auk þeirra sem fyrir voru. Deildin tók virkari þátt í sameiginlegu átaki lögregluembættisins á Suðurnesjum gegn glæpasamtökum, smygli, mansali, vændisstarfsemi, tollalagabrotum, skjalafalsi og ýmiss konar fjármálabrotum. Burðardýr og mansalsfórnarlömb Fíkniefnainnflutningur virðist með breyttu sniði. Starfsmenn í Rannsóknardeild skipulagðrar brotastarfsemi sáu aukningu á tengslum á milli svonefndra burðardýramála og mansalsmála þar sem ýmsar vísbendingar koma fram um að burðardýr hafi verið þvinguð til verka. Þessi breyting kann að gera rannsakendum erfitt fyrir enda þekkist að slík burðardýr hafi enga sögu eða tengingu við fíkniefnainnflutning áður en þau brjóta af sér í fyrsta sinn og þá oft með umtalsvert magn fíkniefna á sér. Fréttaskýringar Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Tæp þrjú ár eru síðan lögreglan lagði hald á mikið magn af kókaíni. Á síðasta ári var mest tekið af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, 850 grömm, og árið áður 1.850 grömm á Suðurnesjum. Haldlagt magn síðustu tvö árin hefur verið langt undir meðaltali á öllu landinu. Til samanburðar náðust árið 2008 tæp 8 kíló af kókaíni á landinu öllu á móti 1.726 grömmum árið 2014. Aðeins 717 grömm af kókaíni voru tekin á Suðurnesjum. Þetta kemur fram í umbeðnum gögnum frá ríkislögreglustjóra yfir magn fíkniefna sem lagt var hald á frá árinu 2008 til marsmánaðar 2015.Nær ekkert metamfetamín Frá því á árinu 2009 þegar lagt var hald á 5.995 stykki af metamfetamíni hefur efnið ekki fundist að nokkru ráði. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á 68 stykki og á Suðurnesjum náðust aðeins 37 stykki. Heimild: RíkislögreglustjóriEitt einasta heróíngramm fundist Árið 2013 var lagt hald á eitt gramm af heróíni. Heróín hefur ekki sést eða fundist hér á landi áður og er ekki talið að hér á landi séu stórneytendur heróíns. Grammið kom í póstsendingu til landsins. Svo virðist sem algjört hrun sé í haldlagningu á amfetamíni en grunur er um umfangsmikla framleiðslu á landinu. Aðeins náðust 4.784 grömm á síðasta ári en árið áður voru þau 34.235 og í áraraðir hefur ekki verið lagt hald á minna en 10 þúsund grömm. Árið 2009 kom upp stærsta amfetamínmál síðustu ára þegar lögregla náði 55.317 grömmum. Aukning hefur greinst í fljótandi amfetamíni og efnum til ætlaðrar framleiðslu amfetamíns frá árinu 2011, sem þykir benda til þess að framleiðsla efnisins hér á landi hafi færst verulega í aukana, enda virðist framboð efnisins ekki hafa minnkað. Sömu sögu er að segja af ecstacy, aðeins var lagt hald á 1.454 töflur í fyrra, mest af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á aðeins 85 töflur miðað við 14.205 árið áður. Mikið af LSD í Reykjavík Árið 2014 náðist mesta magn af LSD á landinu í fjögur ár. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á 2.761 stykki af LSD. Ekkert náðist á Suðurnesjum og hefur ekki síðan árið 2011 þegar hald var lagt á 4.472 stykki. RSB stofnað á Suðurnesjum Mestu breytingarnar eru hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Svo virðist sem lítið hafi náðst af fíkniefnum síðustu þrjú ár. Umtalsverðar breytingar voru gerðar á starfsemi rannsóknardeildar fíkniefnamála á árinu 2013. Deildin var flutt í Flugstöð Leifs Eiríkssonar 1. júní 2013 og var þá nafni hennar breytt í Rannsóknardeild skipulagðrar brotastarfsemi, RSB. Helstu breytingar urðu þær að mál vegna skilríkjafölsunar urðu verkefni deildarinnar auk þeirra sem fyrir voru. Deildin tók virkari þátt í sameiginlegu átaki lögregluembættisins á Suðurnesjum gegn glæpasamtökum, smygli, mansali, vændisstarfsemi, tollalagabrotum, skjalafalsi og ýmiss konar fjármálabrotum. Burðardýr og mansalsfórnarlömb Fíkniefnainnflutningur virðist með breyttu sniði. Starfsmenn í Rannsóknardeild skipulagðrar brotastarfsemi sáu aukningu á tengslum á milli svonefndra burðardýramála og mansalsmála þar sem ýmsar vísbendingar koma fram um að burðardýr hafi verið þvinguð til verka. Þessi breyting kann að gera rannsakendum erfitt fyrir enda þekkist að slík burðardýr hafi enga sögu eða tengingu við fíkniefnainnflutning áður en þau brjóta af sér í fyrsta sinn og þá oft með umtalsvert magn fíkniefna á sér.Mikið af LSD í Reykjavík Árið 2014 náðist mesta magn af LSD á landinu í fjögur ár. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á 2.761 stykki af LSD. Ekkert náðist á Suðurnesjum og hefur ekki síðan árið 2011 þegar hald var lagt á 4.472 stykki. RSB stofnað á Suðurnesjum Mestu breytingarnar eru hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Svo virðist sem lítið hafi náðst af fíkniefnum síðustu þrjú ár. Umtalsverðar breytingar voru gerðar á starfsemi rannsóknardeildar fíkniefnamála á árinu 2013. Deildin var flutt í Flugstöð Leifs Eiríkssonar 1. júní 2013 og var þá nafni hennar breytt í Rannsóknardeild skipulagðrar brotastarfsemi, RSB. Helstu breytingar urðu þær að mál vegna skilríkjafölsunar urðu verkefni deildarinnar auk þeirra sem fyrir voru. Deildin tók virkari þátt í sameiginlegu átaki lögregluembættisins á Suðurnesjum gegn glæpasamtökum, smygli, mansali, vændisstarfsemi, tollalagabrotum, skjalafalsi og ýmiss konar fjármálabrotum. Burðardýr og mansalsfórnarlömb Fíkniefnainnflutningur virðist með breyttu sniði. Starfsmenn í Rannsóknardeild skipulagðrar brotastarfsemi sáu aukningu á tengslum á milli svonefndra burðardýramála og mansalsmála þar sem ýmsar vísbendingar koma fram um að burðardýr hafi verið þvinguð til verka. Þessi breyting kann að gera rannsakendum erfitt fyrir enda þekkist að slík burðardýr hafi enga sögu eða tengingu við fíkniefnainnflutning áður en þau brjóta af sér í fyrsta sinn og þá oft með umtalsvert magn fíkniefna á sér.
Fréttaskýringar Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira