Spaugstofan er að rífa þakið af Þjóðleikhúsinu Jakob Bjarnar skrifar 24. nóvember 2015 16:09 Spaugstofumenn trylla lýðinn í Þjóðleikhúsinu; þeir eiga enn heilmikið inni hjá þjóðinni og þjóðin hjá þeim. Sýning Spaugstofunnar „Yfir til þín“ í Þjóðleikhúsinu hefur slegið í gegn svo um munar. Menn muna ekki aðra eins stemmningu og ríkir á sýningum þeirra Pálma Gestssonar, Karls Ágústs Úlfssonar, Sigurðar Sigurjónssonar, Randvers Þorlákssonar og Arnar Árnasonar. „Já, þetta er bara eins og á Bieber-tónleikum,“ segir Pálmi.Bieber? Þú meinar einsog á Stones-tónleikum? „Já, kannski frekar Stones-tónleikum. Ók,“ segir Pálmi í samtali við Vísi. Pálmi er í engu að ýkja, stemmningin á miðnætursýningum er mikil og syngja gestir hástöfum með eins og sjá má að meðfylgjandi vídeóklippu sem tekin var á einni sýningunni. Fullt er uppí rjáfur, og komast færri að en vilja.Pálmi frændi og félagar gjörsamlega að slá í gegn.Posted by Benedikt Sigurðsson on 21. nóvember 2015En, ef þú ert alveg hreinskilinn, menn bjuggust kannski ekki við þessum miklu og góðu viðtökum? „Jahh, við kannski, vissum svo sem ekkert alveg endilega hvernig þessu yrði tekið en það er greinilega meira en nóg eftir hjá þessum hópi manna.“ Pálmi segir að það gangi vel hjá Þjóðleikhúsinu núna, nóg á fjölunum og því eru sýningar Spaugstofunnar settar á sem ekki hafa þótt söluvænlegir tímar, eins og á miðvikudagskvöldum og svo miðnætursýningar. „Og það er bara alltaf fullt uppí rjáfur. Og við förum í lögreglufylgd út bakdyramegin. Spaugstofan has left the building,“ fíflast Pálmi.Rífandi stemning á SpaugstofunniSpaugstofan hefur svo sannarlega slegið í gegn í Þjóðleikhúsinu. Svona var stemningin á miðnætursýningu á Yfir til þín síðasta laugardagskvöld þar sem áhorfendur sungu fullum hálsi með þeim Spaugstofumönnum.Posted by Þjóðleikhúsið on 24. nóvember 2015En, hvernig má skýra þessi læti? Pálmi heldur að það sé einfaldlega alltaf pláss fyrir gott grín og góðan húmor. En, sýningin er einskonar kabarettsýning. „Já, við erum meira og minna allir aldir upp þarna í Þjóðleikhúsinu. Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri hefur reynst okkur betri en enginn, okkur fannst við eiga heima þarna. Við erum allir leikhúsmenn, þetta er ekki bara einhvers konar þorrablótsskemmtun, þetta er sýning, það er rammi utan um þetta. Og nokkur klassísk atriði, og svo ný atriði í takti við líðandi stundu. Og svo er þetta afmælissýning; við ákváðum að við erum 30 ára þó kannski megi reikna það öðru vísi, þetta liggur einhvers staðar á 25 til 35 ára bilinu.“ Til stóð að sýna fram að jólum en viðtökurnar gefa tilefni til að taka upp þráðinn eftir áramót. „Já, það er brjáluð stemmning og við höfum ógurlega gaman að þessu sjálfir.“En, voruð þið ekki farnir að óttast að þið væruð sprungnir á limminu? Þetta væri búið? „Neineineinei, við vitum það sjálfir að það er nóg eftir í okkur og við eigum fullt erindi. En, við vissum auðvitað ekkert hvernig þessu yrði tekið. En, við eigum fullt erindi, menn á toppi síns ferlis; eigum heilmikið inni hjá þjóðinni og þjóðin á heilmikið inni hjá okkur,“ segir Pálmi Gestsson, kátur að vonum með ganginn í gamninu. Justin Bieber á Íslandi Menning Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira
Sýning Spaugstofunnar „Yfir til þín“ í Þjóðleikhúsinu hefur slegið í gegn svo um munar. Menn muna ekki aðra eins stemmningu og ríkir á sýningum þeirra Pálma Gestssonar, Karls Ágústs Úlfssonar, Sigurðar Sigurjónssonar, Randvers Þorlákssonar og Arnar Árnasonar. „Já, þetta er bara eins og á Bieber-tónleikum,“ segir Pálmi.Bieber? Þú meinar einsog á Stones-tónleikum? „Já, kannski frekar Stones-tónleikum. Ók,“ segir Pálmi í samtali við Vísi. Pálmi er í engu að ýkja, stemmningin á miðnætursýningum er mikil og syngja gestir hástöfum með eins og sjá má að meðfylgjandi vídeóklippu sem tekin var á einni sýningunni. Fullt er uppí rjáfur, og komast færri að en vilja.Pálmi frændi og félagar gjörsamlega að slá í gegn.Posted by Benedikt Sigurðsson on 21. nóvember 2015En, ef þú ert alveg hreinskilinn, menn bjuggust kannski ekki við þessum miklu og góðu viðtökum? „Jahh, við kannski, vissum svo sem ekkert alveg endilega hvernig þessu yrði tekið en það er greinilega meira en nóg eftir hjá þessum hópi manna.“ Pálmi segir að það gangi vel hjá Þjóðleikhúsinu núna, nóg á fjölunum og því eru sýningar Spaugstofunnar settar á sem ekki hafa þótt söluvænlegir tímar, eins og á miðvikudagskvöldum og svo miðnætursýningar. „Og það er bara alltaf fullt uppí rjáfur. Og við förum í lögreglufylgd út bakdyramegin. Spaugstofan has left the building,“ fíflast Pálmi.Rífandi stemning á SpaugstofunniSpaugstofan hefur svo sannarlega slegið í gegn í Þjóðleikhúsinu. Svona var stemningin á miðnætursýningu á Yfir til þín síðasta laugardagskvöld þar sem áhorfendur sungu fullum hálsi með þeim Spaugstofumönnum.Posted by Þjóðleikhúsið on 24. nóvember 2015En, hvernig má skýra þessi læti? Pálmi heldur að það sé einfaldlega alltaf pláss fyrir gott grín og góðan húmor. En, sýningin er einskonar kabarettsýning. „Já, við erum meira og minna allir aldir upp þarna í Þjóðleikhúsinu. Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri hefur reynst okkur betri en enginn, okkur fannst við eiga heima þarna. Við erum allir leikhúsmenn, þetta er ekki bara einhvers konar þorrablótsskemmtun, þetta er sýning, það er rammi utan um þetta. Og nokkur klassísk atriði, og svo ný atriði í takti við líðandi stundu. Og svo er þetta afmælissýning; við ákváðum að við erum 30 ára þó kannski megi reikna það öðru vísi, þetta liggur einhvers staðar á 25 til 35 ára bilinu.“ Til stóð að sýna fram að jólum en viðtökurnar gefa tilefni til að taka upp þráðinn eftir áramót. „Já, það er brjáluð stemmning og við höfum ógurlega gaman að þessu sjálfir.“En, voruð þið ekki farnir að óttast að þið væruð sprungnir á limminu? Þetta væri búið? „Neineineinei, við vitum það sjálfir að það er nóg eftir í okkur og við eigum fullt erindi. En, við vissum auðvitað ekkert hvernig þessu yrði tekið. En, við eigum fullt erindi, menn á toppi síns ferlis; eigum heilmikið inni hjá þjóðinni og þjóðin á heilmikið inni hjá okkur,“ segir Pálmi Gestsson, kátur að vonum með ganginn í gamninu.
Justin Bieber á Íslandi Menning Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira