Þrír ofurstórmeistarar á Reykjavíkurskákmótinu Svavar Hávarðsson skrifar 26. febrúar 2015 16:50 Skákhátíð Í fyrra tóku 255 skákmenn þátt og gæti það met jafnvel verið slegið nú. Nú eru 249 skákmenn skráðir til leiks. Í fyrra tefldu 100 íslenskir skákmenn í mótinu og 155 erlendir. fréttablaðið/valli Fréttablaðið/Valli Þrír skákmenn sem hafa skráð sig til leiks á þrítugasta Reykjavíkurskákmótið sem hefst 10. mars næstkomandi geta með réttu talist til ofurstórmeistara. Tveir íslenskir alþjóðlegir meistarar, Guðmundur Kjartansson og Björn Þorfinnsson, geta tryggt sinn þriðja og síðasta áfanga að stórmeistaratitli en þeir hafa báðir unnið stóra sigra að undanförnu. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands (SÍ), segir ekki ólíklegt að met í fjölda keppenda frá því í fyrra verði slegið og ljóst að mótið verður sterkara en í fyrra. Munar þar helst um þrjá ofurstórmeistara. Fyrstan skal telja Aserann Shakhriyar Mamedyarov (2.756) sem þegar þetta er skrifað er þrettándi á lista yfir stigahæstu skákmeistara heims. David Navara (2.753) frá Tékklandi er aðeins sex sætum neðar og Pavel Eljanov (2.727) frá Úkraínu situr í 26. sæti listans en hann sigraði á Reykjavíkurskákmótinu 2013. Til viðbótar eru ellefu stórmeistarar sem hafa yfir 2.600 skákstig, og eru ógnarsterkir. „Í heimavarnarliðinu má meðal annars nefna Hannes Hlífar Stefánsson, sem hefur unnið Reykjavíkurmótið oftast allra eða fimm sinnum og Hjörvar Stein Grétarsson, okkar nýjasta stórmeistara,“ segir Gunnar og tiltekur sérstaklega til viðbótar þá Guðmund, ríkjandi Íslandsmeistara, og Björn sem náði besta árangri Íslendings í nokkur ár þegar hann sigraði á alþjóðlegu móti í Bunratty á Írlandi fyrir skemmstu. SÍ reynir iðulega að fá nokkrar af sterkustu skákkonum heims til leiks á Reykjavíkurskákmótið. Meðal keppenda nú eru t.d. indverska skákdrottningin Tania Sadchev og Zeinab Mamedyarova, systir Shakhriyars Mamedyarov, stigahæsta keppanda mótsins. Þar fyrir utan koma öflugur skákkonur t.d. frá Íran og Kasakstan. Þá er Reykjavíkurskákmótið langmikilvægasta skákmót unga fólksins og taka þátt nánast öll sterkustu skákungmenni landsins. „Þarna fá krakkarnir tækifæri til að keppa við sterka skákmenn og öðlast reynslu sem er nauðsynlegt. Það er dýrt fyrir okkur að sækja skákmót út fyrir landsteinana og Reykjavíkurmótið er nauðsynlegt upp á skákþroska okkar yngstu og efnilegustu skákmanna,“ segir Gunnar. Mótið í ár er afmælismót Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara og virtasta skákmanns Íslands, sem er áttræður. Skáksamband Íslands ákvað að ráðast í ritun bókar um sögu Reykjavíkurskákmótsins í tilefni hálfrar aldar afmælis mótsins sem var í fyrra. Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands, er höfundur bókarinnar. Helgi er hafsjór fróðleiks um mótið og var sjálfur staddur í hringiðu þess um 30 ára skeið. Verkið verður gefið út í tveimur bindum. Hið fyrra segir sögu mótanna frá 1964 til 1990 og kemur út nú í mars fyrir Opna Reykjavíkurskákmótið í umsjón Sagna útgáfu. Seinna bindið kemur út að ári. Hægt er að skrá sig fyrir bók á www.skak.is og nálgast svo bókina á Reykjavíkurskákmótinu í Hörpu. Reykjavíkurskákmótið Skák Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Sjá meira
Þrír skákmenn sem hafa skráð sig til leiks á þrítugasta Reykjavíkurskákmótið sem hefst 10. mars næstkomandi geta með réttu talist til ofurstórmeistara. Tveir íslenskir alþjóðlegir meistarar, Guðmundur Kjartansson og Björn Þorfinnsson, geta tryggt sinn þriðja og síðasta áfanga að stórmeistaratitli en þeir hafa báðir unnið stóra sigra að undanförnu. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands (SÍ), segir ekki ólíklegt að met í fjölda keppenda frá því í fyrra verði slegið og ljóst að mótið verður sterkara en í fyrra. Munar þar helst um þrjá ofurstórmeistara. Fyrstan skal telja Aserann Shakhriyar Mamedyarov (2.756) sem þegar þetta er skrifað er þrettándi á lista yfir stigahæstu skákmeistara heims. David Navara (2.753) frá Tékklandi er aðeins sex sætum neðar og Pavel Eljanov (2.727) frá Úkraínu situr í 26. sæti listans en hann sigraði á Reykjavíkurskákmótinu 2013. Til viðbótar eru ellefu stórmeistarar sem hafa yfir 2.600 skákstig, og eru ógnarsterkir. „Í heimavarnarliðinu má meðal annars nefna Hannes Hlífar Stefánsson, sem hefur unnið Reykjavíkurmótið oftast allra eða fimm sinnum og Hjörvar Stein Grétarsson, okkar nýjasta stórmeistara,“ segir Gunnar og tiltekur sérstaklega til viðbótar þá Guðmund, ríkjandi Íslandsmeistara, og Björn sem náði besta árangri Íslendings í nokkur ár þegar hann sigraði á alþjóðlegu móti í Bunratty á Írlandi fyrir skemmstu. SÍ reynir iðulega að fá nokkrar af sterkustu skákkonum heims til leiks á Reykjavíkurskákmótið. Meðal keppenda nú eru t.d. indverska skákdrottningin Tania Sadchev og Zeinab Mamedyarova, systir Shakhriyars Mamedyarov, stigahæsta keppanda mótsins. Þar fyrir utan koma öflugur skákkonur t.d. frá Íran og Kasakstan. Þá er Reykjavíkurskákmótið langmikilvægasta skákmót unga fólksins og taka þátt nánast öll sterkustu skákungmenni landsins. „Þarna fá krakkarnir tækifæri til að keppa við sterka skákmenn og öðlast reynslu sem er nauðsynlegt. Það er dýrt fyrir okkur að sækja skákmót út fyrir landsteinana og Reykjavíkurmótið er nauðsynlegt upp á skákþroska okkar yngstu og efnilegustu skákmanna,“ segir Gunnar. Mótið í ár er afmælismót Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara og virtasta skákmanns Íslands, sem er áttræður. Skáksamband Íslands ákvað að ráðast í ritun bókar um sögu Reykjavíkurskákmótsins í tilefni hálfrar aldar afmælis mótsins sem var í fyrra. Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands, er höfundur bókarinnar. Helgi er hafsjór fróðleiks um mótið og var sjálfur staddur í hringiðu þess um 30 ára skeið. Verkið verður gefið út í tveimur bindum. Hið fyrra segir sögu mótanna frá 1964 til 1990 og kemur út nú í mars fyrir Opna Reykjavíkurskákmótið í umsjón Sagna útgáfu. Seinna bindið kemur út að ári. Hægt er að skrá sig fyrir bók á www.skak.is og nálgast svo bókina á Reykjavíkurskákmótinu í Hörpu.
Reykjavíkurskákmótið Skák Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Sjá meira