Rússar eyða mestu í bjór og vín á barnum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. júní 2015 07:00 Eyðsla meðalferðamannsins frá Kanada, Noregi og Danmörku á skemmtistöðum og börum samanlögð dugar ekki til að jafna eyðslu meðalrússans. nordicphotos/getty Viðskipti Rússneskir ferðamenn hérlendis straujuðu greiðslukort sín fyrir að meðaltali þrefalt meira fé á skemmtistöðum og börum en næsteyðslufrekasta þjóðin í þeim efnum, Kanadamenn. Frá þessu er greint í skýrslu Rannsóknaseturs verslunarinnar. Meðalrússinn kaupir drykki á skemmtistöðum og börum fyrir um níu þúsund krónur meðan á dvöl hans stendur. Meðalkínverjinn eyddi hins vegar minnstu á barnum, einungis 76 krónum. Rússar tróna einnig á toppnum þegar litið er til meðaleyðslu í mat og drykk. Meðalrússinn eyðir um þrjátíu þúsund krónum í veitingaþjónustu hérlendis og er eyðsla á börum og skemmtistöðum meðtalin. Á hæla Rússa í veitingaeyðslu koma Norðmenn, Svisslendingar, Danir og Bandaríkjamenn. Þrátt fyrir umfangsmestu skyndibitamenningu í heimi eru það ekki Bandaríkjamenn sem kaupa skyndibita fyrir mestan pening hérlendis heldur Danir. Þeir eyða um fimm þúsund krónum að meðaltali í skyndibita. Þegar til heildarútgjalda ferðamanna er litið greiddu erlendir ferðamenn 46,8 prósent meira með kortum sínum í maí í ár en árið á undan. Heildarútgjöld ferðamanna af greiðslukortum voru því 13,1 milljarður króna. Mestu var eytt í ferðaþjónustu innanlands eða samtals 3,1 milljarði króna. Á eftir komu gistiþjónusta, 2,6 milljarðar króna, verslun, 1,6 milljarðar króna og veitingar, 1,5 milljarðar króna. Miðað við sama mánuð í fyrra tvöfaldaðist eyðsla ferðamanna í ferðaþjónustu innanlands. Eyðsla dróst ekki saman í neinum útgjaldalið. Meðalferðamaðurinn eyðir um 144 þúsund krónum hérlendis en það er átta prósentum meira en í sama mánuði í fyrra. Svisslendingar eru sú þjóð sem eyðir langmestu að meðaltali, eða 263 þúsund krónum. Rússar koma næstir og eyða 201 þúsund krónum og síðan Bandaríkjamenn sem eyða 190 þúsund krónum. Sparsamastir eru hins vegar Pólverjar en meðalpólverjinn eyðir einungis 38 þúsund krónum meðan á dvöl hans stendur. Kínverjar eru svo næstsparsamastir og eyða 64 þúsund krónum en Japanar 68 þúsund krónum. Tölur um meðaleyðslu ferðamanna eftir þjóðerni gætu þó verið skakkar að einhverju leyti segir í skýrslunni. Skekkjan orsakast meðal annars af lengd dvalar og hvort greitt hafi verið fyrir ferðina fyrir komu hingað til lands. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Viðskipti Rússneskir ferðamenn hérlendis straujuðu greiðslukort sín fyrir að meðaltali þrefalt meira fé á skemmtistöðum og börum en næsteyðslufrekasta þjóðin í þeim efnum, Kanadamenn. Frá þessu er greint í skýrslu Rannsóknaseturs verslunarinnar. Meðalrússinn kaupir drykki á skemmtistöðum og börum fyrir um níu þúsund krónur meðan á dvöl hans stendur. Meðalkínverjinn eyddi hins vegar minnstu á barnum, einungis 76 krónum. Rússar tróna einnig á toppnum þegar litið er til meðaleyðslu í mat og drykk. Meðalrússinn eyðir um þrjátíu þúsund krónum í veitingaþjónustu hérlendis og er eyðsla á börum og skemmtistöðum meðtalin. Á hæla Rússa í veitingaeyðslu koma Norðmenn, Svisslendingar, Danir og Bandaríkjamenn. Þrátt fyrir umfangsmestu skyndibitamenningu í heimi eru það ekki Bandaríkjamenn sem kaupa skyndibita fyrir mestan pening hérlendis heldur Danir. Þeir eyða um fimm þúsund krónum að meðaltali í skyndibita. Þegar til heildarútgjalda ferðamanna er litið greiddu erlendir ferðamenn 46,8 prósent meira með kortum sínum í maí í ár en árið á undan. Heildarútgjöld ferðamanna af greiðslukortum voru því 13,1 milljarður króna. Mestu var eytt í ferðaþjónustu innanlands eða samtals 3,1 milljarði króna. Á eftir komu gistiþjónusta, 2,6 milljarðar króna, verslun, 1,6 milljarðar króna og veitingar, 1,5 milljarðar króna. Miðað við sama mánuð í fyrra tvöfaldaðist eyðsla ferðamanna í ferðaþjónustu innanlands. Eyðsla dróst ekki saman í neinum útgjaldalið. Meðalferðamaðurinn eyðir um 144 þúsund krónum hérlendis en það er átta prósentum meira en í sama mánuði í fyrra. Svisslendingar eru sú þjóð sem eyðir langmestu að meðaltali, eða 263 þúsund krónum. Rússar koma næstir og eyða 201 þúsund krónum og síðan Bandaríkjamenn sem eyða 190 þúsund krónum. Sparsamastir eru hins vegar Pólverjar en meðalpólverjinn eyðir einungis 38 þúsund krónum meðan á dvöl hans stendur. Kínverjar eru svo næstsparsamastir og eyða 64 þúsund krónum en Japanar 68 þúsund krónum. Tölur um meðaleyðslu ferðamanna eftir þjóðerni gætu þó verið skakkar að einhverju leyti segir í skýrslunni. Skekkjan orsakast meðal annars af lengd dvalar og hvort greitt hafi verið fyrir ferðina fyrir komu hingað til lands.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira