Enski boltinn

Gylfi Þór með mark á móti fimm af sex bestu liðunum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði flott mark á móti Cty.
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði flott mark á móti Cty. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson var á skotskónum í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar Swansea tapaði gegn Manchester City, 4-2. Gylfi Þór minnkaði muninn í 2-1 með hnitmiðuðu skoti fyrir utan teig sem landsliðsmarkvörður Englands, Joe Hart, átti ekki mögulega á að verja.

Þetta er sjöunda mark Gylfa Þórs í deildinni og er hann nú búinn að jafna eigið met. Hann skoraði sjö mörk fyrir Swansea þegar hann kom þangað á láni fyrir þremur árum og skilaði þá einnig fimm stoðsendingum.

Gylfi er nú búinn að skora sjö mörk og gefa tíu stoðsendingar og hefur því komið að 17 mörkum af 46 hjá Swansea með beinum hætti. Hann hefur því skorað eða lagt upp 37 prósent marka liðsins.

Gylfi skorar heldur ekki bara á móti litlu liðunum. Fimm af mörkunum sjö hafa komið á móti liðunum sem eru í 2.-6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×