Gjöreyðingarlyf enn ekki samþykkt Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. október 2015 22:15 Nota á sauðfjárbeit og slátt auk eiturefna til að halda lúpínu í skefjum samkvæmt áætlun sem umhverfisstjóri Dalvíkurbyggðar hefur lagt fyrir byggðaráð sveitarfélagsins. Myndin sýnr árangur beitar á lúpínu. Mynd/Valur Þór Hilmarsson Byggðaráð Dalvíkurbyggðar hefur ekki samþykkt áætlun umhverfisstjóra sveitarfélagsins þar sem hann gerir meðal annars ráð fyrir að nota „gjöreyðingarlyfið" Roundup til að vinna á lúpínu, kerfli og njóla.Fram kom í Fréttablaðinu í dag að umhverfisstjóra Dalvíkurbyggðar hefði í mars 2014 verið falið að vinna áætlun um að hefta útbreiðslu fyrrgreindra plantna og að áætlun hans hafi nú verið samþykkt í byggðaráði. Hið rétta er að áætlun Vals Þórs Hilmarssonar umhverfisstjóra var lögð fram til kynningar í byggðaráði fyrir skemmstu en ekki afgreidd. Beðist er velvirðingar á þessari missögn. Í fréttinni var haft eftir Vali Þór að auk notkunar illgresiseyða ætti að notast við slátt og sauðfjárbeit til að halda plöntunum í skefjum. Lúpína yrði áfram notuð þar sem við ætti.Hugsanlega krabbameinsvaldurUm illgresiseyðinn Roundup mátti lesa í Fréttablaðinu í dag þar sem vitnað er til fréttar Umhverfisstofnunar. „Að undanförnu hafa borist fréttir af því að plöntuverndarvörur sem innihalda virka efnið glýfosat kynnu að valda krabbameini í mönnum. Þetta er áhyggjuefni því að notkun á þessum vörum er almenn, bæði hjá almenningi og þeim sem starfa við plöntuvernd í atvinnuskyni,“ segir í frétt á vef Umhverfisstofnunar frá júní. Menn spyrji hvort ekki sé rétt að banna allar plöntuverndarvörur hér á landi sem innihalda glýfosat. ESB sé að vinna áhættumat vegna þessa efnis sem ljúka eigi fyrir árslok. „Verði það niðurstaða úr áhættumatinu að glýfosat geti valdið krabbameini, mun Framkvæmdastjórn ESB án efa þrengja verulega heimildir til markaðssetningar á plöntuverndarvörum sem innhalda þetta virka efni og mun sú niðurstaða einnig gilda hér á landi,“ segir Umhverfisstofnun.Finna má aðgerðaráætlun umhverfisstjóra Dalvíkurbyggðar í viðhengi við þessa frétt. Tengdar fréttir Gjöreyðingarlyfi beitt gegn lúpínu á Dalvík Áætlun um eyðingu á lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð verður hrint í framkvæmd næsta vor. Beita á „gjöreyðingarlyfinu“ Roundup. Bæjaryfirvöld vilja alla landeigendur í sveitarfélaginu með í verkefnið sem taka á fimm ár. 13. október 2015 07:00 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar hefur ekki samþykkt áætlun umhverfisstjóra sveitarfélagsins þar sem hann gerir meðal annars ráð fyrir að nota „gjöreyðingarlyfið" Roundup til að vinna á lúpínu, kerfli og njóla.Fram kom í Fréttablaðinu í dag að umhverfisstjóra Dalvíkurbyggðar hefði í mars 2014 verið falið að vinna áætlun um að hefta útbreiðslu fyrrgreindra plantna og að áætlun hans hafi nú verið samþykkt í byggðaráði. Hið rétta er að áætlun Vals Þórs Hilmarssonar umhverfisstjóra var lögð fram til kynningar í byggðaráði fyrir skemmstu en ekki afgreidd. Beðist er velvirðingar á þessari missögn. Í fréttinni var haft eftir Vali Þór að auk notkunar illgresiseyða ætti að notast við slátt og sauðfjárbeit til að halda plöntunum í skefjum. Lúpína yrði áfram notuð þar sem við ætti.Hugsanlega krabbameinsvaldurUm illgresiseyðinn Roundup mátti lesa í Fréttablaðinu í dag þar sem vitnað er til fréttar Umhverfisstofnunar. „Að undanförnu hafa borist fréttir af því að plöntuverndarvörur sem innihalda virka efnið glýfosat kynnu að valda krabbameini í mönnum. Þetta er áhyggjuefni því að notkun á þessum vörum er almenn, bæði hjá almenningi og þeim sem starfa við plöntuvernd í atvinnuskyni,“ segir í frétt á vef Umhverfisstofnunar frá júní. Menn spyrji hvort ekki sé rétt að banna allar plöntuverndarvörur hér á landi sem innihalda glýfosat. ESB sé að vinna áhættumat vegna þessa efnis sem ljúka eigi fyrir árslok. „Verði það niðurstaða úr áhættumatinu að glýfosat geti valdið krabbameini, mun Framkvæmdastjórn ESB án efa þrengja verulega heimildir til markaðssetningar á plöntuverndarvörum sem innhalda þetta virka efni og mun sú niðurstaða einnig gilda hér á landi,“ segir Umhverfisstofnun.Finna má aðgerðaráætlun umhverfisstjóra Dalvíkurbyggðar í viðhengi við þessa frétt.
Tengdar fréttir Gjöreyðingarlyfi beitt gegn lúpínu á Dalvík Áætlun um eyðingu á lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð verður hrint í framkvæmd næsta vor. Beita á „gjöreyðingarlyfinu“ Roundup. Bæjaryfirvöld vilja alla landeigendur í sveitarfélaginu með í verkefnið sem taka á fimm ár. 13. október 2015 07:00 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Gjöreyðingarlyfi beitt gegn lúpínu á Dalvík Áætlun um eyðingu á lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð verður hrint í framkvæmd næsta vor. Beita á „gjöreyðingarlyfinu“ Roundup. Bæjaryfirvöld vilja alla landeigendur í sveitarfélaginu með í verkefnið sem taka á fimm ár. 13. október 2015 07:00