Vegagerðin eitrar áfram með Roundup Svavar Hávarðsson skrifar 15. október 2015 07:00 Þessi mynd frá Mýrdalssandi í fyrrasumar sýnir hvernig gróðri hefur verið eytt við vegkanta. Vegagerðin heldur á lofti umferðaröryggi en gagnrýnendur því að efnið sé krabbameinsvaldandi eitur. mynd/Ágúst H. Bjarnason Vegagerð ríkisins hefur ekki tekið ákvörðun um að banna notkun á eiturefninu Roundup sem er nýtt til að eyða gróðri í vegköntum. Það hefur þó staðið til um nokkurn tíma. Ástæðan er að stofnunin telur sig tæplega geta hætt notkun efnisins alfarið nema fjárveitingar til viðhalds og tækjakaupa hækki, að öðrum kosti verði öryggi vegfarenda sett í annað sætið. Þetta kemur fram í svari Vegagerðarinnar við skriflegri fyrirspurn Fréttablaðsins. Þar er notkun efnisins einnig skýrð með því að gróðureyðing með vistvænni aðferðum er mun kostnaðarsamari en eitrun, og því hafi yfirstjórn Vegagerðarinnar ekki ákveðið að banna notkun efnisins. Vegagerðin lýsti því yfir árið 2013 að hún ætlaði að draga úr notkun gróðureyðis og að hún stefndi að því að hætta henni alfarið. Gæðadeild Vegagerðarinnar hefur þá beint þeim tilmælum til yfirmanna þjónustustöðva að nota efnið mjög sparlega og helst ekki neitt. Tvær aðskildar ástæður eru fyrir notkun efnisins eins og kemur fram í svari til Fréttablaðsins. Gróðureyðing í vegköntum er mikilvæg til að viðhalda umferðaröryggi. Hins vegar hefur stýrihópur umhverfisráðherra óskað eftir samvinnu Vegagerðarinnar við að eyða ágengum tegundum, m.a. með Roundup sem inniheldur efnið glýfosat sem nú er talið mögulegt að valdi krabbameini í mönnum. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar frá Umhverfisstofnun, um innflutning gróðureyðandi efna til landsins, er hlutfallsleg notkun Vegagerðarinnar á notkun efnisins á landsvísu innan við 10% flest undanfarin ár. Í svarinu segir jafnframt að Rannsóknasjóður Vegagerðarinnar styrkti á þessu ári verkefnið Umhverfisvæn eyðing gróðurs í vegköntum. Verkefnið er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar en verkfræðistofan VSÓ sér um verkefnisstjórn. Árangur verkefnisins, ef vel tekst til, er gróðureyðing við vegi og götur án hættulegra efna. Það er í samræmi við stefnumörkun ríkisins um sjálfbæra þróun, þar sem eitt af markmiðunum er að losun efna sem eru hættuleg heilbrigði og umhverfi verði takmörkuð eins og mögulegt er og verði hætt fyrir árið 2027. Fyrstu niðurstöður verða kynntar á rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar 30. október. Tengdar fréttir Gjöreyðingarlyf enn ekki samþykkt Byggðaráð Dalvíkur hefur ekki samþykkt áætlun umhverfisstjóra sveitarfélagsins þar sem hann gerir meðal annarst ráð fyrir að nota „gjöreyðingarlyfið" Roundup til að vinna á lúpínu, kerfli og njóla. 13. október 2015 22:15 Gjöreyðingarlyfi beitt gegn lúpínu á Dalvík Áætlun um eyðingu á lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð verður hrint í framkvæmd næsta vor. Beita á „gjöreyðingarlyfinu“ Roundup. Bæjaryfirvöld vilja alla landeigendur í sveitarfélaginu með í verkefnið sem taka á fimm ár. 13. október 2015 07:00 Slær „eiturefnahernað“ af borðinu í Dalvíkurbyggð „Það verður ekki farið í neinn eiturefnahernað hér í Dalvíkurbyggð,“ segir Bjarni Theódór Bjarnason, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, vegna frétta af eyðingu illgresis í sveitarfélaginu. 15. október 2015 07:00 Að græða land eða ekki Að fenginni reynslu á að eitra fyrir lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð, að því er fram kemur í áætlun sem lögð var fram til kynningar á fundi byggðaráðs sveitarfélagsins fyrir helgi. 14. október 2015 09:21 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Sjá meira
Vegagerð ríkisins hefur ekki tekið ákvörðun um að banna notkun á eiturefninu Roundup sem er nýtt til að eyða gróðri í vegköntum. Það hefur þó staðið til um nokkurn tíma. Ástæðan er að stofnunin telur sig tæplega geta hætt notkun efnisins alfarið nema fjárveitingar til viðhalds og tækjakaupa hækki, að öðrum kosti verði öryggi vegfarenda sett í annað sætið. Þetta kemur fram í svari Vegagerðarinnar við skriflegri fyrirspurn Fréttablaðsins. Þar er notkun efnisins einnig skýrð með því að gróðureyðing með vistvænni aðferðum er mun kostnaðarsamari en eitrun, og því hafi yfirstjórn Vegagerðarinnar ekki ákveðið að banna notkun efnisins. Vegagerðin lýsti því yfir árið 2013 að hún ætlaði að draga úr notkun gróðureyðis og að hún stefndi að því að hætta henni alfarið. Gæðadeild Vegagerðarinnar hefur þá beint þeim tilmælum til yfirmanna þjónustustöðva að nota efnið mjög sparlega og helst ekki neitt. Tvær aðskildar ástæður eru fyrir notkun efnisins eins og kemur fram í svari til Fréttablaðsins. Gróðureyðing í vegköntum er mikilvæg til að viðhalda umferðaröryggi. Hins vegar hefur stýrihópur umhverfisráðherra óskað eftir samvinnu Vegagerðarinnar við að eyða ágengum tegundum, m.a. með Roundup sem inniheldur efnið glýfosat sem nú er talið mögulegt að valdi krabbameini í mönnum. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar frá Umhverfisstofnun, um innflutning gróðureyðandi efna til landsins, er hlutfallsleg notkun Vegagerðarinnar á notkun efnisins á landsvísu innan við 10% flest undanfarin ár. Í svarinu segir jafnframt að Rannsóknasjóður Vegagerðarinnar styrkti á þessu ári verkefnið Umhverfisvæn eyðing gróðurs í vegköntum. Verkefnið er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar en verkfræðistofan VSÓ sér um verkefnisstjórn. Árangur verkefnisins, ef vel tekst til, er gróðureyðing við vegi og götur án hættulegra efna. Það er í samræmi við stefnumörkun ríkisins um sjálfbæra þróun, þar sem eitt af markmiðunum er að losun efna sem eru hættuleg heilbrigði og umhverfi verði takmörkuð eins og mögulegt er og verði hætt fyrir árið 2027. Fyrstu niðurstöður verða kynntar á rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar 30. október.
Tengdar fréttir Gjöreyðingarlyf enn ekki samþykkt Byggðaráð Dalvíkur hefur ekki samþykkt áætlun umhverfisstjóra sveitarfélagsins þar sem hann gerir meðal annarst ráð fyrir að nota „gjöreyðingarlyfið" Roundup til að vinna á lúpínu, kerfli og njóla. 13. október 2015 22:15 Gjöreyðingarlyfi beitt gegn lúpínu á Dalvík Áætlun um eyðingu á lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð verður hrint í framkvæmd næsta vor. Beita á „gjöreyðingarlyfinu“ Roundup. Bæjaryfirvöld vilja alla landeigendur í sveitarfélaginu með í verkefnið sem taka á fimm ár. 13. október 2015 07:00 Slær „eiturefnahernað“ af borðinu í Dalvíkurbyggð „Það verður ekki farið í neinn eiturefnahernað hér í Dalvíkurbyggð,“ segir Bjarni Theódór Bjarnason, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, vegna frétta af eyðingu illgresis í sveitarfélaginu. 15. október 2015 07:00 Að græða land eða ekki Að fenginni reynslu á að eitra fyrir lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð, að því er fram kemur í áætlun sem lögð var fram til kynningar á fundi byggðaráðs sveitarfélagsins fyrir helgi. 14. október 2015 09:21 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Sjá meira
Gjöreyðingarlyf enn ekki samþykkt Byggðaráð Dalvíkur hefur ekki samþykkt áætlun umhverfisstjóra sveitarfélagsins þar sem hann gerir meðal annarst ráð fyrir að nota „gjöreyðingarlyfið" Roundup til að vinna á lúpínu, kerfli og njóla. 13. október 2015 22:15
Gjöreyðingarlyfi beitt gegn lúpínu á Dalvík Áætlun um eyðingu á lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð verður hrint í framkvæmd næsta vor. Beita á „gjöreyðingarlyfinu“ Roundup. Bæjaryfirvöld vilja alla landeigendur í sveitarfélaginu með í verkefnið sem taka á fimm ár. 13. október 2015 07:00
Slær „eiturefnahernað“ af borðinu í Dalvíkurbyggð „Það verður ekki farið í neinn eiturefnahernað hér í Dalvíkurbyggð,“ segir Bjarni Theódór Bjarnason, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, vegna frétta af eyðingu illgresis í sveitarfélaginu. 15. október 2015 07:00
Að græða land eða ekki Að fenginni reynslu á að eitra fyrir lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð, að því er fram kemur í áætlun sem lögð var fram til kynningar á fundi byggðaráðs sveitarfélagsins fyrir helgi. 14. október 2015 09:21