Dýralæknir um mál selkópsins í Laugardal: „Fólk að rugla saman húsdýrum og villtum dýrum“ Atli Ísleifsson skrifar 8. ágúst 2015 13:30 Líffræðingurinn og dýralæknirinn Sif Traustadóttir Rossi segist sjálf löngu hætt að heimsækja Húsdýragarðinn. Vísir/Andri Marinó/Ernir „Það eru margir sem rugla saman húsdýrum og villtum dýrum og tala eins og það sé sami hluturinn,“ segir líffræðingurinn og dýralæknirinn Sif Traustadóttir Rossi í samtali við Vísi um mál selkópsins sem slapp úr Húsdýragarðinum á dögunum og var síðar slátrað. Undanfarna daga hafa fjölmargir gagnrýnt ákvörðunina að slátra kópnum og nota í refafóður. Selkópurinn slapp aðfaranótt mánudags og fannst síðar á vappi á tjaldstæðinu í Laugardal. Sif segir að í allri þessari umræðu megi hins vegar ekki gleyma því að selir eru ekki húsdýr. Í færslu á Facebook segist Sif vel skilja að fólk sé hneykslað og vilji ekki fara í Húsdýragarðinn. Sjálf hafi hún hætt því fyrir löngu. „Fyrir þá sem borða kjöt er eðlilegt að húsdýrum sé slátrað á haustin og það má alveg reikna með því að mörg dýrin í Húsdýragarðinum hafi það miklu, miklu betra en dýr sem fæðast á sveitabæ. Til dæmis er líf flestra kjúklinga og grísa ömurlegt á þeim búum þar sem þau eru alin, höfð í rosalegum þrengslum, ólykt og gjörsneytt afþreyingu og fá aldrei að sjá dagsljósið nema daginn sem sláturbíllinn kemur til að taka þau. Selir eru hins vegar ekki húsdýr. Selir eru villt dýr og þeim er haldið föngnum í Húsdýragarðinum í laug sem er alltof lítil og uppfyllir á engan hátt þarfir þeirra, hvorki þeirra dýra sem eru þarna allt árið, svo ekki sé talað um að afkvæmin bætist við. Það er engin þörf á því að bæta árlega við selkópum til þess eins að drepa þá og nota í refafóður. Eitt af yfirlýstum markmiðum Húsdýragarðsins er "Í starfssemi Húsdýragarðsins er reynt að vera til fyrirmyndar og í vaxtarbroddi í dýravernd". Þessi aðstaða selanna er að mínu mati í andstöðu við þetta markmið. Þetta er ekki það sem dýragarðar gera venjulega. Dýragarðar snúast ekki bara um það að framleiða krúttlegt ungviði fyrir fólk að glápa á í nokkra mánuði og drepa það svo. Það má hins vegar setja stórt spurningamerki við tilgang og siðferði dýragarða yfir höfuð, þar sem flestir þeirra ná ekki að sjá dýrunum fyrir almennilegri aðstöðu nema að mjög litlu leyti og flest dýrin sem þar eru höfð þjást verulega vegna þess að aðstaðan er svo ólík því sem þau þurfa sem tegund. Þótt eitthvað dýr sé fætt í dýragarði verður það ekki sjálfkrafa að tuskudúkku sem hefur engar þarfir,“ segir í færslu Sifjar. Tengdar fréttir Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13 Selkópurinn sem slapp fer í refafóður Verður lógað vegna plássleysis. 4. ágúst 2015 10:09 Svona flúði kópurinn: Var hann að reyna að bjarga lífi sínu? Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum í nótt nýtti sér gat á milli steina í selalauginni við flóttann mikla. 3. ágúst 2015 23:31 Sex hundruð vilja að lífi kópsins sé þyrmt: Ekki ráðlagt að halda kóp heima hjá sér Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum fer í refafóður. 4. ágúst 2015 16:15 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira
„Það eru margir sem rugla saman húsdýrum og villtum dýrum og tala eins og það sé sami hluturinn,“ segir líffræðingurinn og dýralæknirinn Sif Traustadóttir Rossi í samtali við Vísi um mál selkópsins sem slapp úr Húsdýragarðinum á dögunum og var síðar slátrað. Undanfarna daga hafa fjölmargir gagnrýnt ákvörðunina að slátra kópnum og nota í refafóður. Selkópurinn slapp aðfaranótt mánudags og fannst síðar á vappi á tjaldstæðinu í Laugardal. Sif segir að í allri þessari umræðu megi hins vegar ekki gleyma því að selir eru ekki húsdýr. Í færslu á Facebook segist Sif vel skilja að fólk sé hneykslað og vilji ekki fara í Húsdýragarðinn. Sjálf hafi hún hætt því fyrir löngu. „Fyrir þá sem borða kjöt er eðlilegt að húsdýrum sé slátrað á haustin og það má alveg reikna með því að mörg dýrin í Húsdýragarðinum hafi það miklu, miklu betra en dýr sem fæðast á sveitabæ. Til dæmis er líf flestra kjúklinga og grísa ömurlegt á þeim búum þar sem þau eru alin, höfð í rosalegum þrengslum, ólykt og gjörsneytt afþreyingu og fá aldrei að sjá dagsljósið nema daginn sem sláturbíllinn kemur til að taka þau. Selir eru hins vegar ekki húsdýr. Selir eru villt dýr og þeim er haldið föngnum í Húsdýragarðinum í laug sem er alltof lítil og uppfyllir á engan hátt þarfir þeirra, hvorki þeirra dýra sem eru þarna allt árið, svo ekki sé talað um að afkvæmin bætist við. Það er engin þörf á því að bæta árlega við selkópum til þess eins að drepa þá og nota í refafóður. Eitt af yfirlýstum markmiðum Húsdýragarðsins er "Í starfssemi Húsdýragarðsins er reynt að vera til fyrirmyndar og í vaxtarbroddi í dýravernd". Þessi aðstaða selanna er að mínu mati í andstöðu við þetta markmið. Þetta er ekki það sem dýragarðar gera venjulega. Dýragarðar snúast ekki bara um það að framleiða krúttlegt ungviði fyrir fólk að glápa á í nokkra mánuði og drepa það svo. Það má hins vegar setja stórt spurningamerki við tilgang og siðferði dýragarða yfir höfuð, þar sem flestir þeirra ná ekki að sjá dýrunum fyrir almennilegri aðstöðu nema að mjög litlu leyti og flest dýrin sem þar eru höfð þjást verulega vegna þess að aðstaðan er svo ólík því sem þau þurfa sem tegund. Þótt eitthvað dýr sé fætt í dýragarði verður það ekki sjálfkrafa að tuskudúkku sem hefur engar þarfir,“ segir í færslu Sifjar.
Tengdar fréttir Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13 Selkópurinn sem slapp fer í refafóður Verður lógað vegna plássleysis. 4. ágúst 2015 10:09 Svona flúði kópurinn: Var hann að reyna að bjarga lífi sínu? Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum í nótt nýtti sér gat á milli steina í selalauginni við flóttann mikla. 3. ágúst 2015 23:31 Sex hundruð vilja að lífi kópsins sé þyrmt: Ekki ráðlagt að halda kóp heima hjá sér Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum fer í refafóður. 4. ágúst 2015 16:15 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira
Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13
Svona flúði kópurinn: Var hann að reyna að bjarga lífi sínu? Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum í nótt nýtti sér gat á milli steina í selalauginni við flóttann mikla. 3. ágúst 2015 23:31
Sex hundruð vilja að lífi kópsins sé þyrmt: Ekki ráðlagt að halda kóp heima hjá sér Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum fer í refafóður. 4. ágúst 2015 16:15