Fatlaðar konur mótmæla því að verða notaðar sem skálkaskjól í ákvarðanatöku um flóttafólk sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. september 2015 08:53 "Stjórnvöld, sérstaklega talsmenn þessa sjónarhorns, hafa ekki lagt sig sérstaklega fram við að fjárfesta í lífi okkar hingað til og finnst lítið til mannréttinda okkar koma. Því er óskiljanlegt hvers vegna þeim er annt um okkur allt í einu núna.“ vísir/epa Fatlaðar konur í Tabú og stýrihópi Kvennahreyfingar ÖBÍ segjast andsnúnar málflutningi einstakra stjórnmálamanna þess efnis að ekki eigi að taka á móti flóttafólki sökum þess að á Íslandi búi þjóðfélagshópar við mannréttindabrot og að þeirra þörfum þurfi að mæta áður en öðrum hópi sé mætt. Rétt sé að fatlað fólk búi ekki við sömu tækifæri og ófatlaðir, en að ekki sé hægt að bera saman þeirra stöðu við stöðu flóttafólks.Fullkomlegt skilningsleysi „Við erum ekki að finnast dánar í flutningabílum né að drukkna í Miðjarðarhafinu. Að líkja lífi okkar saman er í besta falli fullkomlegt skilningsleysi á lífi okkar og flóttafólks,“ segir í yfirlýsingu frá konunum. Þær segja óskiljanlegt að stjórnmálamenn minnist nú á stöðu fatlaðra í íslensku samfélagi og réttindi þeirra. „Stjórnvöld, sérstaklega talsmenn þessa sjónarhorns, hafa ekki lagt sig sérstaklega fram við að fjárfesta í lífi okkar hingað til og finnst lítið til mannréttinda okkar koma. Því er óskiljanlegt hvers vegna þeim er annt um okkur allt í einu núna. Það þarf heldur ekki mikið hugmyndaflug í fjármálum til þess að sjá að það er auðveldlega hægt að reka samfélög án þess að brjóta á mannréttindum nokkurs hóps.“Skora á stjórnvöld að taka á móti flóttafólkiÞær segjast leggja þunga áherslu á að mannréttindabrot gagnvart þeim verði ekki notuð sem afsökun eða ástæða fyrir því að taka svo mikilvægar ákvarðanir. Þær kæri sig ekki um að vera notaðar sem skálkaskjól og skora á stjórnvöld að taka á móti flóttafólki strax. Yfirlýsingu kvennanna má lesa í heild hér fyrir neðan.Við erum ánægðar með þau viðbrögð sem óbærileg staða fólks á flótta frá Sýrlandi og öðrum átakasvæðum hefur fengið hér á landi. Einnig fögnum við þeim jákvæðu skilaboðum, sem svo margar manneskjur hafa sameinast um og látið í ljós, um að það eigi að vera sjálfsagt að bjóða fram krafta okkar til þess að búa flóttafólki öruggara skjól.Við getum hins vegar ekki litið fram hjá þeim röddum, einkum röddum stjórnmálafólks, sem segja að ekki eigi að taka á móti flóttafólki vegna þess að á Íslandi búi þjóðfélagshópar við mannréttindabrot og þeirra þörfum þurfi að mæta áður en öðrum hópum er mætt. Það er vissulega hversdagslegur veruleiki okkar sem fatlaðra kvenna að brotið er á rétti okkar og að við búum ekki við sömu tækifæri og ófatlað fólk.Við lýsum okkur þó algjörlega andsnúnar þessum málflutningi. Stjórnvöld, sérstaklega talsmenn þessa sjónarhorns, hafa ekki lagt sig sérstaklega fram við að fjárfesta í lífi okkar hingað til og finnst lítið til mannréttinda okkar koma. Því er óskiljanlegt hvers vegna þeim er annt um okkur allt í einu núna. Það þarf heldur ekki mikið hugmyndaflug í fjármálum til þess að sjá að það er auðveldlega hægt að reka samfélög án þess að brjóta á mannréttindum nokkurs hóps.Þar að auki er staða okkar ekki þess eðlis að hægt sé að bera hana saman við stöðu flóttafólks. Við erum ekki að finnast dánar í flutningabílum né að drukkna í Miðjarðarhafinu. Að líkja lífi okkar saman er í besta falli fullkomlegt skilningsleysi á lífi okkar og flóttafólks.Að lokum leggjum við þunga áherslu á að mannréttindabrot gagnvart okkur, sem vissulega eru gróf á Íslandi, séu ekki notuð sem afsökun eða ástæða fyrir því að taka meðvitaða ákvörðun um að brjóta á öðrum hópum með aðgerðarleysi. Við kærum okkur ekki um að vera notaðar sem skálkaskjól fyrir huglaust stjórnmálafólk.Við skorum á stjórnvöld að taka á móti flóttafólki strax og að það verði gert með tilliti til reynsluheims flóttafólks og af virðingu við sögu þess. Jafnframt að lögð verði sérstök áhersla á að aðstoða jaðarsettari hópa flóttafólks, t.d. fatlað fólk, einkum konur og börn, þar sem það er í enn viðkvæmari stöðu hvað varðar ofbeldi og dauðsföll í stríðsátökum og á flótta.Kærleiks- og baráttukveðja,Ágústa Eir GuðnýjardóttirArndís Hrund GuðmarsdóttirArndís Lóa MagnúsdóttirEmbla Guðrúnar ÁgústsdóttirFreyja HaraldsdóttirGuðbjörg Kristín EiríksdóttirIva Marín AdrichemMargrét