Vegagerðin eitrar áfram með Roundup Svavar Hávarðsson skrifar 15. október 2015 07:00 Þessi mynd frá Mýrdalssandi í fyrrasumar sýnir hvernig gróðri hefur verið eytt við vegkanta. Vegagerðin heldur á lofti umferðaröryggi en gagnrýnendur því að efnið sé krabbameinsvaldandi eitur. mynd/Ágúst H. Bjarnason Vegagerð ríkisins hefur ekki tekið ákvörðun um að banna notkun á eiturefninu Roundup sem er nýtt til að eyða gróðri í vegköntum. Það hefur þó staðið til um nokkurn tíma. Ástæðan er að stofnunin telur sig tæplega geta hætt notkun efnisins alfarið nema fjárveitingar til viðhalds og tækjakaupa hækki, að öðrum kosti verði öryggi vegfarenda sett í annað sætið. Þetta kemur fram í svari Vegagerðarinnar við skriflegri fyrirspurn Fréttablaðsins. Þar er notkun efnisins einnig skýrð með því að gróðureyðing með vistvænni aðferðum er mun kostnaðarsamari en eitrun, og því hafi yfirstjórn Vegagerðarinnar ekki ákveðið að banna notkun efnisins. Vegagerðin lýsti því yfir árið 2013 að hún ætlaði að draga úr notkun gróðureyðis og að hún stefndi að því að hætta henni alfarið. Gæðadeild Vegagerðarinnar hefur þá beint þeim tilmælum til yfirmanna þjónustustöðva að nota efnið mjög sparlega og helst ekki neitt. Tvær aðskildar ástæður eru fyrir notkun efnisins eins og kemur fram í svari til Fréttablaðsins. Gróðureyðing í vegköntum er mikilvæg til að viðhalda umferðaröryggi. Hins vegar hefur stýrihópur umhverfisráðherra óskað eftir samvinnu Vegagerðarinnar við að eyða ágengum tegundum, m.a. með Roundup sem inniheldur efnið glýfosat sem nú er talið mögulegt að valdi krabbameini í mönnum. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar frá Umhverfisstofnun, um innflutning gróðureyðandi efna til landsins, er hlutfallsleg notkun Vegagerðarinnar á notkun efnisins á landsvísu innan við 10% flest undanfarin ár. Í svarinu segir jafnframt að Rannsóknasjóður Vegagerðarinnar styrkti á þessu ári verkefnið Umhverfisvæn eyðing gróðurs í vegköntum. Verkefnið er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar en verkfræðistofan VSÓ sér um verkefnisstjórn. Árangur verkefnisins, ef vel tekst til, er gróðureyðing við vegi og götur án hættulegra efna. Það er í samræmi við stefnumörkun ríkisins um sjálfbæra þróun, þar sem eitt af markmiðunum er að losun efna sem eru hættuleg heilbrigði og umhverfi verði takmörkuð eins og mögulegt er og verði hætt fyrir árið 2027. Fyrstu niðurstöður verða kynntar á rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar 30. október. Tengdar fréttir Gjöreyðingarlyf enn ekki samþykkt Byggðaráð Dalvíkur hefur ekki samþykkt áætlun umhverfisstjóra sveitarfélagsins þar sem hann gerir meðal annarst ráð fyrir að nota „gjöreyðingarlyfið" Roundup til að vinna á lúpínu, kerfli og njóla. 13. október 2015 22:15 Gjöreyðingarlyfi beitt gegn lúpínu á Dalvík Áætlun um eyðingu á lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð verður hrint í framkvæmd næsta vor. Beita á „gjöreyðingarlyfinu“ Roundup. Bæjaryfirvöld vilja alla landeigendur í sveitarfélaginu með í verkefnið sem taka á fimm ár. 13. október 2015 07:00 Slær „eiturefnahernað“ af borðinu í Dalvíkurbyggð „Það verður ekki farið í neinn eiturefnahernað hér í Dalvíkurbyggð,“ segir Bjarni Theódór Bjarnason, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, vegna frétta af eyðingu illgresis í sveitarfélaginu. 15. október 2015 07:00 Að græða land eða ekki Að fenginni reynslu á að eitra fyrir lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð, að því er fram kemur í áætlun sem lögð var fram til kynningar á fundi byggðaráðs sveitarfélagsins fyrir helgi. 14. október 2015 09:21 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Sjá meira
Vegagerð ríkisins hefur ekki tekið ákvörðun um að banna notkun á eiturefninu Roundup sem er nýtt til að eyða gróðri í vegköntum. Það hefur þó staðið til um nokkurn tíma. Ástæðan er að stofnunin telur sig tæplega geta hætt notkun efnisins alfarið nema fjárveitingar til viðhalds og tækjakaupa hækki, að öðrum kosti verði öryggi vegfarenda sett í annað sætið. Þetta kemur fram í svari Vegagerðarinnar við skriflegri fyrirspurn Fréttablaðsins. Þar er notkun efnisins einnig skýrð með því að gróðureyðing með vistvænni aðferðum er mun kostnaðarsamari en eitrun, og því hafi yfirstjórn Vegagerðarinnar ekki ákveðið að banna notkun efnisins. Vegagerðin lýsti því yfir árið 2013 að hún ætlaði að draga úr notkun gróðureyðis og að hún stefndi að því að hætta henni alfarið. Gæðadeild Vegagerðarinnar hefur þá beint þeim tilmælum til yfirmanna þjónustustöðva að nota efnið mjög sparlega og helst ekki neitt. Tvær aðskildar ástæður eru fyrir notkun efnisins eins og kemur fram í svari til Fréttablaðsins. Gróðureyðing í vegköntum er mikilvæg til að viðhalda umferðaröryggi. Hins vegar hefur stýrihópur umhverfisráðherra óskað eftir samvinnu Vegagerðarinnar við að eyða ágengum tegundum, m.a. með Roundup sem inniheldur efnið glýfosat sem nú er talið mögulegt að valdi krabbameini í mönnum. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar frá Umhverfisstofnun, um innflutning gróðureyðandi efna til landsins, er hlutfallsleg notkun Vegagerðarinnar á notkun efnisins á landsvísu innan við 10% flest undanfarin ár. Í svarinu segir jafnframt að Rannsóknasjóður Vegagerðarinnar styrkti á þessu ári verkefnið Umhverfisvæn eyðing gróðurs í vegköntum. Verkefnið er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar en verkfræðistofan VSÓ sér um verkefnisstjórn. Árangur verkefnisins, ef vel tekst til, er gróðureyðing við vegi og götur án hættulegra efna. Það er í samræmi við stefnumörkun ríkisins um sjálfbæra þróun, þar sem eitt af markmiðunum er að losun efna sem eru hættuleg heilbrigði og umhverfi verði takmörkuð eins og mögulegt er og verði hætt fyrir árið 2027. Fyrstu niðurstöður verða kynntar á rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar 30. október.
Tengdar fréttir Gjöreyðingarlyf enn ekki samþykkt Byggðaráð Dalvíkur hefur ekki samþykkt áætlun umhverfisstjóra sveitarfélagsins þar sem hann gerir meðal annarst ráð fyrir að nota „gjöreyðingarlyfið" Roundup til að vinna á lúpínu, kerfli og njóla. 13. október 2015 22:15 Gjöreyðingarlyfi beitt gegn lúpínu á Dalvík Áætlun um eyðingu á lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð verður hrint í framkvæmd næsta vor. Beita á „gjöreyðingarlyfinu“ Roundup. Bæjaryfirvöld vilja alla landeigendur í sveitarfélaginu með í verkefnið sem taka á fimm ár. 13. október 2015 07:00 Slær „eiturefnahernað“ af borðinu í Dalvíkurbyggð „Það verður ekki farið í neinn eiturefnahernað hér í Dalvíkurbyggð,“ segir Bjarni Theódór Bjarnason, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, vegna frétta af eyðingu illgresis í sveitarfélaginu. 15. október 2015 07:00 Að græða land eða ekki Að fenginni reynslu á að eitra fyrir lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð, að því er fram kemur í áætlun sem lögð var fram til kynningar á fundi byggðaráðs sveitarfélagsins fyrir helgi. 14. október 2015 09:21 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Sjá meira
Gjöreyðingarlyf enn ekki samþykkt Byggðaráð Dalvíkur hefur ekki samþykkt áætlun umhverfisstjóra sveitarfélagsins þar sem hann gerir meðal annarst ráð fyrir að nota „gjöreyðingarlyfið" Roundup til að vinna á lúpínu, kerfli og njóla. 13. október 2015 22:15
Gjöreyðingarlyfi beitt gegn lúpínu á Dalvík Áætlun um eyðingu á lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð verður hrint í framkvæmd næsta vor. Beita á „gjöreyðingarlyfinu“ Roundup. Bæjaryfirvöld vilja alla landeigendur í sveitarfélaginu með í verkefnið sem taka á fimm ár. 13. október 2015 07:00
Slær „eiturefnahernað“ af borðinu í Dalvíkurbyggð „Það verður ekki farið í neinn eiturefnahernað hér í Dalvíkurbyggð,“ segir Bjarni Theódór Bjarnason, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, vegna frétta af eyðingu illgresis í sveitarfélaginu. 15. október 2015 07:00
Að græða land eða ekki Að fenginni reynslu á að eitra fyrir lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð, að því er fram kemur í áætlun sem lögð var fram til kynningar á fundi byggðaráðs sveitarfélagsins fyrir helgi. 14. október 2015 09:21