Uppgefinn á áratuga snjómokstri í Garðabæ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. desember 2015 07:00 Kristján Jóhannesson segist vera slæmur í bakinu og ekki ráða lengur við að moka burt snjóruðningi sem lokar hús hans á Móaflöt af frá götunni. Fréttablaðið/Stefán „Þetta hefur verið alveg hreint ömurlegt. Ég hef í gegnum árin þurft að moka okkur hjónin út en nú get ég það bara ekki lengur enda orðinn 84 ára gamall og slæmur í bakinu,“ segir Kristján Jóhannesson sem býr við Móaflöt í Garðabæ. Á dögunum sendi Kristján erindi til bæjarstjórans í Garðabæ og gerði athugasemdir við að snjóruðningi af götu hans væri ýtt fyrir innkeyrslur með þeim afleiðingum að oft er erfitt fyrir íbúa að komast frá húsum sínum, sérstaklega eldri borgara. „Við krefjumst þess að verklagi verði breytt og að framvegis verði hreinsað frá okkar innkeyrslu og allra annarra við götuna. Sýnið okkur það að þið hafið ekkert á móti því að eldri borgarar búi eins lengi heima hjá sér og hægt er. Ef ekki verður á þessu breyting verðum við að óska eftir heimilishjálp til að moka burt ruðninginn ykkar,“ segir í bréfi Kristjáns til bæjarstjórans. Að sögn Kristjáns hefur hann búið við þessar aðstæður í um þrjátíu ár. „Það er alveg skammarlegt að þegar bærinn mokar götuna þá þurfi allir íbúar sem eru með innkeyrslu sunnan megin í götunni að moka sig út,“ segir Kristján og bætir við að á dögunum hafi hann lent í því að sitja fastur í skafli við heimili sitt eftir snjóruðning. „Sem betur fer fékk ég aðstoð nágranna minna því annars hefði ég bara ekkert komist út. Ég hringdi líka um daginn á bæjarskrifstofuna og bað þá að koma og aðstoða okkur hjónin að moka til þess að við kæmumst út en fékk þá neikvætt var. Mér var sagt að þau gætu ekki lofað neinu og svo komu þau aldrei,“ segir Kristján. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Garðabæjar á dögunum og kom þar fram að ráðið tæki undir sjónarmið Kristjáns og fól ráðið bæjarstjóra að svara bréfinu. „Við hjónin höfum reyndar ekkert heyrt frá þeim en okkur þykja það verulega góðar fréttir að þau séu sammála okkur.“ Veður Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
„Þetta hefur verið alveg hreint ömurlegt. Ég hef í gegnum árin þurft að moka okkur hjónin út en nú get ég það bara ekki lengur enda orðinn 84 ára gamall og slæmur í bakinu,“ segir Kristján Jóhannesson sem býr við Móaflöt í Garðabæ. Á dögunum sendi Kristján erindi til bæjarstjórans í Garðabæ og gerði athugasemdir við að snjóruðningi af götu hans væri ýtt fyrir innkeyrslur með þeim afleiðingum að oft er erfitt fyrir íbúa að komast frá húsum sínum, sérstaklega eldri borgara. „Við krefjumst þess að verklagi verði breytt og að framvegis verði hreinsað frá okkar innkeyrslu og allra annarra við götuna. Sýnið okkur það að þið hafið ekkert á móti því að eldri borgarar búi eins lengi heima hjá sér og hægt er. Ef ekki verður á þessu breyting verðum við að óska eftir heimilishjálp til að moka burt ruðninginn ykkar,“ segir í bréfi Kristjáns til bæjarstjórans. Að sögn Kristjáns hefur hann búið við þessar aðstæður í um þrjátíu ár. „Það er alveg skammarlegt að þegar bærinn mokar götuna þá þurfi allir íbúar sem eru með innkeyrslu sunnan megin í götunni að moka sig út,“ segir Kristján og bætir við að á dögunum hafi hann lent í því að sitja fastur í skafli við heimili sitt eftir snjóruðning. „Sem betur fer fékk ég aðstoð nágranna minna því annars hefði ég bara ekkert komist út. Ég hringdi líka um daginn á bæjarskrifstofuna og bað þá að koma og aðstoða okkur hjónin að moka til þess að við kæmumst út en fékk þá neikvætt var. Mér var sagt að þau gætu ekki lofað neinu og svo komu þau aldrei,“ segir Kristján. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Garðabæjar á dögunum og kom þar fram að ráðið tæki undir sjónarmið Kristjáns og fól ráðið bæjarstjóra að svara bréfinu. „Við hjónin höfum reyndar ekkert heyrt frá þeim en okkur þykja það verulega góðar fréttir að þau séu sammála okkur.“
Veður Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira