Lesbíum mismunað hjá Þjóðskrá Snærós Sindradóttir skrifar 1. september 2015 07:00 Myndin er frá Gleðigöngu Hinsegindaga árið 2013 VÍSIR/Stefán Lesbískar mæður eiga að skila inn vottorði til Þjóðskrár og Hagstofunnar þess efnis að móðirin, sem ekki gekk með barnið, hafi verið fylgjandi tæknifrjóvgun. Þess er ekki krafist af gagnkynhneigðum foreldrum, þó gjafasæði hafi verið notað. Án vottunarinnar er móðirin ekki skráð sem slík og á ekki rétt á fæðingarorlofsgreiðslum. „Ég tel þessa reglu vera mismunun og þetta eigi ekki að viðgangast,“ segir Katrín Oddsdóttir lögmaðurKatrín Oddsdóttir lögfræðingur„Það er tilgreind í barnalögunum svokölluð pater est regla, sem segir að ef þú ert skráður karl í hjónabandi [eða sambúð] með konu þá ertu skráður pabbi barnsins,“ segir Katrín. Katrín var ekki skráð sem móðir barns síns við fæðingu þess þrátt fyrir að vera gift eiginkonu sinni. Það gekk fyrst í gegn eftir að þær skiluðu inn yfirlýsingu um að þær hefðu báðar verið hlynntar tæknifrjóvguninni. Samt má ekki fara í tæknifrjóvgun án þess að hafa leyfi frá maka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er mikill uggur yfir þessu hjá mæðrum í samböndum í dag. Katrín segir regluna fráleita. Hún segir foreldra í þessari stöðu hljóta að íhuga réttarstöðu sína og reyna að knýja fram breytingar. Í samtali við Guðmund Arason, lækni hjá Art Medica sem sér um tæknifrjóvganir, kemur fram að fyrirtækið geri ekki greinarmun á gagnkynhneigðum eða samkynhneigðum. Ekki náðist í Margréti Hauksdóttur, forstjóra Þjóðskrár, við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Lesbískar mæður eiga að skila inn vottorði til Þjóðskrár og Hagstofunnar þess efnis að móðirin, sem ekki gekk með barnið, hafi verið fylgjandi tæknifrjóvgun. Þess er ekki krafist af gagnkynhneigðum foreldrum, þó gjafasæði hafi verið notað. Án vottunarinnar er móðirin ekki skráð sem slík og á ekki rétt á fæðingarorlofsgreiðslum. „Ég tel þessa reglu vera mismunun og þetta eigi ekki að viðgangast,“ segir Katrín Oddsdóttir lögmaðurKatrín Oddsdóttir lögfræðingur„Það er tilgreind í barnalögunum svokölluð pater est regla, sem segir að ef þú ert skráður karl í hjónabandi [eða sambúð] með konu þá ertu skráður pabbi barnsins,“ segir Katrín. Katrín var ekki skráð sem móðir barns síns við fæðingu þess þrátt fyrir að vera gift eiginkonu sinni. Það gekk fyrst í gegn eftir að þær skiluðu inn yfirlýsingu um að þær hefðu báðar verið hlynntar tæknifrjóvguninni. Samt má ekki fara í tæknifrjóvgun án þess að hafa leyfi frá maka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er mikill uggur yfir þessu hjá mæðrum í samböndum í dag. Katrín segir regluna fráleita. Hún segir foreldra í þessari stöðu hljóta að íhuga réttarstöðu sína og reyna að knýja fram breytingar. Í samtali við Guðmund Arason, lækni hjá Art Medica sem sér um tæknifrjóvganir, kemur fram að fyrirtækið geri ekki greinarmun á gagnkynhneigðum eða samkynhneigðum. Ekki náðist í Margréti Hauksdóttur, forstjóra Þjóðskrár, við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira