Bassaleikari Kings of Leon spenntur fyrir næturlífi Reykjavíkur Birgir Olgeirsson skrifar 16. júlí 2015 11:22 Jared Followill Vísir/Getty Bassaleikari Kings of Leon, Jared Followill, veit ýmislegt um land þjóð. Hljómsveitin hans er væntanleg til landsins í ágúst þar sem hún mun leika á tónleikum í Laugardalshöllinni en hann veitti útvarpsþættinum Harmageddon viðtal í morgun þar sem ýmislegt fróðlegt kom í ljós. Frosti Logason benti honum á að útvarpsstöðin X-ið hefði verið fyrsta stöðin á Íslandi til að spila Kings of Leon árið 2003 og spurði í kjölfarið hvers vegna 12 ár liðu þar til sveitin dreif sig loksins til landsins til að spila á tónleikum. „Við höfum haft mikinn áhuga á að fara þangað og ég hef haft áhuga á að fara þangað í frí, á marga vini sem hafa farið þangað í frí, og Nathan bróðir minn (trommari sveitarinnar) ætlar að ferðast um landið eftir tónleikana. Þetta er góð spurning, kannski komum við oftar eftir að hafa spilað á tónleikunum í ágúst.“Hefur lesið um landið Spurður hvort hann hafi kynnt sér landið eitthvað svarar hann því játandi. „Ég veit að Norðmenn námu land þar árið 870. Ég veit að meðalhitinn fyrir ágúst er ekki svo slæmur. Það lægsta sem hefur mælst eru 0,7 gráður,“ svaraði Jared sem sagðist hafa gluggað yfir Wikipediu-síðuna um Ísland áður en hann mætti í viðtalið. Þá hafði hann einnig lesið opnu umfjöllun GQ-tímaritsins um Reykjavík. „Og það hljómar eins og þar sé mikið af flottum veitingastöðum og ótrúlegt næturlíf. Reykjavík virðist vera ein af heitustu borgum heimsins,“ svaraði Jared sem sagði meðlimi sveitarinnar vera mjög spennta. Þegar hann var beðinn um að svara því hver væri uppáhaldsplatan hans með Kings of Leon svaraði hann því að Only by the night hefði notið mikillar velgengni og tryggt þeim lengri feril en uppáhalds platan hans er Come around sundown sem kom út árið 2010.Efast um að Íslendingar heyri nýtt efni Hann sagði sveitina vinna að nýjum lögum og komnar fram 8 – 10 hugmyndir að nýjum lögum en hann efast um að sveitin muni flytja nýtt efni á tónleiknum á Íslandi. „Við gætum gert það en yrðum okkur eflaust til skammar. Það er langt í land áður en þau verða nógu góð fyrir annað fólk.“ Meðlimir sveitarinnar eru þekktir fyrir mataráhuga sinn en þegar Jared var spurður hver væri skrýtnasti maturinn sem hann hefði smakkað svaraði hann að það væri réttur sem þeir fengu á veitingastaðnum Noma í Kaupmannahöfn. Boðið var upp á nautatartar sem maurum hafði verið dreift yfir. „Það var ljúffengt,“ sagði Jared sem sagðist smakka allt þegar hann var spurður hvort hann legði í kæstan hákarl á Íslandi.Næturlífið heillar Hann sagði sveitina eiga eftir að dveljast hér á landi í nokkra daga fyrir tónleikana til að venjast tímamismuninum og ná sér af flugþreytu og átti von á að þeir myndu skoða sig um. Sögur af næturlífi Reykjavíkur höfðu heillað hann og þá sagðist hann hafa augastað á Geysi og Bláa lóninu en sagði þær áætlanir geta breyst þegar þeir koma til landsins. Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
Bassaleikari Kings of Leon, Jared Followill, veit ýmislegt um land þjóð. Hljómsveitin hans er væntanleg til landsins í ágúst þar sem hún mun leika á tónleikum í Laugardalshöllinni en hann veitti útvarpsþættinum Harmageddon viðtal í morgun þar sem ýmislegt fróðlegt kom í ljós. Frosti Logason benti honum á að útvarpsstöðin X-ið hefði verið fyrsta stöðin á Íslandi til að spila Kings of Leon árið 2003 og spurði í kjölfarið hvers vegna 12 ár liðu þar til sveitin dreif sig loksins til landsins til að spila á tónleikum. „Við höfum haft mikinn áhuga á að fara þangað og ég hef haft áhuga á að fara þangað í frí, á marga vini sem hafa farið þangað í frí, og Nathan bróðir minn (trommari sveitarinnar) ætlar að ferðast um landið eftir tónleikana. Þetta er góð spurning, kannski komum við oftar eftir að hafa spilað á tónleikunum í ágúst.“Hefur lesið um landið Spurður hvort hann hafi kynnt sér landið eitthvað svarar hann því játandi. „Ég veit að Norðmenn námu land þar árið 870. Ég veit að meðalhitinn fyrir ágúst er ekki svo slæmur. Það lægsta sem hefur mælst eru 0,7 gráður,“ svaraði Jared sem sagðist hafa gluggað yfir Wikipediu-síðuna um Ísland áður en hann mætti í viðtalið. Þá hafði hann einnig lesið opnu umfjöllun GQ-tímaritsins um Reykjavík. „Og það hljómar eins og þar sé mikið af flottum veitingastöðum og ótrúlegt næturlíf. Reykjavík virðist vera ein af heitustu borgum heimsins,“ svaraði Jared sem sagði meðlimi sveitarinnar vera mjög spennta. Þegar hann var beðinn um að svara því hver væri uppáhaldsplatan hans með Kings of Leon svaraði hann því að Only by the night hefði notið mikillar velgengni og tryggt þeim lengri feril en uppáhalds platan hans er Come around sundown sem kom út árið 2010.Efast um að Íslendingar heyri nýtt efni Hann sagði sveitina vinna að nýjum lögum og komnar fram 8 – 10 hugmyndir að nýjum lögum en hann efast um að sveitin muni flytja nýtt efni á tónleiknum á Íslandi. „Við gætum gert það en yrðum okkur eflaust til skammar. Það er langt í land áður en þau verða nógu góð fyrir annað fólk.“ Meðlimir sveitarinnar eru þekktir fyrir mataráhuga sinn en þegar Jared var spurður hver væri skrýtnasti maturinn sem hann hefði smakkað svaraði hann að það væri réttur sem þeir fengu á veitingastaðnum Noma í Kaupmannahöfn. Boðið var upp á nautatartar sem maurum hafði verið dreift yfir. „Það var ljúffengt,“ sagði Jared sem sagðist smakka allt þegar hann var spurður hvort hann legði í kæstan hákarl á Íslandi.Næturlífið heillar Hann sagði sveitina eiga eftir að dveljast hér á landi í nokkra daga fyrir tónleikana til að venjast tímamismuninum og ná sér af flugþreytu og átti von á að þeir myndu skoða sig um. Sögur af næturlífi Reykjavíkur höfðu heillað hann og þá sagðist hann hafa augastað á Geysi og Bláa lóninu en sagði þær áætlanir geta breyst þegar þeir koma til landsins.
Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira