Bakslag í samningaviðræðum veldur formönnum hugarangri Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. október 2015 07:00 Árni Stefán Jónsson, formaður SFR. vísir/anton Verkfall SFR og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) heldur áfram í dag eftir slæmt gengi í sáttaviðræðum í gær. Viðræður í gær stóðu yfir langt fram á kvöld. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir ekki hafa gengið jafn vel og væntingar voru til eftir sunnudaginn. „Við áttum von á aðeins betri svörum við því sem við lögðum fram í gær [sunnudag] en þeim sem við fengum í dag [mánudag]. Það olli okkur hugarangri og við erum að reyna að leysa úr þessu,“ segir Árni um kjaraviðræður SFR, SLFÍ og Landssambands lögreglumanna við ríkið. Alvarleg staða myndaðist vegna verkfalla á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í gær þar sem erfiðlega gekk að koma sjúklingum af bráðamóttöku yfir á aðrar deildir. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í fréttum Stöðvar tvö að ástandið væri grafalvarlegt. Vísir greindi í gær frá verkfallsbrotum kennara við Háskóla Íslands sem og verkfallsbrotum í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Sólveig Jónasdóttir, upplýsingafulltrúi SFR, greindi frá því að kennarar við Háskólann hefðu fært kennslu í opnar stofur en flestar stofur voru læstar í gær vegna verkfalls SFR og verða það enn í dag. „Við lítum á þetta sem verkfallsbrot og það hefur ekki verið leyst úr því enn, allavega ekki í FB. Verkfallsverðir fara aftur á staðinn á morgun,“ segir Árni. „Við höfum reynt að höfða til kennara, sem hafa verið að teygja sig lengra en okkur finnst ásættanlegt, um að sýna okkur þá virðingu að gerast ekki brotleg. Minnug þess að við höfum staðið með kennurum þegar þeir hafa verið í verkfalli.“ Árni segir þær hækkanir sem félagsmenn fari fram á byggjast á þeim hækkunum sem aðrir hafa fengið. „Við sættum okkur ekki við annað og minna en aðrir ríkisstarfsmenn sem hafa verið að rétta sinn hlut.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Líkur á að verkföll haldi áfram eftir helgi Búist er við að fulltrúar ríkis ræði við fulltrúa SFR, SLFÍ og LL um helgina. Formaður SFR segir langar viðræður fram undan og óvíst um málalyktir. 17. október 2015 07:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Verkfall SFR og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) heldur áfram í dag eftir slæmt gengi í sáttaviðræðum í gær. Viðræður í gær stóðu yfir langt fram á kvöld. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir ekki hafa gengið jafn vel og væntingar voru til eftir sunnudaginn. „Við áttum von á aðeins betri svörum við því sem við lögðum fram í gær [sunnudag] en þeim sem við fengum í dag [mánudag]. Það olli okkur hugarangri og við erum að reyna að leysa úr þessu,“ segir Árni um kjaraviðræður SFR, SLFÍ og Landssambands lögreglumanna við ríkið. Alvarleg staða myndaðist vegna verkfalla á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í gær þar sem erfiðlega gekk að koma sjúklingum af bráðamóttöku yfir á aðrar deildir. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í fréttum Stöðvar tvö að ástandið væri grafalvarlegt. Vísir greindi í gær frá verkfallsbrotum kennara við Háskóla Íslands sem og verkfallsbrotum í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Sólveig Jónasdóttir, upplýsingafulltrúi SFR, greindi frá því að kennarar við Háskólann hefðu fært kennslu í opnar stofur en flestar stofur voru læstar í gær vegna verkfalls SFR og verða það enn í dag. „Við lítum á þetta sem verkfallsbrot og það hefur ekki verið leyst úr því enn, allavega ekki í FB. Verkfallsverðir fara aftur á staðinn á morgun,“ segir Árni. „Við höfum reynt að höfða til kennara, sem hafa verið að teygja sig lengra en okkur finnst ásættanlegt, um að sýna okkur þá virðingu að gerast ekki brotleg. Minnug þess að við höfum staðið með kennurum þegar þeir hafa verið í verkfalli.“ Árni segir þær hækkanir sem félagsmenn fari fram á byggjast á þeim hækkunum sem aðrir hafa fengið. „Við sættum okkur ekki við annað og minna en aðrir ríkisstarfsmenn sem hafa verið að rétta sinn hlut.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Líkur á að verkföll haldi áfram eftir helgi Búist er við að fulltrúar ríkis ræði við fulltrúa SFR, SLFÍ og LL um helgina. Formaður SFR segir langar viðræður fram undan og óvíst um málalyktir. 17. október 2015 07:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Líkur á að verkföll haldi áfram eftir helgi Búist er við að fulltrúar ríkis ræði við fulltrúa SFR, SLFÍ og LL um helgina. Formaður SFR segir langar viðræður fram undan og óvíst um málalyktir. 17. október 2015 07:00