„Óli“ er ekki Ólafur Ólafsson fanney birna jónsdóttir skrifar 8. apríl 2015 07:00 Bjarnfreður Ólafsson „Þessi fullyrðing um að þetta sé bersýnilega Ólafur Ólafsson er að mínu mati mjög sérstök,“ segir Bjarnfreður Ólafsson lögmaður, sem ræddi um „Óla“ í símtölum sem notuð voru sem sönnunargögn í Al Thani-málinu svokallaða. Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar sem nú afplánar fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm vegna málsins, ritaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hún sagði niðurstöðu Hæstaréttar í málinu hafa byggst á misskilningi, þar sem í símtölunum hafi verið rætt um „Óla“ nokkurn og Hæstiréttur ályktað að um væri að ræða hinn dæmda Ólaf Ólafsson. „Hæstiréttur fer mannavillt í rökstuðningi sínum og ályktar að hér sé átt við eiginmann minn, Ólaf Ólafsson, en hið rétta er að um er að ræða lögfræðing með sama fornafni sem er sérfræðingur í lögum um kauphallarviðskipti. Á þessum villigötum ályktar Hæstiréttur að maður minn hafi verið í miðju viðskiptanna á útfærslustigi og unnið við hlið starfsmanna bankans,“ skrifaði Ingibjörg. „Ef menn skoða endurritið af þessu símtali þá sést að tilvísunin er þarna í Ólaf Arinbjörn, sem er sérfræðingur í kauphallarmálum, ekki Ólaf Ólafsson. Ég held að það hafi bara allir gengið út frá því bæði í flutningi málsins og við vitnayfirheyrslur að hann væri sá Óli sem málið varðaði,“ segir Bjarnfreður í samtali við Fréttablaðið. Bjarnfreður segir að hann hafi verið spurður að því fyrir héraðsdómi hvort hann hafi rætt nákvæma útfærslu viðskiptanna við Ólaf Ólafsson. „Svarið við því var nei, ég myndi ekki eftir því,“ segir Bjarnfreður. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, stendur fast á þeim skilningi Hæstaréttar að um Ólaf Ólafsson hafi verið rætt í símtalinu þrátt fyrir grein Ingibjargar. „Þetta er bara misskilningur hjá henni. Það er klárlega Ólafur Ólafsson sem talað er um í þessu símtali og þess utan er ekki eins og málið standi og falli með þessu eina símtali. En það er Ólafur Ólafsson sem verið er að ræða um í þessu símtali. Það eru hreinar línur,“ segir Björn í samtali við Fréttablaðið. Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
„Þessi fullyrðing um að þetta sé bersýnilega Ólafur Ólafsson er að mínu mati mjög sérstök,“ segir Bjarnfreður Ólafsson lögmaður, sem ræddi um „Óla“ í símtölum sem notuð voru sem sönnunargögn í Al Thani-málinu svokallaða. Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar sem nú afplánar fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm vegna málsins, ritaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hún sagði niðurstöðu Hæstaréttar í málinu hafa byggst á misskilningi, þar sem í símtölunum hafi verið rætt um „Óla“ nokkurn og Hæstiréttur ályktað að um væri að ræða hinn dæmda Ólaf Ólafsson. „Hæstiréttur fer mannavillt í rökstuðningi sínum og ályktar að hér sé átt við eiginmann minn, Ólaf Ólafsson, en hið rétta er að um er að ræða lögfræðing með sama fornafni sem er sérfræðingur í lögum um kauphallarviðskipti. Á þessum villigötum ályktar Hæstiréttur að maður minn hafi verið í miðju viðskiptanna á útfærslustigi og unnið við hlið starfsmanna bankans,“ skrifaði Ingibjörg. „Ef menn skoða endurritið af þessu símtali þá sést að tilvísunin er þarna í Ólaf Arinbjörn, sem er sérfræðingur í kauphallarmálum, ekki Ólaf Ólafsson. Ég held að það hafi bara allir gengið út frá því bæði í flutningi málsins og við vitnayfirheyrslur að hann væri sá Óli sem málið varðaði,“ segir Bjarnfreður í samtali við Fréttablaðið. Bjarnfreður segir að hann hafi verið spurður að því fyrir héraðsdómi hvort hann hafi rætt nákvæma útfærslu viðskiptanna við Ólaf Ólafsson. „Svarið við því var nei, ég myndi ekki eftir því,“ segir Bjarnfreður. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, stendur fast á þeim skilningi Hæstaréttar að um Ólaf Ólafsson hafi verið rætt í símtalinu þrátt fyrir grein Ingibjargar. „Þetta er bara misskilningur hjá henni. Það er klárlega Ólafur Ólafsson sem talað er um í þessu símtali og þess utan er ekki eins og málið standi og falli með þessu eina símtali. En það er Ólafur Ólafsson sem verið er að ræða um í þessu símtali. Það eru hreinar línur,“ segir Björn í samtali við Fréttablaðið.
Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira