Fatlaðar konur mótmæla því að verða notaðar sem skálkaskjól í ákvarðanatöku um flóttafólk sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. september 2015 08:53 "Stjórnvöld, sérstaklega talsmenn þessa sjónarhorns, hafa ekki lagt sig sérstaklega fram við að fjárfesta í lífi okkar hingað til og finnst lítið til mannréttinda okkar koma. Því er óskiljanlegt hvers vegna þeim er annt um okkur allt í einu núna.“ vísir/epa Fatlaðar konur í Tabú og stýrihópi Kvennahreyfingar ÖBÍ segjast andsnúnar málflutningi einstakra stjórnmálamanna þess efnis að ekki eigi að taka á móti flóttafólki sökum þess að á Íslandi búi þjóðfélagshópar við mannréttindabrot og að þeirra þörfum þurfi að mæta áður en öðrum hópi sé mætt. Rétt sé að fatlað fólk búi ekki við sömu tækifæri og ófatlaðir, en að ekki sé hægt að bera saman þeirra stöðu við stöðu flóttafólks.Fullkomlegt skilningsleysi „Við erum ekki að finnast dánar í flutningabílum né að drukkna í Miðjarðarhafinu. Að líkja lífi okkar saman er í besta falli fullkomlegt skilningsleysi á lífi okkar og flóttafólks,“ segir í yfirlýsingu frá konunum. Þær segja óskiljanlegt að stjórnmálamenn minnist nú á stöðu fatlaðra í íslensku samfélagi og réttindi þeirra. „Stjórnvöld, sérstaklega talsmenn þessa sjónarhorns, hafa ekki lagt sig sérstaklega fram við að fjárfesta í lífi okkar hingað til og finnst lítið til mannréttinda okkar koma. Því er óskiljanlegt hvers vegna þeim er annt um okkur allt í einu núna. Það þarf heldur ekki mikið hugmyndaflug í fjármálum til þess að sjá að það er auðveldlega hægt að reka samfélög án þess að brjóta á mannréttindum nokkurs hóps.“Skora á stjórnvöld að taka á móti flóttafólkiÞær segjast leggja þunga áherslu á að mannréttindabrot gagnvart þeim verði ekki notuð sem afsökun eða ástæða fyrir því að taka svo mikilvægar ákvarðanir. Þær kæri sig ekki um að vera notaðar sem skálkaskjól og skora á stjórnvöld að taka á móti flóttafólki strax. Yfirlýsingu kvennanna má lesa í heild hér fyrir neðan.Við erum ánægðar með þau viðbrögð sem óbærileg staða fólks á flótta frá Sýrlandi og öðrum átakasvæðum hefur fengið hér á landi. Einnig fögnum við þeim jákvæðu skilaboðum, sem svo margar manneskjur hafa sameinast um og látið í ljós, um að það eigi að vera sjálfsagt að bjóða fram krafta okkar til þess að búa flóttafólki öruggara skjól.Við getum hins vegar ekki litið fram hjá þeim röddum, einkum röddum stjórnmálafólks, sem segja að ekki eigi að taka á móti flóttafólki vegna þess að á Íslandi búi þjóðfélagshópar við mannréttindabrot og þeirra þörfum þurfi að mæta áður en öðrum hópum er mætt. Það er vissulega hversdagslegur veruleiki okkar sem fatlaðra kvenna að brotið er á rétti okkar og að við búum ekki við sömu tækifæri og ófatlað fólk.Við lýsum okkur þó algjörlega andsnúnar þessum málflutningi. Stjórnvöld, sérstaklega talsmenn þessa sjónarhorns, hafa ekki lagt sig sérstaklega fram við að fjárfesta í lífi okkar hingað til og finnst lítið til mannréttinda okkar koma. Því er óskiljanlegt hvers vegna þeim er annt um okkur allt í einu núna. Það þarf heldur ekki mikið hugmyndaflug í fjármálum til þess að sjá að það er auðveldlega hægt að reka samfélög án þess að brjóta á mannréttindum nokkurs hóps.Þar að auki er staða okkar ekki þess eðlis að hægt sé að bera hana saman við stöðu flóttafólks. Við erum ekki að finnast dánar í flutningabílum né að drukkna í Miðjarðarhafinu. Að líkja lífi okkar saman er í besta falli fullkomlegt skilningsleysi á lífi okkar og flóttafólks.Að lokum leggjum við þunga áherslu á að mannréttindabrot gagnvart okkur, sem vissulega eru gróf á Íslandi, séu ekki notuð sem afsökun eða ástæða fyrir því að taka meðvitaða ákvörðun um að brjóta á öðrum hópum með aðgerðarleysi. Við kærum okkur ekki um að vera notaðar sem skálkaskjól fyrir huglaust stjórnmálafólk.Við skorum á stjórnvöld að taka á móti flóttafólki strax og að það verði gert með tilliti til reynsluheims flóttafólks og af virðingu við sögu þess. Jafnframt að lögð verði sérstök áhersla á að aðstoða jaðarsettari hópa flóttafólks, t.d. fatlað fólk, einkum konur og börn, þar sem það er í enn viðkvæmari stöðu hvað varðar ofbeldi og dauðsföll í stríðsátökum og á flótta.Kærleiks- og baráttukveðja,Ágústa Eir GuðnýjardóttirArndís Hrund GuðmarsdóttirArndís Lóa MagnúsdóttirEmbla Guðrúnar ÁgústsdóttirFreyja HaraldsdóttirGuðbjörg Kristín EiríksdóttirIva Marín AdrichemMargrét