Það er umferðarslys á Suðurlandsvegi austan við Hvolsvöll. Lögregla og sjúkralið eru að störfum á vettvangi auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna slyssins.
Suðurlandsvegur verður lokaður um óákveðinn tíma vegna slyssins. Vegfarendum er bent á Dímonarveg og Fljótshlíðarveg, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.
Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
