Davíð Þór: Mín heitasta ósk er að Bjarni sýni hvers hann er megnugur Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. maí 2015 09:30 Davíð Þór Viðarsson. mynd/skjáskot FH hefur ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn undanfarin tvö ár en er spáð titlinum að þessu sinni. Liðið tapaði fyrir Stjörnunni í úrslitaleik fjórða október á síðasta ári, en er það leikur sem FH-ingar hugsa um? „Auðvitað pælir maður í þessu sjálfur. Þetta voru rosaleg vonbrigði enda titill sem við ætluðum okkur. Við erum ekkert búnir að tala um þetta hópurinn en þeir sem voru í fyrra hljóta að vilja ná í titilinn aftur,“ segir Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, við Vísi. „Við erum staðráðnir í að breyta því og okkar markmið er að vinna titilinn í ár.“Pressa hluti af þessu FH er spáð titilinum af nánast öllum enda leikmannahópurinn gríðarlega sterkur. „Umtalið er búið að vera þannig að við séum með besta hóp í sögu Íslands og ýmislegt annað sem ég er ekki dómbær á,“ segir Davíð Þór, en hvað með pressuna? „Pressa er hluti af þessu og ef þú ætlar að vera á toppnum þarftu að geta tekist á við hana. Við verðum bara að gjöra svo vel að kúpla okkur út úr því og vera klárir fjórða maí.“Vona að Bjarni komist í stand Davíð Þór mun spila með bróður sínum Bjarna Þór í sumar, en Bjarni er kominn heim úr atvinnumennsku þar sem hann hefur átt erfitt uppdráttar vegna meiðsla. „Það verður skemmtilegt að spila með honum held ég. Við spiluðum nokkra leiki saman með U21 landsliðinu á sínum tíma en annars höfum við aldrei spilað eða æft saman,“ segir Davíð Þór. „Ég á reyndar eftir að spila með honum núna því ég var tæpur í byrjun undirbúningstímabilsins og svo hefur hann verið tæpur síðustu daga. Við erum að forðast það að spila með hvor öðrum,“ segir hann og hlær. „Bjarni er frábær leikmaður. Ég er bara ánægður fyrir hans hönd að vera kominn heim og vonandi getur hann komið sér almennilega af stað. Mín heitasta ósk er að hann nái sér á strik, standi sig og sýni fólki hvers hann er megnugur,“ segir Davíð Þór Viðarsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: FH verður Íslandsmeistari Tveggja ára bið FH eftir sjöunda Íslandsmeistaratitlinum lýkur í haust samkvæmt spá Fréttablaðsins og Vísis. 2. maí 2015 09:00 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sjá meira
FH hefur ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn undanfarin tvö ár en er spáð titlinum að þessu sinni. Liðið tapaði fyrir Stjörnunni í úrslitaleik fjórða október á síðasta ári, en er það leikur sem FH-ingar hugsa um? „Auðvitað pælir maður í þessu sjálfur. Þetta voru rosaleg vonbrigði enda titill sem við ætluðum okkur. Við erum ekkert búnir að tala um þetta hópurinn en þeir sem voru í fyrra hljóta að vilja ná í titilinn aftur,“ segir Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, við Vísi. „Við erum staðráðnir í að breyta því og okkar markmið er að vinna titilinn í ár.“Pressa hluti af þessu FH er spáð titilinum af nánast öllum enda leikmannahópurinn gríðarlega sterkur. „Umtalið er búið að vera þannig að við séum með besta hóp í sögu Íslands og ýmislegt annað sem ég er ekki dómbær á,“ segir Davíð Þór, en hvað með pressuna? „Pressa er hluti af þessu og ef þú ætlar að vera á toppnum þarftu að geta tekist á við hana. Við verðum bara að gjöra svo vel að kúpla okkur út úr því og vera klárir fjórða maí.“Vona að Bjarni komist í stand Davíð Þór mun spila með bróður sínum Bjarna Þór í sumar, en Bjarni er kominn heim úr atvinnumennsku þar sem hann hefur átt erfitt uppdráttar vegna meiðsla. „Það verður skemmtilegt að spila með honum held ég. Við spiluðum nokkra leiki saman með U21 landsliðinu á sínum tíma en annars höfum við aldrei spilað eða æft saman,“ segir Davíð Þór. „Ég á reyndar eftir að spila með honum núna því ég var tæpur í byrjun undirbúningstímabilsins og svo hefur hann verið tæpur síðustu daga. Við erum að forðast það að spila með hvor öðrum,“ segir hann og hlær. „Bjarni er frábær leikmaður. Ég er bara ánægður fyrir hans hönd að vera kominn heim og vonandi getur hann komið sér almennilega af stað. Mín heitasta ósk er að hann nái sér á strik, standi sig og sýni fólki hvers hann er megnugur,“ segir Davíð Þór Viðarsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: FH verður Íslandsmeistari Tveggja ára bið FH eftir sjöunda Íslandsmeistaratitlinum lýkur í haust samkvæmt spá Fréttablaðsins og Vísis. 2. maí 2015 09:00 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: FH verður Íslandsmeistari Tveggja ára bið FH eftir sjöunda Íslandsmeistaratitlinum lýkur í haust samkvæmt spá Fréttablaðsins og Vísis. 2. maí 2015 09:00