Ýr EinarsdóttirPála Kristín BergsveinsdóttirSalóme Mist KristjánsdóttirSigríður JónsdóttirSoffía MelsteðRán BirgisdóttirÞorbera Fjölnisdóttir Flóttamenn Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Fatlaðar konur í Tabú og stýrihópi Kvennahreyfingar ÖBÍ segjast andsnúnar málflutningi einstakra stjórnmálamanna þess efnis að ekki eigi að taka á móti flóttafólki sökum þess að á Íslandi búi þjóðfélagshópar við mannréttindabrot og að þeirra þörfum þurfi að mæta áður en öðrum hópi sé mætt. Rétt sé að fatlað fólk búi ekki við sömu tækifæri og ófatlaðir, en að ekki sé hægt að bera saman þeirra stöðu við stöðu flóttafólks.Fullkomlegt skilningsleysi „Við erum ekki að finnast dánar í flutningabílum né að drukkna í Miðjarðarhafinu. Að líkja lífi okkar saman er í besta falli fullkomlegt skilningsleysi á lífi okkar og flóttafólks,“ segir í yfirlýsingu frá konunum. Þær segja óskiljanlegt að stjórnmálamenn minnist nú á stöðu fatlaðra í íslensku samfélagi og réttindi þeirra. „Stjórnvöld, sérstaklega talsmenn þessa sjónarhorns, hafa ekki lagt sig sérstaklega fram við að fjárfesta í lífi okkar hingað til og finnst lítið til mannréttinda okkar koma. Því er óskiljanlegt hvers vegna þeim er annt um okkur allt í einu núna. Það þarf heldur ekki mikið hugmyndaflug í fjármálum til þess að sjá að það er auðveldlega hægt að reka samfélög án þess að brjóta á mannréttindum nokkurs hóps.“Skora á stjórnvöld að taka á móti flóttafólkiÞær segjast leggja þunga áherslu á að mannréttindabrot gagnvart þeim verði ekki notuð sem afsökun eða ástæða fyrir því að taka svo mikilvægar ákvarðanir. Þær kæri sig ekki um að vera notaðar sem skálkaskjól og skora á stjórnvöld að taka á móti flóttafólki strax. Yfirlýsingu kvennanna má lesa í heild hér fyrir neðan.Við erum ánægðar með þau viðbrögð sem óbærileg staða fólks á flótta frá Sýrlandi og öðrum átakasvæðum hefur fengið hér á landi. Einnig fögnum við þeim jákvæðu skilaboðum, sem svo margar manneskjur hafa sameinast um og látið í ljós, um að það eigi að vera sjálfsagt að bjóða fram krafta okkar til þess að búa flóttafólki öruggara skjól.Við getum hins vegar ekki litið fram hjá þeim röddum, einkum röddum stjórnmálafólks, sem segja að ekki eigi að taka á móti flóttafólki vegna þess að á Íslandi búi þjóðfélagshópar við mannréttindabrot og þeirra þörfum þurfi að mæta áður en öðrum hópum er mætt. Það er vissulega hversdagslegur veruleiki okkar sem fatlaðra kvenna að brotið er á rétti okkar og að við búum ekki við sömu tækifæri og ófatlað fólk.Við lýsum okkur þó algjörlega andsnúnar þessum málflutningi. Stjórnvöld, sérstaklega talsmenn þessa sjónarhorns, hafa ekki lagt sig sérstaklega fram við að fjárfesta í lífi okkar hingað til og finnst lítið til mannréttinda okkar koma. Því er óskiljanlegt hvers vegna þeim er annt um okkur allt í einu núna. Það þarf heldur ekki mikið hugmyndaflug í fjármálum til þess að sjá að það er auðveldlega hægt að reka samfélög án þess að brjóta á mannréttindum nokkurs hóps.Þar að auki er staða okkar ekki þess eðlis að hægt sé að bera hana saman við stöðu flóttafólks. Við erum ekki að finnast dánar í flutningabílum né að drukkna í Miðjarðarhafinu. Að líkja lífi okkar saman er í besta falli fullkomlegt skilningsleysi á lífi okkar og flóttafólks.Að lokum leggjum við þunga áherslu á að mannréttindabrot gagnvart okkur, sem vissulega eru gróf á Íslandi, séu ekki notuð sem afsökun eða ástæða fyrir því að taka meðvitaða ákvörðun um að brjóta á öðrum hópum með aðgerðarleysi. Við kærum okkur ekki um að vera notaðar sem skálkaskjól fyrir huglaust stjórnmálafólk.Við skorum á stjórnvöld að taka á móti flóttafólki strax og að það verði gert með tilliti til reynsluheims flóttafólks og af virðingu við sögu þess. Jafnframt að lögð verði sérstök áhersla á að aðstoða jaðarsettari hópa flóttafólks, t.d. fatlað fólk, einkum konur og börn, þar sem það er í enn viðkvæmari stöðu hvað varðar ofbeldi og dauðsföll í stríðsátökum og á flótta.Kærleiks- og baráttukveðja,Ágústa Eir GuðnýjardóttirArndís Hrund GuðmarsdóttirArndís Lóa MagnúsdóttirEmbla Guðrúnar ÁgústsdóttirFreyja HaraldsdóttirGuðbjörg Kristín EiríksdóttirIva Marín AdrichemMargrét Ýr EinarsdóttirPála Kristín BergsveinsdóttirSalóme Mist KristjánsdóttirSigríður JónsdóttirSoffía MelsteðRán BirgisdóttirÞorbera Fjölnisdóttir
Flóttamenn Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira