Slær „eiturefnahernað“ af borðinu í Dalvíkurbyggð Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. október 2015 07:00 Lúpínan er umdeild og aðferðir til að hefta útbreiðslu á henni eru það ekki síður. vísir/gva „Það verður ekki farið í neinn eiturefnahernað hér í Dalvíkurbyggð,“ segir Bjarni Theódór Bjarnason, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, vegna frétta af eyðingu illgresis í sveitarfélaginu. Fréttablaðið sagði frá því á þriðjudag að Valur Þór Hilmarsson, umhverfisstjóri Dalvíkurbyggðar, hefði gert áætlun til fimm ára um að hefta útbreiðslu lúpínu, kerfils og njóla. Byggðaráð fól Vali að gera þessa áætlun í mars í fyrra. Í frétt Fréttablaðsins sagði ranglega að aðgerðaráætlun umhverfisstjórans hefði verið samþykkt í byggðaráði. Hið rétta er að hún var lögð fram til kynningar. „Gerðar hafa verið tilraunir með að slá og/eða eitrun með gjöreyðingarlyfinu Roundup/Clinic. Reynt hefur verið að slá lúpínu og kerfil til að halda útbreiðslunni í skefjum, sláttur kemur ekki í veg fyrir að plönturnar lifi af en hann takmarkar útbreiðslu þeirra. Af fenginni reynslu verður eitrað fyrir lúpínu, eins verður gert við kerfil og njóla. Á lúpínu og kerfil verður notað Roundup en á njóla verður notað Herbamix eða Harmoni,“ var vitnað til áætlunar umhverfisstjórans í Fréttablaðinu á þriðjudag. Aðspurður segir Bjarni bæjarstjóri sjálfsagt ekki meira um lúpínu í Dalvíkurbyggð en almennt um landið. „Það er heilmikið berjaland í fólkvangnum fyrir ofan bæinn og það bera margir kvíðboga fyrir því að það fari undir lúpínu ef ekkert verður að gert. Byggðaráð var bara að kalla eftir því hver hugsanlegur kostnaður við eyðingu á lúpínu væri. Það var enginn að ímynda sér að það gætu verið einhver eiturefni í spilinu. Og málið er ekki einu sinni komið í faglega umræðu í umhverfisráði þar sem situr gagnrýnið fólk sem myndi vilja að umhverfisstjórinn leitaði sér ráða hjá opinberum stofnunum og öðrum,“ segir Bjarni. Í fyrrnefndri frétt Fréttablaðsins kom fram í samtali við umhverfisstjórann að eitur yrði ekki notað þar sem hætta var á að það mengaði grunnvatn og einnig yrði notast við slátt og sauðfjárbeit til að halda lúpínu í skefjum. Umhverfisstofnun segir illgresiseyðinn Roundup nú til skoðunar innan Evrópusambandsins vegna vísbendinga um að hann kunni að innihalda krabbameinsvaldandi efni.Bjarni Theódór Bjarnason, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar.„Það hafa komið vísbendingar um að þetta geti verið skaðlegt lífríkinu og krabbameinsvaldandi og auðvitað ætlum við ekki taka á ábyrgð á því heldur látum lífríkið njóta vafans í öllu sem við gerum. Að minnsta kosti mun ég ekki standa fyrir því að séu notuð slík efni,“ segir bæjarstjórinn og minnir á að um sé að ræða landbúnaðarhérað og Dalvíkingar hafi byggt upp ímynd í kring um Fiskidaga. „Og fyrir utan að ef þetta er skaðlegt, þá viljum við einfaldlega ekki sjá það.“ Tengdar fréttir Gjöreyðingarlyf enn ekki samþykkt Byggðaráð Dalvíkur hefur ekki samþykkt áætlun umhverfisstjóra sveitarfélagsins þar sem hann gerir meðal annarst ráð fyrir að nota „gjöreyðingarlyfið" Roundup til að vinna á lúpínu, kerfli og njóla. 13. október 2015 22:15 Vegagerðin eitrar áfram með Roundup Ef Vegagerðin á að hætta að nota eiturefnið Roundup til gróðureyðingar þurfa að koma til auknar fjárveitingar frá ríkisvaldinu til viðhalds og tækjakaupa. Hinn kosturinn er að setja umferðaröryggi í annað sætið, segir stofnunin. 15. október 2015 07:00 Gjöreyðingarlyfi beitt gegn lúpínu á Dalvík Áætlun um eyðingu á lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð verður hrint í framkvæmd næsta vor. Beita á „gjöreyðingarlyfinu“ Roundup. Bæjaryfirvöld vilja alla landeigendur í sveitarfélaginu með í verkefnið sem taka á fimm ár. 13. október 2015 07:00 Að græða land eða ekki Að fenginni reynslu á að eitra fyrir lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð, að því er fram kemur í áætlun sem lögð var fram til kynningar á fundi byggðaráðs sveitarfélagsins fyrir helgi. 14. október 2015 09:21 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
„Það verður ekki farið í neinn eiturefnahernað hér í Dalvíkurbyggð,“ segir Bjarni Theódór Bjarnason, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, vegna frétta af eyðingu illgresis í sveitarfélaginu. Fréttablaðið sagði frá því á þriðjudag að Valur Þór Hilmarsson, umhverfisstjóri Dalvíkurbyggðar, hefði gert áætlun til fimm ára um að hefta útbreiðslu lúpínu, kerfils og njóla. Byggðaráð fól Vali að gera þessa áætlun í mars í fyrra. Í frétt Fréttablaðsins sagði ranglega að aðgerðaráætlun umhverfisstjórans hefði verið samþykkt í byggðaráði. Hið rétta er að hún var lögð fram til kynningar. „Gerðar hafa verið tilraunir með að slá og/eða eitrun með gjöreyðingarlyfinu Roundup/Clinic. Reynt hefur verið að slá lúpínu og kerfil til að halda útbreiðslunni í skefjum, sláttur kemur ekki í veg fyrir að plönturnar lifi af en hann takmarkar útbreiðslu þeirra. Af fenginni reynslu verður eitrað fyrir lúpínu, eins verður gert við kerfil og njóla. Á lúpínu og kerfil verður notað Roundup en á njóla verður notað Herbamix eða Harmoni,“ var vitnað til áætlunar umhverfisstjórans í Fréttablaðinu á þriðjudag. Aðspurður segir Bjarni bæjarstjóri sjálfsagt ekki meira um lúpínu í Dalvíkurbyggð en almennt um landið. „Það er heilmikið berjaland í fólkvangnum fyrir ofan bæinn og það bera margir kvíðboga fyrir því að það fari undir lúpínu ef ekkert verður að gert. Byggðaráð var bara að kalla eftir því hver hugsanlegur kostnaður við eyðingu á lúpínu væri. Það var enginn að ímynda sér að það gætu verið einhver eiturefni í spilinu. Og málið er ekki einu sinni komið í faglega umræðu í umhverfisráði þar sem situr gagnrýnið fólk sem myndi vilja að umhverfisstjórinn leitaði sér ráða hjá opinberum stofnunum og öðrum,“ segir Bjarni. Í fyrrnefndri frétt Fréttablaðsins kom fram í samtali við umhverfisstjórann að eitur yrði ekki notað þar sem hætta var á að það mengaði grunnvatn og einnig yrði notast við slátt og sauðfjárbeit til að halda lúpínu í skefjum. Umhverfisstofnun segir illgresiseyðinn Roundup nú til skoðunar innan Evrópusambandsins vegna vísbendinga um að hann kunni að innihalda krabbameinsvaldandi efni.Bjarni Theódór Bjarnason, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar.„Það hafa komið vísbendingar um að þetta geti verið skaðlegt lífríkinu og krabbameinsvaldandi og auðvitað ætlum við ekki taka á ábyrgð á því heldur látum lífríkið njóta vafans í öllu sem við gerum. Að minnsta kosti mun ég ekki standa fyrir því að séu notuð slík efni,“ segir bæjarstjórinn og minnir á að um sé að ræða landbúnaðarhérað og Dalvíkingar hafi byggt upp ímynd í kring um Fiskidaga. „Og fyrir utan að ef þetta er skaðlegt, þá viljum við einfaldlega ekki sjá það.“
Tengdar fréttir Gjöreyðingarlyf enn ekki samþykkt Byggðaráð Dalvíkur hefur ekki samþykkt áætlun umhverfisstjóra sveitarfélagsins þar sem hann gerir meðal annarst ráð fyrir að nota „gjöreyðingarlyfið" Roundup til að vinna á lúpínu, kerfli og njóla. 13. október 2015 22:15 Vegagerðin eitrar áfram með Roundup Ef Vegagerðin á að hætta að nota eiturefnið Roundup til gróðureyðingar þurfa að koma til auknar fjárveitingar frá ríkisvaldinu til viðhalds og tækjakaupa. Hinn kosturinn er að setja umferðaröryggi í annað sætið, segir stofnunin. 15. október 2015 07:00 Gjöreyðingarlyfi beitt gegn lúpínu á Dalvík Áætlun um eyðingu á lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð verður hrint í framkvæmd næsta vor. Beita á „gjöreyðingarlyfinu“ Roundup. Bæjaryfirvöld vilja alla landeigendur í sveitarfélaginu með í verkefnið sem taka á fimm ár. 13. október 2015 07:00 Að græða land eða ekki Að fenginni reynslu á að eitra fyrir lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð, að því er fram kemur í áætlun sem lögð var fram til kynningar á fundi byggðaráðs sveitarfélagsins fyrir helgi. 14. október 2015 09:21 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Gjöreyðingarlyf enn ekki samþykkt Byggðaráð Dalvíkur hefur ekki samþykkt áætlun umhverfisstjóra sveitarfélagsins þar sem hann gerir meðal annarst ráð fyrir að nota „gjöreyðingarlyfið" Roundup til að vinna á lúpínu, kerfli og njóla. 13. október 2015 22:15
Vegagerðin eitrar áfram með Roundup Ef Vegagerðin á að hætta að nota eiturefnið Roundup til gróðureyðingar þurfa að koma til auknar fjárveitingar frá ríkisvaldinu til viðhalds og tækjakaupa. Hinn kosturinn er að setja umferðaröryggi í annað sætið, segir stofnunin. 15. október 2015 07:00
Gjöreyðingarlyfi beitt gegn lúpínu á Dalvík Áætlun um eyðingu á lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð verður hrint í framkvæmd næsta vor. Beita á „gjöreyðingarlyfinu“ Roundup. Bæjaryfirvöld vilja alla landeigendur í sveitarfélaginu með í verkefnið sem taka á fimm ár. 13. október 2015 07:00
Að græða land eða ekki Að fenginni reynslu á að eitra fyrir lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð, að því er fram kemur í áætlun sem lögð var fram til kynningar á fundi byggðaráðs sveitarfélagsins fyrir helgi. 14. október 2015 09:21