Enski boltinn

Stórtöp hjá Bolton og Rotherham

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Einar fékk að líta gula spjaldið í dag.
Aron Einar fékk að líta gula spjaldið í dag. vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn þegar Cardiff gerði markalaust jafntefli við Huddersfield á útivelli í ensku B-deildinni í fótbolta í dag.

Kári Árnason lék allan tímann í miðri vörn Rotherham þegar liðið beið afhroð gegn Wolves á útivelli. Lokatölur 5-0, Úlfunum í vil.

Eiður Smári Guðjohnsen kom ekkert við sögu þegar Bolton tapaði 4-1 fyrir Nottingham Forest á City Ground.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×