Ný náttúruverndarlög rústa þúsund ára sáttmála Jakob Bjarnar skrifar 20. nóvember 2015 09:10 Jónasi er ekki skemmt. Óbyggðirnar kalla en þangað komast ferðamenn ekki nema þá á þyrlu. visir/gva „Nýju náttúruverndarlögin, sem alþingi samþykkti einróma, brjóta þúsund ára hefð um réttarstöðu landeigenda og ferðamanna. Allt frá Jónsbók fornaldar til þessa dags giltu ýtarlegar reglur, sem byggðust á lausn fyrri þrætumála. Um reglurnar var friður í þúsund ár. Nú er vald yfir ferðum fólks fært til landeiganda og ráðherra,“ skrifar Jónas Kristjánsson ritstjóri á bloggsíðu sína jonas.is. Jónas má heita sérfróður í þessum efnum, hann hefur fjallað ítarlega um þessi mál í ræðu og riti árum og áratugum saman. Má í því sambandi nefna margverðlaunaðan doðrantinn Þúsund og ein þjóðleið sem kom út árið 2011 sem fjallar um ýmsar götur fornar og nýjar sem liggja um landið. Þetta er honum hjartans mál. Jónas er hestamaður og hefur sem slíkur farið um landið þvert og endilangt. Hann segir að hvorki hafi verið ráðgast við sig né nokkurn þann sem þekkir málið. Reglurnar sem Jónas vísar til eru eftirfarandi: „Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. laganna: 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Á eignarlandi í byggð er eiganda eða rétthafa þó heimilt að takmarka eða banna með merkingum við hlið og göngustiga umferð manna og dvöl á afgirtu óræktuðu landi.“ 8. gr. „Eftirfarandi breytingar verða á 20. gr. laganna: 5. mgr. orðast svo: Ráðherra getur í reglugerð sett nánari ákvæði um umferð ríðandi manna og rekstur hrossa.“ Er einsýnt að þarna er ferðafrelsi takmarkað. Afréttir og óbyggðir eru umlukt landi í byggð og vonlaust að komast þangað nema þá með þyrlu, nema þá að fengnu sérstöku leyfi landeigenda og eða ráðamanna. Með þessu er lagður steinn í götu allra ferðamanna, veiðimenn allir munu eiga óhægt um vik sem og hestamenn. Jónas gerir málið að umtalsefni á Facebooksíðu sinni þar sem hann rekur ýmis dæmi um leiðir sem hljóta að lokast þá er lögin taka gildi. Ljóst að honum þykir þarna sérlega illa að verki staðið: „Að svikunum standa allir þingflokkar, þar á meðal Vinstri grænir og Píratar. Svandís Svavarsdóttir laug blákalt í Kastljósi, að breytingarnar væru alls engar breytingar. Þingmenn pírata hafa sér til afsökunar að fara lítið úr borginni og vita lítið um víðernin. En þeir hafa ekki enn beðizt afsökunar.“ Alþingi Tengdar fréttir Þrjár vikur í Alþingi: Í startholunum með stóru málin Síðari hálfleikur kjörtímabilsins er hafinn og þingflokkar búa sig nú undir þingsetningu. Fjöldi mála náði ekki í gegn á síðasta þingi. Ljóst er að enginn hörgull verður á ágreiningsefnum í vetur. Stutt er í hasarinn. 21. ágúst 2015 10:15 Gildistöku náttúruverndarlaga frestað: „Sögulegur viðburður“ „Ég held að við höfum náð að koma ró á umræðu sem hefur einkennst af bardögum úr skotgröfum,“ segir Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar. 19. febrúar 2014 15:51 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
„Nýju náttúruverndarlögin, sem alþingi samþykkti einróma, brjóta þúsund ára hefð um réttarstöðu landeigenda og ferðamanna. Allt frá Jónsbók fornaldar til þessa dags giltu ýtarlegar reglur, sem byggðust á lausn fyrri þrætumála. Um reglurnar var friður í þúsund ár. Nú er vald yfir ferðum fólks fært til landeiganda og ráðherra,“ skrifar Jónas Kristjánsson ritstjóri á bloggsíðu sína jonas.is. Jónas má heita sérfróður í þessum efnum, hann hefur fjallað ítarlega um þessi mál í ræðu og riti árum og áratugum saman. Má í því sambandi nefna margverðlaunaðan doðrantinn Þúsund og ein þjóðleið sem kom út árið 2011 sem fjallar um ýmsar götur fornar og nýjar sem liggja um landið. Þetta er honum hjartans mál. Jónas er hestamaður og hefur sem slíkur farið um landið þvert og endilangt. Hann segir að hvorki hafi verið ráðgast við sig né nokkurn þann sem þekkir málið. Reglurnar sem Jónas vísar til eru eftirfarandi: „Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. laganna: 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Á eignarlandi í byggð er eiganda eða rétthafa þó heimilt að takmarka eða banna með merkingum við hlið og göngustiga umferð manna og dvöl á afgirtu óræktuðu landi.“ 8. gr. „Eftirfarandi breytingar verða á 20. gr. laganna: 5. mgr. orðast svo: Ráðherra getur í reglugerð sett nánari ákvæði um umferð ríðandi manna og rekstur hrossa.“ Er einsýnt að þarna er ferðafrelsi takmarkað. Afréttir og óbyggðir eru umlukt landi í byggð og vonlaust að komast þangað nema þá með þyrlu, nema þá að fengnu sérstöku leyfi landeigenda og eða ráðamanna. Með þessu er lagður steinn í götu allra ferðamanna, veiðimenn allir munu eiga óhægt um vik sem og hestamenn. Jónas gerir málið að umtalsefni á Facebooksíðu sinni þar sem hann rekur ýmis dæmi um leiðir sem hljóta að lokast þá er lögin taka gildi. Ljóst að honum þykir þarna sérlega illa að verki staðið: „Að svikunum standa allir þingflokkar, þar á meðal Vinstri grænir og Píratar. Svandís Svavarsdóttir laug blákalt í Kastljósi, að breytingarnar væru alls engar breytingar. Þingmenn pírata hafa sér til afsökunar að fara lítið úr borginni og vita lítið um víðernin. En þeir hafa ekki enn beðizt afsökunar.“
Alþingi Tengdar fréttir Þrjár vikur í Alþingi: Í startholunum með stóru málin Síðari hálfleikur kjörtímabilsins er hafinn og þingflokkar búa sig nú undir þingsetningu. Fjöldi mála náði ekki í gegn á síðasta þingi. Ljóst er að enginn hörgull verður á ágreiningsefnum í vetur. Stutt er í hasarinn. 21. ágúst 2015 10:15 Gildistöku náttúruverndarlaga frestað: „Sögulegur viðburður“ „Ég held að við höfum náð að koma ró á umræðu sem hefur einkennst af bardögum úr skotgröfum,“ segir Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar. 19. febrúar 2014 15:51 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Þrjár vikur í Alþingi: Í startholunum með stóru málin Síðari hálfleikur kjörtímabilsins er hafinn og þingflokkar búa sig nú undir þingsetningu. Fjöldi mála náði ekki í gegn á síðasta þingi. Ljóst er að enginn hörgull verður á ágreiningsefnum í vetur. Stutt er í hasarinn. 21. ágúst 2015 10:15
Gildistöku náttúruverndarlaga frestað: „Sögulegur viðburður“ „Ég held að við höfum náð að koma ró á umræðu sem hefur einkennst af bardögum úr skotgröfum,“ segir Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar. 19. febrúar 2014 15:51