Ýr EinarsdóttirPála Kristín BergsveinsdóttirSalóme Mist KristjánsdóttirSigríður JónsdóttirSoffía MelsteðRán BirgisdóttirÞorbera Fjölnisdóttir Flóttamenn Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Fatlaðar konur í Tabú og stýrihópi Kvennahreyfingar ÖBÍ segjast andsnúnar málflutningi einstakra stjórnmálamanna þess efnis að ekki eigi að taka á móti flóttafólki sökum þess að á Íslandi búi þjóðfélagshópar við mannréttindabrot og að þeirra þörfum þurfi að mæta áður en öðrum hópi sé mætt. Rétt sé að fatlað fólk búi ekki við sömu tækifæri og ófatlaðir, en að ekki sé hægt að bera saman þeirra stöðu við stöðu flóttafólks.Fullkomlegt skilningsleysi „Við erum ekki að finnast dánar í flutningabílum né að drukkna í Miðjarðarhafinu. Að líkja lífi okkar saman er í besta falli fullkomlegt skilningsleysi á lífi okkar og flóttafólks,“ segir í yfirlýsingu frá konunum. Þær segja óskiljanlegt að stjórnmálamenn minnist nú á stöðu fatlaðra í íslensku samfélagi og réttindi þeirra. „Stjórnvöld, sérstaklega talsmenn þessa sjónarhorns, hafa ekki lagt sig sérstaklega fram við að fjárfesta í lífi okkar hingað til og finnst lítið til mannréttinda okkar koma. Því er óskiljanlegt hvers vegna þeim er annt um okkur allt í einu núna. Það þarf heldur ekki mikið hugmyndaflug í fjármálum til þess að sjá að það er auðveldlega hægt að reka samfélög án þess að brjóta á mannréttindum nokkurs hóps.“Skora á stjórnvöld að taka á móti flóttafólkiÞær segjast leggja þunga áherslu á að mannréttindabrot gagnvart þeim verði ekki notuð sem afsökun eða ástæða fyrir því að taka svo mikilvægar ákvarðanir. Þær kæri sig ekki um að vera notaðar sem skálkaskjól og skora á stjórnvöld að taka á móti flóttafólki strax. Yfirlýsingu kvennanna má lesa í heild hér fyrir neðan.Við erum ánægðar með þau viðbrögð sem óbærileg staða fólks á flótta frá Sýrlandi og öðrum átakasvæðum hefur fengið hér á landi. Einnig fögnum við þeim jákvæðu skilaboðum, sem svo margar manneskjur hafa sameinast um og látið í ljós, um að það eigi að vera sjálfsagt að bjóða fram krafta okkar til þess að búa flóttafólki öruggara skjól.Við getum hins vegar ekki litið fram hjá þeim röddum, einkum röddum stjórnmálafólks, sem segja að ekki eigi að taka á móti flóttafólki vegna þess að á Íslandi búi þjóðfélagshópar við mannréttindabrot og þeirra þörfum þurfi að mæta áður en öðrum hópum er mætt. Það er vissulega hversdagslegur veruleiki okkar sem fatlaðra kvenna að brotið er á rétti okkar og að við búum ekki við sömu tækifæri og ófatlað fólk.Við lýsum okkur þó algjörlega andsnúnar þessum málflutningi. Stjórnvöld, sérstaklega talsmenn þessa sjónarhorns, hafa ekki lagt sig sérstaklega fram við að fjárfesta í lífi okkar hingað til og finnst lítið til mannréttinda okkar koma. Því er óskiljanlegt hvers vegna þeim er annt um okkur allt í einu núna. Það þarf heldur ekki mikið hugmyndaflug í fjármálum til þess að sjá að það er auðveldlega hægt að reka samfélög án þess að brjóta á mannréttindum nokkurs hóps.Þar að auki er staða okkar ekki þess eðlis að hægt sé að bera hana saman við stöðu flóttafólks. Við erum ekki að finnast dánar í flutningabílum né að drukkna í Miðjarðarhafinu. Að líkja lífi okkar saman er í besta falli fullkomlegt skilningsleysi á lífi okkar og flóttafólks.Að lokum leggjum við þunga áherslu á að mannréttindabrot gagnvart okkur, sem vissulega eru gróf á Íslandi, séu ekki notuð sem afsökun eða ástæða fyrir því að taka meðvitaða ákvörðun um að brjóta á öðrum hópum með aðgerðarleysi. Við kærum okkur ekki um að vera notaðar sem skálkaskjól fyrir huglaust stjórnmálafólk.Við skorum á stjórnvöld að taka á móti flóttafólki strax og að það verði gert með tilliti til reynsluheims flóttafólks og af virðingu við sögu þess. Jafnframt að lögð verði sérstök áhersla á að aðstoða jaðarsettari hópa flóttafólks, t.d. fatlað fólk, einkum konur og börn, þar sem það er í enn viðkvæmari stöðu hvað varðar ofbeldi og dauðsföll í stríðsátökum og á flótta.Kærleiks- og baráttukveðja,Ágústa Eir GuðnýjardóttirArndís Hrund GuðmarsdóttirArndís Lóa MagnúsdóttirEmbla Guðrúnar ÁgústsdóttirFreyja HaraldsdóttirGuðbjörg Kristín EiríksdóttirIva Marín AdrichemMargrét Ýr EinarsdóttirPála Kristín BergsveinsdóttirSalóme Mist KristjánsdóttirSigríður JónsdóttirSoffía MelsteðRán BirgisdóttirÞorbera Fjölnisdóttir
Flóttamenn Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira