Fjármálaráðherra vill festa séreignarsparnaðarleiðina í sessi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. september 2015 12:17 Alls hafa landsmenn tekið út um 11 milljarða af séreignarsparnaði sínum til að lækka greiðslubyrði húsnæðislána sinna eða til að nýta í útborgun fyrir íbúð. vísir/andri marinó Húsnæðismálin voru Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, hugleikin þegar hann mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. Gert er ráð fyrir að 2,6 milljarðar fari í húsnæðismálin samkvæmt frumvarpinu. Byggja á félagslegar íbúðir, auka stuðning við leigjendur auk þess sem lagt er til að frítekjumark fjármagnstekjuskatts af leigumtekjum einstaklinga af íbúðarhúsnæði verði hækkað úr 30 prósentum í 50 prósent. „Hér ber að hafa í huga að heildaraðgerðir hins opinbera stuðli fyrst og fremst að auknu framboði húsnæðis og lækkun byggingakostnaðar við þær aðstæður sem nú eru uppi þannig að stöðugt og eðlilegt jafnvægi náist að nýju á fasteignamarkaði,“ sagði Bjarni.Sjá einnig: Bein útsending: Fjárlögin rædd á Alþingi Þá verði að koma á sjálfbæru fjármögnunarkerfi á húsnæðismarkaði til að auðvelda ungu fólki að kaupa sína fyrstu eign og þá þurfi að koma í veg fyrir ósjálfbæra skuldasöfnun. Of miklir hvatar væru að baki mikilli skuldsetningu almennings og nefndi Bjarni í því samhengi vaxtabótakerfið. Taka þyrfti á þessu.35.000 einstaklingar hafa nýtt séreignarsparnað sinn Fjármálaráðherra sagði svo að hann vildi festa varanlega í sessi séreignarsparnaðarleiðina en fasteignaeigendur geta tekið út séreignarsparnað sinn til að lækka greiðslubyrði húsnæðislána. Samkvæmt núgildandi lögum er hægt að nýta séreignarsparnaðinn með þessum hætti þar til í júní 2019. Um skattfrjálsar úttektir er að ræða. „Nú eru um 35.000 einstaklingar að nýta sér þá leið til að lækka greiðslubyrði sína. [...] Fjárhæðin sem búið er að ráðstafa af séreignarsparnaði til greiðslu lána og útgreiðsla vegna kaupa er um 11 milljarðar í dag. Að gefnum ákveðnum forsendum er hið opinbera að veita þannig með þessari aðgerð hátt í hálfan milljarð á mánuði í skattafrádrátt til að auðvelda einstaklingum að lækka greiðslubyrði húsnæðislána sinna.“ Bjarni sagði að þetta yrði að taka með í umræðu um aðgerðir sem ríkisstjórnin stendur fyrir til að bæta húsnæðiskerfið. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Lækkun skatta gæti ýtt undir þenslu Dósent í hagfræði við Háskóla Íslands telur hættu á að þensla muni aukast þar sem óbærilegur þrýstingur verði á að eyða peningum. 10. september 2015 10:33 Á þriðja milljarð í húsnæðismál Ríkisstjórnin ætlar að setja 1,5 milljarða í stofnframlög vegna uppbyggingar á félagslegu húsnæði og 1,1 milljarð í húsnæði. 9. september 2015 07:00 Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. 10. september 2015 11:28 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Húsnæðismálin voru Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, hugleikin þegar hann mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. Gert er ráð fyrir að 2,6 milljarðar fari í húsnæðismálin samkvæmt frumvarpinu. Byggja á félagslegar íbúðir, auka stuðning við leigjendur auk þess sem lagt er til að frítekjumark fjármagnstekjuskatts af leigumtekjum einstaklinga af íbúðarhúsnæði verði hækkað úr 30 prósentum í 50 prósent. „Hér ber að hafa í huga að heildaraðgerðir hins opinbera stuðli fyrst og fremst að auknu framboði húsnæðis og lækkun byggingakostnaðar við þær aðstæður sem nú eru uppi þannig að stöðugt og eðlilegt jafnvægi náist að nýju á fasteignamarkaði,“ sagði Bjarni.Sjá einnig: Bein útsending: Fjárlögin rædd á Alþingi Þá verði að koma á sjálfbæru fjármögnunarkerfi á húsnæðismarkaði til að auðvelda ungu fólki að kaupa sína fyrstu eign og þá þurfi að koma í veg fyrir ósjálfbæra skuldasöfnun. Of miklir hvatar væru að baki mikilli skuldsetningu almennings og nefndi Bjarni í því samhengi vaxtabótakerfið. Taka þyrfti á þessu.35.000 einstaklingar hafa nýtt séreignarsparnað sinn Fjármálaráðherra sagði svo að hann vildi festa varanlega í sessi séreignarsparnaðarleiðina en fasteignaeigendur geta tekið út séreignarsparnað sinn til að lækka greiðslubyrði húsnæðislána. Samkvæmt núgildandi lögum er hægt að nýta séreignarsparnaðinn með þessum hætti þar til í júní 2019. Um skattfrjálsar úttektir er að ræða. „Nú eru um 35.000 einstaklingar að nýta sér þá leið til að lækka greiðslubyrði sína. [...] Fjárhæðin sem búið er að ráðstafa af séreignarsparnaði til greiðslu lána og útgreiðsla vegna kaupa er um 11 milljarðar í dag. Að gefnum ákveðnum forsendum er hið opinbera að veita þannig með þessari aðgerð hátt í hálfan milljarð á mánuði í skattafrádrátt til að auðvelda einstaklingum að lækka greiðslubyrði húsnæðislána sinna.“ Bjarni sagði að þetta yrði að taka með í umræðu um aðgerðir sem ríkisstjórnin stendur fyrir til að bæta húsnæðiskerfið.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Lækkun skatta gæti ýtt undir þenslu Dósent í hagfræði við Háskóla Íslands telur hættu á að þensla muni aukast þar sem óbærilegur þrýstingur verði á að eyða peningum. 10. september 2015 10:33 Á þriðja milljarð í húsnæðismál Ríkisstjórnin ætlar að setja 1,5 milljarða í stofnframlög vegna uppbyggingar á félagslegu húsnæði og 1,1 milljarð í húsnæði. 9. september 2015 07:00 Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. 10. september 2015 11:28 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Lækkun skatta gæti ýtt undir þenslu Dósent í hagfræði við Háskóla Íslands telur hættu á að þensla muni aukast þar sem óbærilegur þrýstingur verði á að eyða peningum. 10. september 2015 10:33
Á þriðja milljarð í húsnæðismál Ríkisstjórnin ætlar að setja 1,5 milljarða í stofnframlög vegna uppbyggingar á félagslegu húsnæði og 1,1 milljarð í húsnæði. 9. september 2015 07:00
Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. 10. september 2015 11:28