Undrast orðaval þingmanns Sveinn Arnarsson skrifar 12. nóvember 2015 08:00 Þörf er á þjóðarsókn gegn spillingu, sagði Ásmundur Friðriksson þingmaður í ræðu á þingi í gær. Hvatti hann íslenska þjóð til þess að hætta viðskiptum við Símann. Tilefnið var sala hlutabréfa í Símanum í október þegar vildarvinir Arion banka fengur að kaupa hluti í Símanum áður en almennt útboð fór fram. Upplýsingafulltrúi Símans undrast orðaval þingmannsins. Ásmundi misbýður það fyrirkomulag sem viðhaft var við sölu bréfa bankans í fyrirtækinu. Kallaði hann það illa fengið fé og hvatti einstaklinga til að skila ránsfengnum, eins og hann orðaði það. „Skítastuðullinn er kominn upp í öll rjáfur eins og hann var hér fyrir hrun,“ sagði þingmaðurinn. „Ég hvet þingið til að hætta viðskiptum við þetta fyrirtæki. Það ætla ég að gera og ég hvet þjóðina til þess að segja upp viðskiptum við þetta fyrirtæki.“Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, bendir á að starfsfólk Símans hafi það að markmiði að veita framúrskarandi þjónustu á fjarskiptamarkaði. Þar fari stolt starfsfólk sem standi sig vel. Hafa beri í huga að Síminn sé í meirihlutaeigu lífeyrissjóða landsins. Hvernig Arion banki seldi meginþorra hlutar síns í fyrirtækinu hafi verið hans ákvörðun. „Það er umhugsunarvert að þingmaður beiti því valdi sem hann hefur til þess að hvetja fólk til að hverfa frá viðskiptum við þetta fyrirtæki í von um að skaða framtíð þess. Það er dapurlegt að hugsa til þess að hafi orð hans áhrif skerðist ekki aðeins hagur lífeyrissjóða í eigu landsmanna heldur einnig þeirra 800 starfsmanna sem vinna hjá samstæðunni og fjölskyldna þeirra.“ Sala til viðskiptavina var liður í því að minnka hlut bankans fyrir útboðið, ekki með því að veita viðskiptavinum afslátt af verðinu heldur með því að gefa þeim kost á að kaupa nokkru stærri hlut en ella. Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri fréttir Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Sjá meira
Þörf er á þjóðarsókn gegn spillingu, sagði Ásmundur Friðriksson þingmaður í ræðu á þingi í gær. Hvatti hann íslenska þjóð til þess að hætta viðskiptum við Símann. Tilefnið var sala hlutabréfa í Símanum í október þegar vildarvinir Arion banka fengur að kaupa hluti í Símanum áður en almennt útboð fór fram. Upplýsingafulltrúi Símans undrast orðaval þingmannsins. Ásmundi misbýður það fyrirkomulag sem viðhaft var við sölu bréfa bankans í fyrirtækinu. Kallaði hann það illa fengið fé og hvatti einstaklinga til að skila ránsfengnum, eins og hann orðaði það. „Skítastuðullinn er kominn upp í öll rjáfur eins og hann var hér fyrir hrun,“ sagði þingmaðurinn. „Ég hvet þingið til að hætta viðskiptum við þetta fyrirtæki. Það ætla ég að gera og ég hvet þjóðina til þess að segja upp viðskiptum við þetta fyrirtæki.“Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, bendir á að starfsfólk Símans hafi það að markmiði að veita framúrskarandi þjónustu á fjarskiptamarkaði. Þar fari stolt starfsfólk sem standi sig vel. Hafa beri í huga að Síminn sé í meirihlutaeigu lífeyrissjóða landsins. Hvernig Arion banki seldi meginþorra hlutar síns í fyrirtækinu hafi verið hans ákvörðun. „Það er umhugsunarvert að þingmaður beiti því valdi sem hann hefur til þess að hvetja fólk til að hverfa frá viðskiptum við þetta fyrirtæki í von um að skaða framtíð þess. Það er dapurlegt að hugsa til þess að hafi orð hans áhrif skerðist ekki aðeins hagur lífeyrissjóða í eigu landsmanna heldur einnig þeirra 800 starfsmanna sem vinna hjá samstæðunni og fjölskyldna þeirra.“ Sala til viðskiptavina var liður í því að minnka hlut bankans fyrir útboðið, ekki með því að veita viðskiptavinum afslátt af verðinu heldur með því að gefa þeim kost á að kaupa nokkru stærri hlut en ella.
Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri fréttir Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Sjá meira