Hjörtur: Kassim Doumbia er svindlari | Sjáðu umræðuna um atvik gærdagsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. september 2015 14:45 „Í fljótu bragði man ég ekki eftir neinu sem líkist þessu atviki, maður er hálf orðlaus og Ási var eflaust nær því að hlæja en að grenja,“ sagði Hjörtur Hjartarson, annar sérfræðingur Pepsi-markanna í gær um atvikið þegar Kassim Doumbia sló boltann úr markinu og Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins, dæmdi aðeins hornspyrnu. Í endursýningu sést að ekki aðeins fór boltinn langt yfir línuna heldur notaði Doumbia hendina til þess að slá boltann út úr markinu. „Þóroddur hefði mátt færa sig aðeins til vinstri, það eru margir leikmenn fyrir honum sem leiðir til þess að hann sér þetta ekki nægilega vel. Það er einfaldlega ekki hægt að skalla boltann út eins og hann gerir með hendinni þarna,“ sagði Kristján Guðmundsson. Hefði Þóroddur dæmt þetta rétt hefði ÍBV skorað mark og Doumbia hefði fengið áminningu fyrir að reyna þetta. „Fyrir utan það að Doumbia hefði misst af leiknum gegn Breiðablik þá var ÍBV í dauðafæri að taka eitthvað úr þessum leik. Það voru 35 mínútur eftir og manni fleiri hefðu þeir fengið meðbyr. Þetta eru risamistök hjá Þóroddi og aðstoðardómurunum,“ sagði Hjörtur sem hélt ekki aftur af sér þegar spurt var út í aðild Doumbia að þessu. „Það er búið að tala um að Þóroddur hafi klikkað en segjum að Doumbia hefði fiskað víti í teig ÍBV. Þá væri allt brjálað út í hann, umræða um að hann væri svindlari. Það segir enginn neitt um að Doumbia sé svindlari núna? Menn geta sagt að hann geri allt til þess að vinna en þetta er bara svindlari. Dýfa virðist vera það versta sem menn gera,“ sagði Hjörtur og hélt áfram. „Þetta er alveg jafn mikið svindl og að henda sér niður í vítateig andstæðinga. Hann er að blekkja dómarana. Að mínu mati á að taka þetta fyrir alveg eins og þá sem henda sér niður í teig andstæðinganna,“ sagði Hjörtur og Kristján tók undir orð hans. „Fótbolti er spilaður með fótunum og að kasta sér niður og reyna að bjarga með hendinni er ekkert ósjálfsögð vinnubrögð, hann er bara að reyna að bjarga marki. Það sem er verst í þessu er að hann kemst upp með þetta og yfirleitt er það jákvætt að ná að svindla svona. Það er orðið samþykkt að svindla til þess að vinna fótboltaleik og það er alvarlegt mál.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Atvikið sem allir eru að tala um | Myndband Þóroddur Hjaltalín var í sviðsljósinu í Kaplakrika í dag. 13. september 2015 22:25 Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: FH - ÍBV 3-1 | Sjöundi sigur FH í röð FH lagði ÍBV 3-1 á heimavelli sínum í 19. umferð Pepsí deildar karla í fótbolta. Staðan í hálfleik var 1-1. 13. september 2015 00:01 Löglegt mark ÍBV ekki dæmt gilt | Nú var heppnin með FH ÍBV skoraði að því er virtist jöfnunarmark gegn FH á Kaplakrikavelli í kvöld sem Þóroddur Hjaltalín dómari dæmdi ekki gilt. ÍBV hefði þar átt að jafna leikinn 2-2 en í stað vann FH 3-1 sigur. 13. september 2015 20:13 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Fleiri fréttir Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Sjá meira
„Í fljótu bragði man ég ekki eftir neinu sem líkist þessu atviki, maður er hálf orðlaus og Ási var eflaust nær því að hlæja en að grenja,“ sagði Hjörtur Hjartarson, annar sérfræðingur Pepsi-markanna í gær um atvikið þegar Kassim Doumbia sló boltann úr markinu og Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins, dæmdi aðeins hornspyrnu. Í endursýningu sést að ekki aðeins fór boltinn langt yfir línuna heldur notaði Doumbia hendina til þess að slá boltann út úr markinu. „Þóroddur hefði mátt færa sig aðeins til vinstri, það eru margir leikmenn fyrir honum sem leiðir til þess að hann sér þetta ekki nægilega vel. Það er einfaldlega ekki hægt að skalla boltann út eins og hann gerir með hendinni þarna,“ sagði Kristján Guðmundsson. Hefði Þóroddur dæmt þetta rétt hefði ÍBV skorað mark og Doumbia hefði fengið áminningu fyrir að reyna þetta. „Fyrir utan það að Doumbia hefði misst af leiknum gegn Breiðablik þá var ÍBV í dauðafæri að taka eitthvað úr þessum leik. Það voru 35 mínútur eftir og manni fleiri hefðu þeir fengið meðbyr. Þetta eru risamistök hjá Þóroddi og aðstoðardómurunum,“ sagði Hjörtur sem hélt ekki aftur af sér þegar spurt var út í aðild Doumbia að þessu. „Það er búið að tala um að Þóroddur hafi klikkað en segjum að Doumbia hefði fiskað víti í teig ÍBV. Þá væri allt brjálað út í hann, umræða um að hann væri svindlari. Það segir enginn neitt um að Doumbia sé svindlari núna? Menn geta sagt að hann geri allt til þess að vinna en þetta er bara svindlari. Dýfa virðist vera það versta sem menn gera,“ sagði Hjörtur og hélt áfram. „Þetta er alveg jafn mikið svindl og að henda sér niður í vítateig andstæðinga. Hann er að blekkja dómarana. Að mínu mati á að taka þetta fyrir alveg eins og þá sem henda sér niður í teig andstæðinganna,“ sagði Hjörtur og Kristján tók undir orð hans. „Fótbolti er spilaður með fótunum og að kasta sér niður og reyna að bjarga með hendinni er ekkert ósjálfsögð vinnubrögð, hann er bara að reyna að bjarga marki. Það sem er verst í þessu er að hann kemst upp með þetta og yfirleitt er það jákvætt að ná að svindla svona. Það er orðið samþykkt að svindla til þess að vinna fótboltaleik og það er alvarlegt mál.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Atvikið sem allir eru að tala um | Myndband Þóroddur Hjaltalín var í sviðsljósinu í Kaplakrika í dag. 13. september 2015 22:25 Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: FH - ÍBV 3-1 | Sjöundi sigur FH í röð FH lagði ÍBV 3-1 á heimavelli sínum í 19. umferð Pepsí deildar karla í fótbolta. Staðan í hálfleik var 1-1. 13. september 2015 00:01 Löglegt mark ÍBV ekki dæmt gilt | Nú var heppnin með FH ÍBV skoraði að því er virtist jöfnunarmark gegn FH á Kaplakrikavelli í kvöld sem Þóroddur Hjaltalín dómari dæmdi ekki gilt. ÍBV hefði þar átt að jafna leikinn 2-2 en í stað vann FH 3-1 sigur. 13. september 2015 20:13 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Fleiri fréttir Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Sjá meira
Atvikið sem allir eru að tala um | Myndband Þóroddur Hjaltalín var í sviðsljósinu í Kaplakrika í dag. 13. september 2015 22:25
Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: FH - ÍBV 3-1 | Sjöundi sigur FH í röð FH lagði ÍBV 3-1 á heimavelli sínum í 19. umferð Pepsí deildar karla í fótbolta. Staðan í hálfleik var 1-1. 13. september 2015 00:01
Löglegt mark ÍBV ekki dæmt gilt | Nú var heppnin með FH ÍBV skoraði að því er virtist jöfnunarmark gegn FH á Kaplakrikavelli í kvöld sem Þóroddur Hjaltalín dómari dæmdi ekki gilt. ÍBV hefði þar átt að jafna leikinn 2-2 en í stað vann FH 3-1 sigur. 13. september 2015 20:13