Hansen og Söderlund: Það gerði okkur gott að spila á Íslandi Tómas Þór Þórðarson. skrifar 16. júlí 2015 11:30 Tveir Íslandsvinir; markvörðurinn André Hansen og framherjinn Alexander Söderlund, verða í eldlínunni með Rosenborg í kvöld þegar norska stórveldið mætir KR í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Hansen kom á láni til KR sumarið 2009 frá Lilleström þegar norska félagið keypti Stefán Loga Magnússon og Alexander Söderlund varð meistari með FH.Sjá einnig:Loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar „Það er gott að koma aftur. Ég hef komið til Íslands á hverju ári nánast síðan 2009. Það er gaman að sjá vinina og spila vonandi góðan leik,“ sagði Hansen við Vísi eftir æfingu Rosenborg á Alvogen-vellinum í gærkvöldi. „Ég stoppaði stutt í KR en ég eignaðist góðan vinahóp sem sá um mig og þess vegna kem ég alltafa ftur á sumrin. Þetta er gott land og hingað finnst mér gott að koma.“Alexander Söderlund á æfingu í gær.vísir/valliGerði ekki mikið fyrir FH Rosenborg er á toppnum í Noregi og stefnir að meistaratitlinum þar í landi. Markmiðið er ekki bara að komast í gegnum KR heldur að komast alla leið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „Eins og ég segi hef ég komið hingað á hverju ári síðan 2009 þannig ég veit að það er erfitt að vinna KR á þeirra heimavelli. KR-liðið hefur náð góðum úrslitum í Evrópu gegn Basel og Standard Liege til dæmis,“ sagði Hansen. Alexander Söderlund, fyrrverandi framherji FH, sló í gegn hjá Haugesund áður en hann kom til Rosenborg fyrir tveimur árum. Hann laumaði sér inn í viðtalið við Hansen. Þeir spiluðu báðir hér 2009 en þá varð Söderlund meistari með FH. „Ég gerði nú ekki mikið en við unnum,“ sagði Söderlund brosandi. Aðspurður um markið rosalega sem hann skoraði gegn Breiðabliki sagði hann: „Ég man eftir því. Það var mikil heppni.“André Hansen æfir á KR-vellinum.vísir/valliGott að komast að heiman Báðir segja þeir hafa gert mikið fyrir sig að koma til Íslands sem ungir menn og spila. „Fyrir mig var þetta gott. Ég fékk að spila með góðu liði í fínni deild þegar ég var ungunr. Það var góð reynsla að komast að heiman og hitta annað fólk í öðru landi,“ sagði Hansen og Söderlund bætti við: „Ég er sammála þessu. Fleiri norskir leikmenn eiga að koma hingað ef þeir geta og fá reynslu. Það var frábært fyrir mig þó ég hafi aðeins verið meiddur. Ég mæli með því fyrir norska leikmenn að koma hingað ef þeir fá tækifæri til,“ sagði Söderlund. Framherjinn er vinsæll hjá fjölmiðlum í Noregi, en í fyrra var tekið upp innslag með honum í magasínþætti þar sem hann var meðal annars ber að ofan að lesa bók upp í rúmi. „Ég veit ekki hvort ég sé búinn að lesa bók ennþá. Ég skoða það kannski í framtíðinni,“ sagði Alexander Söderlund. Viðtalið við þá báða má sjá í spilaranum hér að ofan. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Þjálfari Rosenborg: Íslenskur fótbolti er á flugi Kåre Ingebrigtsen ætlar að slökkva aðeins í fótboltagleðinni á Íslandi með því að vinna KR í Evrópudeildinni. 16. júlí 2015 13:30 Rúnar: Rosenborg vinnur KR í átta skipti af hverjum tíu Rúnar Kristinsson, íslenski þjálfarinn hjá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström, þekkir vel til liða KR og Rosenborg sem mætast á forkeppni Evrópudeildarinnar á KR-vellinum í kvöld. 16. júlí 2015 10:00 Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Sjá meira
Tveir Íslandsvinir; markvörðurinn André Hansen og framherjinn Alexander Söderlund, verða í eldlínunni með Rosenborg í kvöld þegar norska stórveldið mætir KR í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Hansen kom á láni til KR sumarið 2009 frá Lilleström þegar norska félagið keypti Stefán Loga Magnússon og Alexander Söderlund varð meistari með FH.Sjá einnig:Loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar „Það er gott að koma aftur. Ég hef komið til Íslands á hverju ári nánast síðan 2009. Það er gaman að sjá vinina og spila vonandi góðan leik,“ sagði Hansen við Vísi eftir æfingu Rosenborg á Alvogen-vellinum í gærkvöldi. „Ég stoppaði stutt í KR en ég eignaðist góðan vinahóp sem sá um mig og þess vegna kem ég alltafa ftur á sumrin. Þetta er gott land og hingað finnst mér gott að koma.“Alexander Söderlund á æfingu í gær.vísir/valliGerði ekki mikið fyrir FH Rosenborg er á toppnum í Noregi og stefnir að meistaratitlinum þar í landi. Markmiðið er ekki bara að komast í gegnum KR heldur að komast alla leið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „Eins og ég segi hef ég komið hingað á hverju ári síðan 2009 þannig ég veit að það er erfitt að vinna KR á þeirra heimavelli. KR-liðið hefur náð góðum úrslitum í Evrópu gegn Basel og Standard Liege til dæmis,“ sagði Hansen. Alexander Söderlund, fyrrverandi framherji FH, sló í gegn hjá Haugesund áður en hann kom til Rosenborg fyrir tveimur árum. Hann laumaði sér inn í viðtalið við Hansen. Þeir spiluðu báðir hér 2009 en þá varð Söderlund meistari með FH. „Ég gerði nú ekki mikið en við unnum,“ sagði Söderlund brosandi. Aðspurður um markið rosalega sem hann skoraði gegn Breiðabliki sagði hann: „Ég man eftir því. Það var mikil heppni.“André Hansen æfir á KR-vellinum.vísir/valliGott að komast að heiman Báðir segja þeir hafa gert mikið fyrir sig að koma til Íslands sem ungir menn og spila. „Fyrir mig var þetta gott. Ég fékk að spila með góðu liði í fínni deild þegar ég var ungunr. Það var góð reynsla að komast að heiman og hitta annað fólk í öðru landi,“ sagði Hansen og Söderlund bætti við: „Ég er sammála þessu. Fleiri norskir leikmenn eiga að koma hingað ef þeir geta og fá reynslu. Það var frábært fyrir mig þó ég hafi aðeins verið meiddur. Ég mæli með því fyrir norska leikmenn að koma hingað ef þeir fá tækifæri til,“ sagði Söderlund. Framherjinn er vinsæll hjá fjölmiðlum í Noregi, en í fyrra var tekið upp innslag með honum í magasínþætti þar sem hann var meðal annars ber að ofan að lesa bók upp í rúmi. „Ég veit ekki hvort ég sé búinn að lesa bók ennþá. Ég skoða það kannski í framtíðinni,“ sagði Alexander Söderlund. Viðtalið við þá báða má sjá í spilaranum hér að ofan.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Þjálfari Rosenborg: Íslenskur fótbolti er á flugi Kåre Ingebrigtsen ætlar að slökkva aðeins í fótboltagleðinni á Íslandi með því að vinna KR í Evrópudeildinni. 16. júlí 2015 13:30 Rúnar: Rosenborg vinnur KR í átta skipti af hverjum tíu Rúnar Kristinsson, íslenski þjálfarinn hjá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström, þekkir vel til liða KR og Rosenborg sem mætast á forkeppni Evrópudeildarinnar á KR-vellinum í kvöld. 16. júlí 2015 10:00 Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Sjá meira
Þjálfari Rosenborg: Íslenskur fótbolti er á flugi Kåre Ingebrigtsen ætlar að slökkva aðeins í fótboltagleðinni á Íslandi með því að vinna KR í Evrópudeildinni. 16. júlí 2015 13:30
Rúnar: Rosenborg vinnur KR í átta skipti af hverjum tíu Rúnar Kristinsson, íslenski þjálfarinn hjá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström, þekkir vel til liða KR og Rosenborg sem mætast á forkeppni Evrópudeildarinnar á KR-vellinum í kvöld. 16. júlí 2015 10:00