Þrír ofurstórmeistarar á Reykjavíkurskákmótinu Svavar Hávarðsson skrifar 26. febrúar 2015 16:50 Skákhátíð Í fyrra tóku 255 skákmenn þátt og gæti það met jafnvel verið slegið nú. Nú eru 249 skákmenn skráðir til leiks. Í fyrra tefldu 100 íslenskir skákmenn í mótinu og 155 erlendir. fréttablaðið/valli Fréttablaðið/Valli Þrír skákmenn sem hafa skráð sig til leiks á þrítugasta Reykjavíkurskákmótið sem hefst 10. mars næstkomandi geta með réttu talist til ofurstórmeistara. Tveir íslenskir alþjóðlegir meistarar, Guðmundur Kjartansson og Björn Þorfinnsson, geta tryggt sinn þriðja og síðasta áfanga að stórmeistaratitli en þeir hafa báðir unnið stóra sigra að undanförnu. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands (SÍ), segir ekki ólíklegt að met í fjölda keppenda frá því í fyrra verði slegið og ljóst að mótið verður sterkara en í fyrra. Munar þar helst um þrjá ofurstórmeistara. Fyrstan skal telja Aserann Shakhriyar Mamedyarov (2.756) sem þegar þetta er skrifað er þrettándi á lista yfir stigahæstu skákmeistara heims. David Navara (2.753) frá Tékklandi er aðeins sex sætum neðar og Pavel Eljanov (2.727) frá Úkraínu situr í 26. sæti listans en hann sigraði á Reykjavíkurskákmótinu 2013. Til viðbótar eru ellefu stórmeistarar sem hafa yfir 2.600 skákstig, og eru ógnarsterkir. „Í heimavarnarliðinu má meðal annars nefna Hannes Hlífar Stefánsson, sem hefur unnið Reykjavíkurmótið oftast allra eða fimm sinnum og Hjörvar Stein Grétarsson, okkar nýjasta stórmeistara,“ segir Gunnar og tiltekur sérstaklega til viðbótar þá Guðmund, ríkjandi Íslandsmeistara, og Björn sem náði besta árangri Íslendings í nokkur ár þegar hann sigraði á alþjóðlegu móti í Bunratty á Írlandi fyrir skemmstu. SÍ reynir iðulega að fá nokkrar af sterkustu skákkonum heims til leiks á Reykjavíkurskákmótið. Meðal keppenda nú eru t.d. indverska skákdrottningin Tania Sadchev og Zeinab Mamedyarova, systir Shakhriyars Mamedyarov, stigahæsta keppanda mótsins. Þar fyrir utan koma öflugur skákkonur t.d. frá Íran og Kasakstan. Þá er Reykjavíkurskákmótið langmikilvægasta skákmót unga fólksins og taka þátt nánast öll sterkustu skákungmenni landsins. „Þarna fá krakkarnir tækifæri til að keppa við sterka skákmenn og öðlast reynslu sem er nauðsynlegt. Það er dýrt fyrir okkur að sækja skákmót út fyrir landsteinana og Reykjavíkurmótið er nauðsynlegt upp á skákþroska okkar yngstu og efnilegustu skákmanna,“ segir Gunnar. Mótið í ár er afmælismót Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara og virtasta skákmanns Íslands, sem er áttræður. Skáksamband Íslands ákvað að ráðast í ritun bókar um sögu Reykjavíkurskákmótsins í tilefni hálfrar aldar afmælis mótsins sem var í fyrra. Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands, er höfundur bókarinnar. Helgi er hafsjór fróðleiks um mótið og var sjálfur staddur í hringiðu þess um 30 ára skeið. Verkið verður gefið út í tveimur bindum. Hið fyrra segir sögu mótanna frá 1964 til 1990 og kemur út nú í mars fyrir Opna Reykjavíkurskákmótið í umsjón Sagna útgáfu. Seinna bindið kemur út að ári. Hægt er að skrá sig fyrir bók á www.skak.is og nálgast svo bókina á Reykjavíkurskákmótinu í Hörpu. Reykjavíkurskákmótið Skák Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sjá meira
Þrír skákmenn sem hafa skráð sig til leiks á þrítugasta Reykjavíkurskákmótið sem hefst 10. mars næstkomandi geta með réttu talist til ofurstórmeistara. Tveir íslenskir alþjóðlegir meistarar, Guðmundur Kjartansson og Björn Þorfinnsson, geta tryggt sinn þriðja og síðasta áfanga að stórmeistaratitli en þeir hafa báðir unnið stóra sigra að undanförnu. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands (SÍ), segir ekki ólíklegt að met í fjölda keppenda frá því í fyrra verði slegið og ljóst að mótið verður sterkara en í fyrra. Munar þar helst um þrjá ofurstórmeistara. Fyrstan skal telja Aserann Shakhriyar Mamedyarov (2.756) sem þegar þetta er skrifað er þrettándi á lista yfir stigahæstu skákmeistara heims. David Navara (2.753) frá Tékklandi er aðeins sex sætum neðar og Pavel Eljanov (2.727) frá Úkraínu situr í 26. sæti listans en hann sigraði á Reykjavíkurskákmótinu 2013. Til viðbótar eru ellefu stórmeistarar sem hafa yfir 2.600 skákstig, og eru ógnarsterkir. „Í heimavarnarliðinu má meðal annars nefna Hannes Hlífar Stefánsson, sem hefur unnið Reykjavíkurmótið oftast allra eða fimm sinnum og Hjörvar Stein Grétarsson, okkar nýjasta stórmeistara,“ segir Gunnar og tiltekur sérstaklega til viðbótar þá Guðmund, ríkjandi Íslandsmeistara, og Björn sem náði besta árangri Íslendings í nokkur ár þegar hann sigraði á alþjóðlegu móti í Bunratty á Írlandi fyrir skemmstu. SÍ reynir iðulega að fá nokkrar af sterkustu skákkonum heims til leiks á Reykjavíkurskákmótið. Meðal keppenda nú eru t.d. indverska skákdrottningin Tania Sadchev og Zeinab Mamedyarova, systir Shakhriyars Mamedyarov, stigahæsta keppanda mótsins. Þar fyrir utan koma öflugur skákkonur t.d. frá Íran og Kasakstan. Þá er Reykjavíkurskákmótið langmikilvægasta skákmót unga fólksins og taka þátt nánast öll sterkustu skákungmenni landsins. „Þarna fá krakkarnir tækifæri til að keppa við sterka skákmenn og öðlast reynslu sem er nauðsynlegt. Það er dýrt fyrir okkur að sækja skákmót út fyrir landsteinana og Reykjavíkurmótið er nauðsynlegt upp á skákþroska okkar yngstu og efnilegustu skákmanna,“ segir Gunnar. Mótið í ár er afmælismót Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara og virtasta skákmanns Íslands, sem er áttræður. Skáksamband Íslands ákvað að ráðast í ritun bókar um sögu Reykjavíkurskákmótsins í tilefni hálfrar aldar afmælis mótsins sem var í fyrra. Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands, er höfundur bókarinnar. Helgi er hafsjór fróðleiks um mótið og var sjálfur staddur í hringiðu þess um 30 ára skeið. Verkið verður gefið út í tveimur bindum. Hið fyrra segir sögu mótanna frá 1964 til 1990 og kemur út nú í mars fyrir Opna Reykjavíkurskákmótið í umsjón Sagna útgáfu. Seinna bindið kemur út að ári. Hægt er að skrá sig fyrir bók á www.skak.is og nálgast svo bókina á Reykjavíkurskákmótinu í Hörpu.
Reykjavíkurskákmótið Skák Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sjá meira