„Í afneitun um hvað þetta er glatað ástand“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 15. mars 2015 18:00 Lífið á Vísi fór á stúfana og grennslaðist fyrir um hvað fólk hefði fyrir stafni í óveðrinu. Vísir Veðrið hefur ekki beint leikið við landsmenn nú um helgina, en Veðurstofan hefur gefið út aðra stormviðvörun þar sem búist er við meira en 20 metrum á sekúndu sunnanlands síðdegisog víðar um land í nótt og fram á mánudagsmorgun. Lífið á Vísi fór á stúfana og grennslaðist fyrir um hvað fólk hefði fyrir stafni í óveðrinu. Árni VilhjálmssonVÍSIR/ANDRI MARINÓ Í afneitun Árni Vilhjálmsson úr hljómsveitinni FM Belfast sagðist hanga mikið á Twitter.„Ég reyni að tala sem minnst um veðrið og fer í afneitun um hvað þetta er glatað ástand. Auk þess sem ég tékka reglulega á því hvort veðrið sé nokkuð of slæmt fyrir pizzusendla Domino's."Vísir/GVAÞægileg innivinnaValgerður Bjarnadóttir, alþingiskona, segist heppin að hafa innivinnu í svona veðri. „Ég er nú svo heppin að vera í þægilegri innivinnu, svo veðrið hefur ekki mikil áhrif á það,“ segir þingkonan. „Ef veðrið verður mjög slæmt finnst mér nú samt best og öruggast að breiða sængina upp yfir haus."Veðrið er afstættÞórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, lét sig dreyma um sólarstrendur. „Ég bölvaði veðrinu og lét mig dreyma svolítið um Tenerife, viðurkenni ég. Fyrirlestrarnir mínir Ber það sem eftir er - um sexting, hefndarklám og netið voru engu að síður vel sóttir, blessunarlega, og er ég þakklát foreldrum sem létu veðurguðina ekki aftra sér.“ Í gær var jógatíminn minn felldur niður vegna veðurs, svo ég skellti mér í sund í staðinn. Þar var fullt út úr dyrum og glaðlegur starfsmaður tjáði mér að það stafaði af „góða veðrinu.“ Lærdómurinn sem draga má af þessu er hvað veðrið er innilega afstætt á Íslandi."Þórir SæmundssonByggði virki og drakk kakóÞórir Sæmundsson, leikari reyndi fyrir sér á Twitter. „Ég byggði virki úr koddum, sængum og dýnum. Drakk kakó, horfði á Toy Story og hlustaði á fréttir. Svo las ég Twitter, horfði út um gluggann og reyndi að láta mér detta í hug fyndin tíst með kassmerkinu #lægðin. Gekk miðlungs vel."Steinunn til hægri, ásamt Sölku Sól.Kökubakstur og mótmæliSteinunn Jónsdóttir, meðlimur hljómsveitarinnar Amaba Dama fór að mótmæla.„Í gær var ég heima að kubba og baka köku.Í dag fagnaði ég lægðarleysinu og fór í sund með soninn og að mótmæla á Austurvelli." Steinunn var ekki sú eina sem mætti á Austurvöll en talið er að nokkur þúsund manns hafi mótmælt eins og sjá má hér.Saga GarðarsdóttirSaga Garðarsdóttir, leikkona, byrjaði á dagbók.„Ég íhugaði stöðu mína í samfélaginu og byrjaði að skifa dagbók sem ég hætti daginn eftir. Kannski skrifa ég bara í hana þegar vindstigin fara yfir 15. Það er allavega bæði ljóðrænna og léttara heldur en að skrifa á hverjum degi. Svo fór ég í barnaafmæli og rústaði einum sex ára í kókosbollukeppni og fékk í magann. Líður samt eins og sigurvegara." Veður Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira
Veðrið hefur ekki beint leikið við landsmenn nú um helgina, en Veðurstofan hefur gefið út aðra stormviðvörun þar sem búist er við meira en 20 metrum á sekúndu sunnanlands síðdegisog víðar um land í nótt og fram á mánudagsmorgun. Lífið á Vísi fór á stúfana og grennslaðist fyrir um hvað fólk hefði fyrir stafni í óveðrinu. Árni VilhjálmssonVÍSIR/ANDRI MARINÓ Í afneitun Árni Vilhjálmsson úr hljómsveitinni FM Belfast sagðist hanga mikið á Twitter.„Ég reyni að tala sem minnst um veðrið og fer í afneitun um hvað þetta er glatað ástand. Auk þess sem ég tékka reglulega á því hvort veðrið sé nokkuð of slæmt fyrir pizzusendla Domino's."Vísir/GVAÞægileg innivinnaValgerður Bjarnadóttir, alþingiskona, segist heppin að hafa innivinnu í svona veðri. „Ég er nú svo heppin að vera í þægilegri innivinnu, svo veðrið hefur ekki mikil áhrif á það,“ segir þingkonan. „Ef veðrið verður mjög slæmt finnst mér nú samt best og öruggast að breiða sængina upp yfir haus."Veðrið er afstættÞórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, lét sig dreyma um sólarstrendur. „Ég bölvaði veðrinu og lét mig dreyma svolítið um Tenerife, viðurkenni ég. Fyrirlestrarnir mínir Ber það sem eftir er - um sexting, hefndarklám og netið voru engu að síður vel sóttir, blessunarlega, og er ég þakklát foreldrum sem létu veðurguðina ekki aftra sér.“ Í gær var jógatíminn minn felldur niður vegna veðurs, svo ég skellti mér í sund í staðinn. Þar var fullt út úr dyrum og glaðlegur starfsmaður tjáði mér að það stafaði af „góða veðrinu.“ Lærdómurinn sem draga má af þessu er hvað veðrið er innilega afstætt á Íslandi."Þórir SæmundssonByggði virki og drakk kakóÞórir Sæmundsson, leikari reyndi fyrir sér á Twitter. „Ég byggði virki úr koddum, sængum og dýnum. Drakk kakó, horfði á Toy Story og hlustaði á fréttir. Svo las ég Twitter, horfði út um gluggann og reyndi að láta mér detta í hug fyndin tíst með kassmerkinu #lægðin. Gekk miðlungs vel."Steinunn til hægri, ásamt Sölku Sól.Kökubakstur og mótmæliSteinunn Jónsdóttir, meðlimur hljómsveitarinnar Amaba Dama fór að mótmæla.„Í gær var ég heima að kubba og baka köku.Í dag fagnaði ég lægðarleysinu og fór í sund með soninn og að mótmæla á Austurvelli." Steinunn var ekki sú eina sem mætti á Austurvöll en talið er að nokkur þúsund manns hafi mótmælt eins og sjá má hér.Saga GarðarsdóttirSaga Garðarsdóttir, leikkona, byrjaði á dagbók.„Ég íhugaði stöðu mína í samfélaginu og byrjaði að skifa dagbók sem ég hætti daginn eftir. Kannski skrifa ég bara í hana þegar vindstigin fara yfir 15. Það er allavega bæði ljóðrænna og léttara heldur en að skrifa á hverjum degi. Svo fór ég í barnaafmæli og rústaði einum sex ára í kókosbollukeppni og fékk í magann. Líður samt eins og sigurvegara."
Veður Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira