Dýralæknir um mál selkópsins í Laugardal: „Fólk að rugla saman húsdýrum og villtum dýrum“ Atli Ísleifsson skrifar 8. ágúst 2015 13:30 Líffræðingurinn og dýralæknirinn Sif Traustadóttir Rossi segist sjálf löngu hætt að heimsækja Húsdýragarðinn. Vísir/Andri Marinó/Ernir „Það eru margir sem rugla saman húsdýrum og villtum dýrum og tala eins og það sé sami hluturinn,“ segir líffræðingurinn og dýralæknirinn Sif Traustadóttir Rossi í samtali við Vísi um mál selkópsins sem slapp úr Húsdýragarðinum á dögunum og var síðar slátrað. Undanfarna daga hafa fjölmargir gagnrýnt ákvörðunina að slátra kópnum og nota í refafóður. Selkópurinn slapp aðfaranótt mánudags og fannst síðar á vappi á tjaldstæðinu í Laugardal. Sif segir að í allri þessari umræðu megi hins vegar ekki gleyma því að selir eru ekki húsdýr. Í færslu á Facebook segist Sif vel skilja að fólk sé hneykslað og vilji ekki fara í Húsdýragarðinn. Sjálf hafi hún hætt því fyrir löngu. „Fyrir þá sem borða kjöt er eðlilegt að húsdýrum sé slátrað á haustin og það má alveg reikna með því að mörg dýrin í Húsdýragarðinum hafi það miklu, miklu betra en dýr sem fæðast á sveitabæ. Til dæmis er líf flestra kjúklinga og grísa ömurlegt á þeim búum þar sem þau eru alin, höfð í rosalegum þrengslum, ólykt og gjörsneytt afþreyingu og fá aldrei að sjá dagsljósið nema daginn sem sláturbíllinn kemur til að taka þau. Selir eru hins vegar ekki húsdýr. Selir eru villt dýr og þeim er haldið föngnum í Húsdýragarðinum í laug sem er alltof lítil og uppfyllir á engan hátt þarfir þeirra, hvorki þeirra dýra sem eru þarna allt árið, svo ekki sé talað um að afkvæmin bætist við. Það er engin þörf á því að bæta árlega við selkópum til þess eins að drepa þá og nota í refafóður. Eitt af yfirlýstum markmiðum Húsdýragarðsins er "Í starfssemi Húsdýragarðsins er reynt að vera til fyrirmyndar og í vaxtarbroddi í dýravernd". Þessi aðstaða selanna er að mínu mati í andstöðu við þetta markmið. Þetta er ekki það sem dýragarðar gera venjulega. Dýragarðar snúast ekki bara um það að framleiða krúttlegt ungviði fyrir fólk að glápa á í nokkra mánuði og drepa það svo. Það má hins vegar setja stórt spurningamerki við tilgang og siðferði dýragarða yfir höfuð, þar sem flestir þeirra ná ekki að sjá dýrunum fyrir almennilegri aðstöðu nema að mjög litlu leyti og flest dýrin sem þar eru höfð þjást verulega vegna þess að aðstaðan er svo ólík því sem þau þurfa sem tegund. Þótt eitthvað dýr sé fætt í dýragarði verður það ekki sjálfkrafa að tuskudúkku sem hefur engar þarfir,“ segir í færslu Sifjar. Tengdar fréttir Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13 Selkópurinn sem slapp fer í refafóður Verður lógað vegna plássleysis. 4. ágúst 2015 10:09 Svona flúði kópurinn: Var hann að reyna að bjarga lífi sínu? Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum í nótt nýtti sér gat á milli steina í selalauginni við flóttann mikla. 3. ágúst 2015 23:31 Sex hundruð vilja að lífi kópsins sé þyrmt: Ekki ráðlagt að halda kóp heima hjá sér Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum fer í refafóður. 4. ágúst 2015 16:15 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
„Það eru margir sem rugla saman húsdýrum og villtum dýrum og tala eins og það sé sami hluturinn,“ segir líffræðingurinn og dýralæknirinn Sif Traustadóttir Rossi í samtali við Vísi um mál selkópsins sem slapp úr Húsdýragarðinum á dögunum og var síðar slátrað. Undanfarna daga hafa fjölmargir gagnrýnt ákvörðunina að slátra kópnum og nota í refafóður. Selkópurinn slapp aðfaranótt mánudags og fannst síðar á vappi á tjaldstæðinu í Laugardal. Sif segir að í allri þessari umræðu megi hins vegar ekki gleyma því að selir eru ekki húsdýr. Í færslu á Facebook segist Sif vel skilja að fólk sé hneykslað og vilji ekki fara í Húsdýragarðinn. Sjálf hafi hún hætt því fyrir löngu. „Fyrir þá sem borða kjöt er eðlilegt að húsdýrum sé slátrað á haustin og það má alveg reikna með því að mörg dýrin í Húsdýragarðinum hafi það miklu, miklu betra en dýr sem fæðast á sveitabæ. Til dæmis er líf flestra kjúklinga og grísa ömurlegt á þeim búum þar sem þau eru alin, höfð í rosalegum þrengslum, ólykt og gjörsneytt afþreyingu og fá aldrei að sjá dagsljósið nema daginn sem sláturbíllinn kemur til að taka þau. Selir eru hins vegar ekki húsdýr. Selir eru villt dýr og þeim er haldið föngnum í Húsdýragarðinum í laug sem er alltof lítil og uppfyllir á engan hátt þarfir þeirra, hvorki þeirra dýra sem eru þarna allt árið, svo ekki sé talað um að afkvæmin bætist við. Það er engin þörf á því að bæta árlega við selkópum til þess eins að drepa þá og nota í refafóður. Eitt af yfirlýstum markmiðum Húsdýragarðsins er "Í starfssemi Húsdýragarðsins er reynt að vera til fyrirmyndar og í vaxtarbroddi í dýravernd". Þessi aðstaða selanna er að mínu mati í andstöðu við þetta markmið. Þetta er ekki það sem dýragarðar gera venjulega. Dýragarðar snúast ekki bara um það að framleiða krúttlegt ungviði fyrir fólk að glápa á í nokkra mánuði og drepa það svo. Það má hins vegar setja stórt spurningamerki við tilgang og siðferði dýragarða yfir höfuð, þar sem flestir þeirra ná ekki að sjá dýrunum fyrir almennilegri aðstöðu nema að mjög litlu leyti og flest dýrin sem þar eru höfð þjást verulega vegna þess að aðstaðan er svo ólík því sem þau þurfa sem tegund. Þótt eitthvað dýr sé fætt í dýragarði verður það ekki sjálfkrafa að tuskudúkku sem hefur engar þarfir,“ segir í færslu Sifjar.
Tengdar fréttir Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13 Selkópurinn sem slapp fer í refafóður Verður lógað vegna plássleysis. 4. ágúst 2015 10:09 Svona flúði kópurinn: Var hann að reyna að bjarga lífi sínu? Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum í nótt nýtti sér gat á milli steina í selalauginni við flóttann mikla. 3. ágúst 2015 23:31 Sex hundruð vilja að lífi kópsins sé þyrmt: Ekki ráðlagt að halda kóp heima hjá sér Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum fer í refafóður. 4. ágúst 2015 16:15 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13
Svona flúði kópurinn: Var hann að reyna að bjarga lífi sínu? Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum í nótt nýtti sér gat á milli steina í selalauginni við flóttann mikla. 3. ágúst 2015 23:31
Sex hundruð vilja að lífi kópsins sé þyrmt: Ekki ráðlagt að halda kóp heima hjá sér Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum fer í refafóður. 4. ágúst 2015 16:15