Lækkun skatta gæti ýtt undir þenslu sæunn gísladóttir skrifar 10. september 2015 10:33 Ásgeir Jónsson telur því brýnt nú að sýna aðhald í rekstri ríkissjóðs. vísir/gva Við kynningu fjárlagafrumvarpsins sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra stærstu breytingarnar á skattkerfinu árið 2016 snúa að tekjuskatti einstaklinga og afnámi tolla á fatnað og skó. Almenn ánægja virðist með afnám tolla af fötum og skóm. Félag atvinnurekenda hefur meðal annars fagnað því. Hins vegar telur Ásgeir Jónsson, dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands, að skattalækkanir geti leitt til þenslu. Hann segir mikilvægt að sýna aðhald í rekstri ríkissjóðs, ef auknum tekjum í ríkissjóði verður eytt þegar ríkir meðbyr geti ríkissjóður lent í tómu tjóni þegar niðursveifla kemur aftur í hagkerfið. Gangi nýtt fjárlagafrumvarp í gegn mun tekjuskattur einstaklinga lækka í tveimur áföngum og við þann síðari fækkar skattþrepum úr þremur í tvö. Skattprósenta í lægra þrepi verður lækkuð úr 22,86% í 22,68% 1. janúar 2016 og í 22,50% við ársbyrjun 2017. Álag í milliþrepi verður lækkað um helming frá ársbyrjun 2016 og fellur það saman við neðsta þrepið um áramótin 2016/2017. Ásgeir telur breytingarnar varðandi tollana mjög tímabærar og mikið framfaraspor. Sama á við um fækkun skattþrepa. Hann telur þó að skattalækkanirnar sem slíkar geti ýtt undir þenslu. „Miðað við hvernig íslenskt skattkerfi er bæði hvað varðar mjög háa jaðarskatta af tekjum sem og mikið vægi veltuskatta þá auka efnahagsuppsveiflur tekjur ríkisins hlutfallslega mjög mikið þannig að afgangur á fjárlögum verður eiginlega sjálfgefinn í þenslu. Það þarf þó ekki endilega að tákna að raunverulegt aðhald sé til staðar,“ segir Ásgeir. Hann bendir jafnframt á að það sé fallvalt að treysta neyslutengdum skatttekjum. „Yfirleitt er það svo að með mjög hröðum vexti skatttekna koma tímar með skörpum samdrætti í niðursveiflu eins og gerðist hér fyrir nokkrum árum. Það ætti að vera regla að skattalækkanir á uppsveiflutímum séu ávallt fjármagnaðar með raunverulegri lækkun ríkisútgjalda.“ Ásgeir telur því brýnt nú að sýna aðhald í rekstri ríkissjóðs. „Það hefur alltaf gerst á Íslandi, alla vega svo langt sem mitt minni nær, að Íslendingar sýna skynsemi í mótbyr og hafa dug til að taka erfiðar ákvarð anir, en við látum síðan skipið reka á reiðanum í meðbyr. Oft hafa margar slæmar ákvarðanir verið teknar í blásandi byr á Íslandi sem dæmin sanna. Það er einnig svo að eftir undangenginn samdrátt eru þau mörg þjóðþrifaverkefnin sem fólki finnst að nú þurfi aukið fjármagn. Hins vegar er það mjög óheppilegt fyrir ríkið að færa út kvíarnar á sama tíma og fjárfesting er fyrst að taka við sér og vinnuaflsskortur er þegar farinn að gera vart við sig líkt og nú er raunin. Rétti tíminn fyrir opinberar framkvæmdir er á tímum niðursveiflu og þá er kostnaður líka mun minni, enda nægt fólk á lausu. Ég hef sérstakar áhyggjur af því að þrýstingurinn verði óbærilegur að eyða þeim fjármunum sem kröfuhafar eru bráðlega að fara að leggja inn í ríkissjóð, án þess þó að ég sé að gera mönnum upp slæmar fyrir ætlanir,“ segir Ásgeir. Aðspurður segist Ásgeir telja að pólitískar ákvarðanir hafi áhrif á ríkis fjármálin. „Yfirleitt er bætt í ríkis útgjöldin fyrir kosningar og aðhaldið aukið eftir þær. Þannig virkar lýð ræðið.“ Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Við kynningu fjárlagafrumvarpsins sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra stærstu breytingarnar á skattkerfinu árið 2016 snúa að tekjuskatti einstaklinga og afnámi tolla á fatnað og skó. Almenn ánægja virðist með afnám tolla af fötum og skóm. Félag atvinnurekenda hefur meðal annars fagnað því. Hins vegar telur Ásgeir Jónsson, dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands, að skattalækkanir geti leitt til þenslu. Hann segir mikilvægt að sýna aðhald í rekstri ríkissjóðs, ef auknum tekjum í ríkissjóði verður eytt þegar ríkir meðbyr geti ríkissjóður lent í tómu tjóni þegar niðursveifla kemur aftur í hagkerfið. Gangi nýtt fjárlagafrumvarp í gegn mun tekjuskattur einstaklinga lækka í tveimur áföngum og við þann síðari fækkar skattþrepum úr þremur í tvö. Skattprósenta í lægra þrepi verður lækkuð úr 22,86% í 22,68% 1. janúar 2016 og í 22,50% við ársbyrjun 2017. Álag í milliþrepi verður lækkað um helming frá ársbyrjun 2016 og fellur það saman við neðsta þrepið um áramótin 2016/2017. Ásgeir telur breytingarnar varðandi tollana mjög tímabærar og mikið framfaraspor. Sama á við um fækkun skattþrepa. Hann telur þó að skattalækkanirnar sem slíkar geti ýtt undir þenslu. „Miðað við hvernig íslenskt skattkerfi er bæði hvað varðar mjög háa jaðarskatta af tekjum sem og mikið vægi veltuskatta þá auka efnahagsuppsveiflur tekjur ríkisins hlutfallslega mjög mikið þannig að afgangur á fjárlögum verður eiginlega sjálfgefinn í þenslu. Það þarf þó ekki endilega að tákna að raunverulegt aðhald sé til staðar,“ segir Ásgeir. Hann bendir jafnframt á að það sé fallvalt að treysta neyslutengdum skatttekjum. „Yfirleitt er það svo að með mjög hröðum vexti skatttekna koma tímar með skörpum samdrætti í niðursveiflu eins og gerðist hér fyrir nokkrum árum. Það ætti að vera regla að skattalækkanir á uppsveiflutímum séu ávallt fjármagnaðar með raunverulegri lækkun ríkisútgjalda.“ Ásgeir telur því brýnt nú að sýna aðhald í rekstri ríkissjóðs. „Það hefur alltaf gerst á Íslandi, alla vega svo langt sem mitt minni nær, að Íslendingar sýna skynsemi í mótbyr og hafa dug til að taka erfiðar ákvarð anir, en við látum síðan skipið reka á reiðanum í meðbyr. Oft hafa margar slæmar ákvarðanir verið teknar í blásandi byr á Íslandi sem dæmin sanna. Það er einnig svo að eftir undangenginn samdrátt eru þau mörg þjóðþrifaverkefnin sem fólki finnst að nú þurfi aukið fjármagn. Hins vegar er það mjög óheppilegt fyrir ríkið að færa út kvíarnar á sama tíma og fjárfesting er fyrst að taka við sér og vinnuaflsskortur er þegar farinn að gera vart við sig líkt og nú er raunin. Rétti tíminn fyrir opinberar framkvæmdir er á tímum niðursveiflu og þá er kostnaður líka mun minni, enda nægt fólk á lausu. Ég hef sérstakar áhyggjur af því að þrýstingurinn verði óbærilegur að eyða þeim fjármunum sem kröfuhafar eru bráðlega að fara að leggja inn í ríkissjóð, án þess þó að ég sé að gera mönnum upp slæmar fyrir ætlanir,“ segir Ásgeir. Aðspurður segist Ásgeir telja að pólitískar ákvarðanir hafi áhrif á ríkis fjármálin. „Yfirleitt er bætt í ríkis útgjöldin fyrir kosningar og aðhaldið aukið eftir þær. Þannig virkar lýð ræðið.“
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira