Enski boltinn

Neðanbeltishögg hjá Barton | Níunda rauða spjaldið á ferlinum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Joey Barton var rekinn út af í níunda skiptið á ferlinum þegar Hull vann 2-1 sigur á QPR í fallslag í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Barton, sem er þekktur vandræðagemsi, hafði fengið gult spjald í sjö leikjum í röð fyrir leikinn gegn Hull en liturinn á spjaldinu var annar í dag.

Barton fékk að líta rauða spjaldið á 32. mínútu fyrir að stjaka við Alex Bruce, en staðan á þeim tímapunkti var 1-0, Hull í vil.

Barton fylgdi því svo eftir með því að slá Tom Huddlestone í punginn. Atburðarrásina má sjá í myndskeiðinu hér að ofan, en hún hefst eftir um 40 sekúndur.

Ljóst er eftirmálar verða af atvikinu en Barton gæti verið á leið í langt bann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×