Slær „eiturefnahernað“ af borðinu í Dalvíkurbyggð Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. október 2015 07:00 Lúpínan er umdeild og aðferðir til að hefta útbreiðslu á henni eru það ekki síður. vísir/gva „Það verður ekki farið í neinn eiturefnahernað hér í Dalvíkurbyggð,“ segir Bjarni Theódór Bjarnason, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, vegna frétta af eyðingu illgresis í sveitarfélaginu. Fréttablaðið sagði frá því á þriðjudag að Valur Þór Hilmarsson, umhverfisstjóri Dalvíkurbyggðar, hefði gert áætlun til fimm ára um að hefta útbreiðslu lúpínu, kerfils og njóla. Byggðaráð fól Vali að gera þessa áætlun í mars í fyrra. Í frétt Fréttablaðsins sagði ranglega að aðgerðaráætlun umhverfisstjórans hefði verið samþykkt í byggðaráði. Hið rétta er að hún var lögð fram til kynningar. „Gerðar hafa verið tilraunir með að slá og/eða eitrun með gjöreyðingarlyfinu Roundup/Clinic. Reynt hefur verið að slá lúpínu og kerfil til að halda útbreiðslunni í skefjum, sláttur kemur ekki í veg fyrir að plönturnar lifi af en hann takmarkar útbreiðslu þeirra. Af fenginni reynslu verður eitrað fyrir lúpínu, eins verður gert við kerfil og njóla. Á lúpínu og kerfil verður notað Roundup en á njóla verður notað Herbamix eða Harmoni,“ var vitnað til áætlunar umhverfisstjórans í Fréttablaðinu á þriðjudag. Aðspurður segir Bjarni bæjarstjóri sjálfsagt ekki meira um lúpínu í Dalvíkurbyggð en almennt um landið. „Það er heilmikið berjaland í fólkvangnum fyrir ofan bæinn og það bera margir kvíðboga fyrir því að það fari undir lúpínu ef ekkert verður að gert. Byggðaráð var bara að kalla eftir því hver hugsanlegur kostnaður við eyðingu á lúpínu væri. Það var enginn að ímynda sér að það gætu verið einhver eiturefni í spilinu. Og málið er ekki einu sinni komið í faglega umræðu í umhverfisráði þar sem situr gagnrýnið fólk sem myndi vilja að umhverfisstjórinn leitaði sér ráða hjá opinberum stofnunum og öðrum,“ segir Bjarni. Í fyrrnefndri frétt Fréttablaðsins kom fram í samtali við umhverfisstjórann að eitur yrði ekki notað þar sem hætta var á að það mengaði grunnvatn og einnig yrði notast við slátt og sauðfjárbeit til að halda lúpínu í skefjum. Umhverfisstofnun segir illgresiseyðinn Roundup nú til skoðunar innan Evrópusambandsins vegna vísbendinga um að hann kunni að innihalda krabbameinsvaldandi efni.Bjarni Theódór Bjarnason, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar.„Það hafa komið vísbendingar um að þetta geti verið skaðlegt lífríkinu og krabbameinsvaldandi og auðvitað ætlum við ekki taka á ábyrgð á því heldur látum lífríkið njóta vafans í öllu sem við gerum. Að minnsta kosti mun ég ekki standa fyrir því að séu notuð slík efni,“ segir bæjarstjórinn og minnir á að um sé að ræða landbúnaðarhérað og Dalvíkingar hafi byggt upp ímynd í kring um Fiskidaga. „Og fyrir utan að ef þetta er skaðlegt, þá viljum við einfaldlega ekki sjá það.“ Tengdar fréttir Gjöreyðingarlyf enn ekki samþykkt Byggðaráð Dalvíkur hefur ekki samþykkt áætlun umhverfisstjóra sveitarfélagsins þar sem hann gerir meðal annarst ráð fyrir að nota „gjöreyðingarlyfið" Roundup til að vinna á lúpínu, kerfli og njóla. 13. október 2015 22:15 Vegagerðin eitrar áfram með Roundup Ef Vegagerðin á að hætta að nota eiturefnið Roundup til gróðureyðingar þurfa að koma til auknar fjárveitingar frá ríkisvaldinu til viðhalds og tækjakaupa. Hinn kosturinn er að setja umferðaröryggi í annað sætið, segir stofnunin. 15. október 2015 07:00 Gjöreyðingarlyfi beitt gegn lúpínu á Dalvík Áætlun um eyðingu á lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð verður hrint í framkvæmd næsta vor. Beita á „gjöreyðingarlyfinu“ Roundup. Bæjaryfirvöld vilja alla landeigendur í sveitarfélaginu með í verkefnið sem taka á fimm ár. 13. október 2015 07:00 Að græða land eða ekki Að fenginni reynslu á að eitra fyrir lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð, að því er fram kemur í áætlun sem lögð var fram til kynningar á fundi byggðaráðs sveitarfélagsins fyrir helgi. 14. október 2015 09:21 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
„Það verður ekki farið í neinn eiturefnahernað hér í Dalvíkurbyggð,“ segir Bjarni Theódór Bjarnason, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, vegna frétta af eyðingu illgresis í sveitarfélaginu. Fréttablaðið sagði frá því á þriðjudag að Valur Þór Hilmarsson, umhverfisstjóri Dalvíkurbyggðar, hefði gert áætlun til fimm ára um að hefta útbreiðslu lúpínu, kerfils og njóla. Byggðaráð fól Vali að gera þessa áætlun í mars í fyrra. Í frétt Fréttablaðsins sagði ranglega að aðgerðaráætlun umhverfisstjórans hefði verið samþykkt í byggðaráði. Hið rétta er að hún var lögð fram til kynningar. „Gerðar hafa verið tilraunir með að slá og/eða eitrun með gjöreyðingarlyfinu Roundup/Clinic. Reynt hefur verið að slá lúpínu og kerfil til að halda útbreiðslunni í skefjum, sláttur kemur ekki í veg fyrir að plönturnar lifi af en hann takmarkar útbreiðslu þeirra. Af fenginni reynslu verður eitrað fyrir lúpínu, eins verður gert við kerfil og njóla. Á lúpínu og kerfil verður notað Roundup en á njóla verður notað Herbamix eða Harmoni,“ var vitnað til áætlunar umhverfisstjórans í Fréttablaðinu á þriðjudag. Aðspurður segir Bjarni bæjarstjóri sjálfsagt ekki meira um lúpínu í Dalvíkurbyggð en almennt um landið. „Það er heilmikið berjaland í fólkvangnum fyrir ofan bæinn og það bera margir kvíðboga fyrir því að það fari undir lúpínu ef ekkert verður að gert. Byggðaráð var bara að kalla eftir því hver hugsanlegur kostnaður við eyðingu á lúpínu væri. Það var enginn að ímynda sér að það gætu verið einhver eiturefni í spilinu. Og málið er ekki einu sinni komið í faglega umræðu í umhverfisráði þar sem situr gagnrýnið fólk sem myndi vilja að umhverfisstjórinn leitaði sér ráða hjá opinberum stofnunum og öðrum,“ segir Bjarni. Í fyrrnefndri frétt Fréttablaðsins kom fram í samtali við umhverfisstjórann að eitur yrði ekki notað þar sem hætta var á að það mengaði grunnvatn og einnig yrði notast við slátt og sauðfjárbeit til að halda lúpínu í skefjum. Umhverfisstofnun segir illgresiseyðinn Roundup nú til skoðunar innan Evrópusambandsins vegna vísbendinga um að hann kunni að innihalda krabbameinsvaldandi efni.Bjarni Theódór Bjarnason, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar.„Það hafa komið vísbendingar um að þetta geti verið skaðlegt lífríkinu og krabbameinsvaldandi og auðvitað ætlum við ekki taka á ábyrgð á því heldur látum lífríkið njóta vafans í öllu sem við gerum. Að minnsta kosti mun ég ekki standa fyrir því að séu notuð slík efni,“ segir bæjarstjórinn og minnir á að um sé að ræða landbúnaðarhérað og Dalvíkingar hafi byggt upp ímynd í kring um Fiskidaga. „Og fyrir utan að ef þetta er skaðlegt, þá viljum við einfaldlega ekki sjá það.“
Tengdar fréttir Gjöreyðingarlyf enn ekki samþykkt Byggðaráð Dalvíkur hefur ekki samþykkt áætlun umhverfisstjóra sveitarfélagsins þar sem hann gerir meðal annarst ráð fyrir að nota „gjöreyðingarlyfið" Roundup til að vinna á lúpínu, kerfli og njóla. 13. október 2015 22:15 Vegagerðin eitrar áfram með Roundup Ef Vegagerðin á að hætta að nota eiturefnið Roundup til gróðureyðingar þurfa að koma til auknar fjárveitingar frá ríkisvaldinu til viðhalds og tækjakaupa. Hinn kosturinn er að setja umferðaröryggi í annað sætið, segir stofnunin. 15. október 2015 07:00 Gjöreyðingarlyfi beitt gegn lúpínu á Dalvík Áætlun um eyðingu á lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð verður hrint í framkvæmd næsta vor. Beita á „gjöreyðingarlyfinu“ Roundup. Bæjaryfirvöld vilja alla landeigendur í sveitarfélaginu með í verkefnið sem taka á fimm ár. 13. október 2015 07:00 Að græða land eða ekki Að fenginni reynslu á að eitra fyrir lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð, að því er fram kemur í áætlun sem lögð var fram til kynningar á fundi byggðaráðs sveitarfélagsins fyrir helgi. 14. október 2015 09:21 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Gjöreyðingarlyf enn ekki samþykkt Byggðaráð Dalvíkur hefur ekki samþykkt áætlun umhverfisstjóra sveitarfélagsins þar sem hann gerir meðal annarst ráð fyrir að nota „gjöreyðingarlyfið" Roundup til að vinna á lúpínu, kerfli og njóla. 13. október 2015 22:15
Vegagerðin eitrar áfram með Roundup Ef Vegagerðin á að hætta að nota eiturefnið Roundup til gróðureyðingar þurfa að koma til auknar fjárveitingar frá ríkisvaldinu til viðhalds og tækjakaupa. Hinn kosturinn er að setja umferðaröryggi í annað sætið, segir stofnunin. 15. október 2015 07:00
Gjöreyðingarlyfi beitt gegn lúpínu á Dalvík Áætlun um eyðingu á lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð verður hrint í framkvæmd næsta vor. Beita á „gjöreyðingarlyfinu“ Roundup. Bæjaryfirvöld vilja alla landeigendur í sveitarfélaginu með í verkefnið sem taka á fimm ár. 13. október 2015 07:00
Að græða land eða ekki Að fenginni reynslu á að eitra fyrir lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð, að því er fram kemur í áætlun sem lögð var fram til kynningar á fundi byggðaráðs sveitarfélagsins fyrir helgi. 14. október 2015 09:21
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels