Alnæmisbörn safna fyrir verkmenntaskóla Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2015 13:10 Rosette Nabuuma, framkvæmdastjóra Candle Light Foundation og Sigríður Baldursdóttir, formaður Alnæmiabarna fyrir framan nýju bygginguna. Verið er að leggja lokahönd á verkmenntaskóla fyrir bágstaddar stúlkur í Úganda. Félagið Alnæmisbörn á Íslandi stendur að byggingu skólans fyrir systursamtök sín Candle Light Foundation. Aðilar á svæðinu, sem og nemendur eru ánægðir með framtakið. Sigríður Baldursdóttir, formaður Alnæmisbarna, fór til Úganda í febrúar til þess að fylgjast með framvindu verkefnisins. Alnæmisbörn og CLF nýttu ferð Sigríðar til þess að útbúa fimm ára vinnuplan fyrir skólann sem byggir á reynslu fyrrverandi nemenda skólans. Einnig var haldinn fundur með mikilvægum aðilum á svæðinu þar sem skólinn rís til þess að geta hlýtt á og tekið tillit til skoðana þeirra við skipulag skólans. Í tilkynningu frá Alnæmisbörnum kemur fram að úttekt á verkefninu sýni að nemendur séu almennt ánægðir með námið. Þá séu aðilar á svæðinu spenntir fyrir skólanum. Áætlað er að námskeið munu hefjast í skólanum í maí næstkomandi og mun þá vera boðið upp á námskeið í hárgreiðslu, fatasaumi, bakstri og matargerð ásamt námskeiði þar sem stúlkum er kennt að búa til ýmsar vörur sem eru söluvænlegar, svo sem hálsmen og annað handverk. Stúlkunum verður auk þess boðið uppá hagnýt námskeið í lífsleikni, fyrirtækjarekstri, tölvunotkun og ensku. Starf Alnæmisbarna og CLF er liður í því að stuðla að auknu kynjajafnrétti í Úganda þar sem konur hafa staðið höllum fæti í samfélaginu miðað við karlmenn, sérstaklega þegar kemur að menntun. Í tilkynningunni segir stúlkur þar í landi flosni oft ungar úr námi af mismunandi ástæðum. Sem dæmi er nefnd fátækt, foreldramissir, barneignir, óviðeigandi aðstæður í skólum og ríkjandi viðhorf um að menntun drengja sé mikilvægari en menntun stúlkna. Fjáröflun Alnæmisbarna til þess að kaupa tæki og tól fyrir verkmenntaskólann mun halda áfram um helgina. Sala verður haldin á ýmsum munum frá Úganda svo sem hálsfestum, armböndum, eyrnalokkum, töskum og svuntum í Kolaportinu laugardaginn 28. mars. Frekari upplýsingar verður að finna á heimasíðu Alnæmisbarna. Einnig er hægt að millifæra á bankareikning félagsins: 0301-13-302043, kennitala: 560404-3360.Nemendur hjá CLF sem eru að læra fatasaum. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Verið er að leggja lokahönd á verkmenntaskóla fyrir bágstaddar stúlkur í Úganda. Félagið Alnæmisbörn á Íslandi stendur að byggingu skólans fyrir systursamtök sín Candle Light Foundation. Aðilar á svæðinu, sem og nemendur eru ánægðir með framtakið. Sigríður Baldursdóttir, formaður Alnæmisbarna, fór til Úganda í febrúar til þess að fylgjast með framvindu verkefnisins. Alnæmisbörn og CLF nýttu ferð Sigríðar til þess að útbúa fimm ára vinnuplan fyrir skólann sem byggir á reynslu fyrrverandi nemenda skólans. Einnig var haldinn fundur með mikilvægum aðilum á svæðinu þar sem skólinn rís til þess að geta hlýtt á og tekið tillit til skoðana þeirra við skipulag skólans. Í tilkynningu frá Alnæmisbörnum kemur fram að úttekt á verkefninu sýni að nemendur séu almennt ánægðir með námið. Þá séu aðilar á svæðinu spenntir fyrir skólanum. Áætlað er að námskeið munu hefjast í skólanum í maí næstkomandi og mun þá vera boðið upp á námskeið í hárgreiðslu, fatasaumi, bakstri og matargerð ásamt námskeiði þar sem stúlkum er kennt að búa til ýmsar vörur sem eru söluvænlegar, svo sem hálsmen og annað handverk. Stúlkunum verður auk þess boðið uppá hagnýt námskeið í lífsleikni, fyrirtækjarekstri, tölvunotkun og ensku. Starf Alnæmisbarna og CLF er liður í því að stuðla að auknu kynjajafnrétti í Úganda þar sem konur hafa staðið höllum fæti í samfélaginu miðað við karlmenn, sérstaklega þegar kemur að menntun. Í tilkynningunni segir stúlkur þar í landi flosni oft ungar úr námi af mismunandi ástæðum. Sem dæmi er nefnd fátækt, foreldramissir, barneignir, óviðeigandi aðstæður í skólum og ríkjandi viðhorf um að menntun drengja sé mikilvægari en menntun stúlkna. Fjáröflun Alnæmisbarna til þess að kaupa tæki og tól fyrir verkmenntaskólann mun halda áfram um helgina. Sala verður haldin á ýmsum munum frá Úganda svo sem hálsfestum, armböndum, eyrnalokkum, töskum og svuntum í Kolaportinu laugardaginn 28. mars. Frekari upplýsingar verður að finna á heimasíðu Alnæmisbarna. Einnig er hægt að millifæra á bankareikning félagsins: 0301-13-302043, kennitala: 560404-3360.Nemendur hjá CLF sem eru að læra fatasaum.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels