Innlent

Færa taxta að greiddum launum

Óli Kristján Ármannsson skrifar
í Karphúsinu Kristján Þórður Snæbjarnarson frá RSÍ, Guðmundur Ragnarsson frá VM og Níels S. Olgeirsson frá Matvís.
í Karphúsinu Kristján Þórður Snæbjarnarson frá RSÍ, Guðmundur Ragnarsson frá VM og Níels S. Olgeirsson frá Matvís. Mynd/Stefán
lSamninganefndir iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins (SA) vinna að því hörðum höndum að afstýra verkfalli stéttarfélaga iðnaðarmanna sem að óbreyttu hefst á miðnætti að kvöldi mánudagsins næsta.

„Menn eru enn að ræðast við og það er jákvætt,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimanna.

Georg Páll Skúlason
Stór hluti af viðræðum síðustu daga segir hann að hafi farið í að samræma ýmis sérákvæði á milli stéttarfélaga, en sex félög, VM, Rafiðnaðarsambandið og Matvís, auk Samiðnar, Grafíu og Félags hársnyrtisveina eiga í viðræðum við SA.

Líkur eru á að samningur iðnaðarmanna verði í takt við þann útgjaldaramma sem settur var í samningum SA við félög verslunarfólks, en niðurstaða kosningar um þá samninga á að liggja fyrir eftir hádegi á mánudag. Guðmundur segir þó ýmislegt hafa áunnist, svo sem við að færa launataxta að greiddum launum. 

Eins segir Georg Páll Skúlason, formaður Grafíu, stefnt að því að ljúka samningum fyrir mánudagskvöld. Viðræður hafi gengið ágætlega. „Við erum frekar bjartsýnir. En svo eru samningaumleitanir kannski á viðkvæmustu stigum þegar menn eru komnir nálægt því að ná lendingu. Menn þurfa jú að púsla saman öllu sem búið er að vera að ræða.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×