Borgarfulltrúar mótmæltu mannréttindabrotum í bréfi til sendiherra Ísraels Bjarki Ármannsson skrifar 27. október 2015 19:45 Björn var einn fjögurra sem skrifaði undir bréfið til sendiherrans. Vísir Fjórir borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar afhentu Raphael Schutz, sendiherra Ísraels gagnvart Íslandi og Noregi, bréf þar sem þau hvetja Ísrael til að láta af hernámi í Palestínu eftir fund sendiherrans með borgarfulltrúum í dag. S. Björn Blöndal, borgarfulltrúi Bjartrar framtíðar, segir í sínum huga alveg ljóst að lykillinn að lausn deilu Ísraels og Palestínu sé í höndum Ísraela. „Ísrael er sterki aðilinn á svæðinu,“ segir Björn. „Hins vegar er það alveg rétt sem kom fram í máli sendiherrans í dag að það þarf tvo til þegar deila stendur og það er ljóst að Palestínumenn þurfa einnig að taka til í sínum viðhorfum.“ Í bréfinu til Schutz segir meðal annars að ríkisstjórn Ísraels þurfi að hætta öllu ofbeldi gagnvart Palestínumönnum og rífa múrinn sem reistur var þvert yfir Vesturbakkann snemma á þessari öld.Raphael Schutz, sendiherra Ísraels gagnvart Íslandi og Noregi.Vísir/PjeturBjörn var einn fjögurra sem skrifaði undir bréfið til sendiherrans, ásamt þeim Líf Magneudóttur, varaborgarfulltrúa Vinstri Grænna, Skúla Helgasyni, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar og Halldóri Auðar Svanssyni, borgarfulltrúa Pírata. Hann segir fundinn hafa gengið vel og hælir Schutz fyrir að gefa sér tíma til að ræða málefni Ísraelsríkis. „Það var að sama skapi jákvætt fyrir okkur að fá tækifæri til að viðra okkar sjónarmið við hann milliliðalaust,“ segir Björn. „Hann tók bréfinu mjög vel, þetta var allt á „civiliseruðum“ nótum. Það er auðvitað bara verið að hvetja hann til að koma þessu áfram til sinna yfirvalda.“Flókið að útfæra friðsamleg mótmæli Tildrög fundarins voru auðvitað umdeild tillaga um viðskiptaþvinganir Reykjavíkurborgar gagnvart Ísraelsríki sem borgarráð samþykkti í september og dró síðar til baka. Tillagan olli miklu fjaðrafoki og hafa borgarfulltrúar meirihlutans sagt að ekki hafi nægilega verið staðið að undirbúningi hennar.Landsfundur Vinstri Grænna samþykkti þó um helgina að fela borgarfulltrúa flokksins, Sóleyju Tómasdóttur, að leggja slíka tillögu þó fram að nýju. „Það er nokkuð flókið að útfæra friðsamleg mótmæli. Ég held samt að það sé mjög mikilvægt að þetta mál fari í markvisst ferli þar sem við vinnum þetta, helst með frændum okkar á Norðurlöndunum, og skoðum hvernig væri hægt að útfæra hugsanlega sniðgöngu,“ segir Björn um mögulega nýja útfærslu á tillögunni. „Ég myndi vilja gera þetta á vettvangi höfuðborga Norðurlandanna ef við ætlum að taka þetta lengra.“Sendiherra Ísrael á Íslandi, Raphael Schutz, bauð borgarfulltrúum til fundar við sig til að ræða málefni Ísraels og...Posted by Sigurður Björn Blöndal on 27. október 2015 Tengdar fréttir Norðurlandaráðsþing í Reykjavík fjallar um Palestínu og Ísrael Utanríkismál skipa sífellt stærri sess á þingum Norðurlandaráðs. Um þúsund þátttakendur væntanlegir til Reykjavíkur. 25. október 2015 21:57 Hafa svarað rúmlega 400 fyrirspurnum vegna Ísraelsmálsins Fjöldi erinda hafa borist til sendiráðs Íslands í Washington D.C. 24. september 2015 16:08 Segir borgarstjórn ekki hafa haft val um annað en að draga tillöguna til baka Björk Vilhelmsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, er leið yfir því að tillaga um sniðgöngu á ísraelskum vörum hafi verið dregin til baka en hún fyrirgefur kollegum sínum í borgarstjórn. 25. september 2015 19:12 Utanríkisráðuneytið skýrir stefnu Íslands gagnvart Ísrael Ráðuneytið hefur átt í samskiptum við ýmsa aðila þar sem stefna Íslands gagnvart Ísrael hefur verið áréttuð og leitast við að leiðrétta útbreiddan misskilning sem málið hefur valdið. 25. september 2015 12:08 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Fjórir borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar afhentu Raphael Schutz, sendiherra Ísraels gagnvart Íslandi og Noregi, bréf þar sem þau hvetja Ísrael til að láta af hernámi í Palestínu eftir fund sendiherrans með borgarfulltrúum í dag. S. Björn Blöndal, borgarfulltrúi Bjartrar framtíðar, segir í sínum huga alveg ljóst að lykillinn að lausn deilu Ísraels og Palestínu sé í höndum Ísraela. „Ísrael er sterki aðilinn á svæðinu,“ segir Björn. „Hins vegar er það alveg rétt sem kom fram í máli sendiherrans í dag að það þarf tvo til þegar deila stendur og það er ljóst að Palestínumenn þurfa einnig að taka til í sínum viðhorfum.“ Í bréfinu til Schutz segir meðal annars að ríkisstjórn Ísraels þurfi að hætta öllu ofbeldi gagnvart Palestínumönnum og rífa múrinn sem reistur var þvert yfir Vesturbakkann snemma á þessari öld.Raphael Schutz, sendiherra Ísraels gagnvart Íslandi og Noregi.Vísir/PjeturBjörn var einn fjögurra sem skrifaði undir bréfið til sendiherrans, ásamt þeim Líf Magneudóttur, varaborgarfulltrúa Vinstri Grænna, Skúla Helgasyni, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar og Halldóri Auðar Svanssyni, borgarfulltrúa Pírata. Hann segir fundinn hafa gengið vel og hælir Schutz fyrir að gefa sér tíma til að ræða málefni Ísraelsríkis. „Það var að sama skapi jákvætt fyrir okkur að fá tækifæri til að viðra okkar sjónarmið við hann milliliðalaust,“ segir Björn. „Hann tók bréfinu mjög vel, þetta var allt á „civiliseruðum“ nótum. Það er auðvitað bara verið að hvetja hann til að koma þessu áfram til sinna yfirvalda.“Flókið að útfæra friðsamleg mótmæli Tildrög fundarins voru auðvitað umdeild tillaga um viðskiptaþvinganir Reykjavíkurborgar gagnvart Ísraelsríki sem borgarráð samþykkti í september og dró síðar til baka. Tillagan olli miklu fjaðrafoki og hafa borgarfulltrúar meirihlutans sagt að ekki hafi nægilega verið staðið að undirbúningi hennar.Landsfundur Vinstri Grænna samþykkti þó um helgina að fela borgarfulltrúa flokksins, Sóleyju Tómasdóttur, að leggja slíka tillögu þó fram að nýju. „Það er nokkuð flókið að útfæra friðsamleg mótmæli. Ég held samt að það sé mjög mikilvægt að þetta mál fari í markvisst ferli þar sem við vinnum þetta, helst með frændum okkar á Norðurlöndunum, og skoðum hvernig væri hægt að útfæra hugsanlega sniðgöngu,“ segir Björn um mögulega nýja útfærslu á tillögunni. „Ég myndi vilja gera þetta á vettvangi höfuðborga Norðurlandanna ef við ætlum að taka þetta lengra.“Sendiherra Ísrael á Íslandi, Raphael Schutz, bauð borgarfulltrúum til fundar við sig til að ræða málefni Ísraels og...Posted by Sigurður Björn Blöndal on 27. október 2015
Tengdar fréttir Norðurlandaráðsþing í Reykjavík fjallar um Palestínu og Ísrael Utanríkismál skipa sífellt stærri sess á þingum Norðurlandaráðs. Um þúsund þátttakendur væntanlegir til Reykjavíkur. 25. október 2015 21:57 Hafa svarað rúmlega 400 fyrirspurnum vegna Ísraelsmálsins Fjöldi erinda hafa borist til sendiráðs Íslands í Washington D.C. 24. september 2015 16:08 Segir borgarstjórn ekki hafa haft val um annað en að draga tillöguna til baka Björk Vilhelmsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, er leið yfir því að tillaga um sniðgöngu á ísraelskum vörum hafi verið dregin til baka en hún fyrirgefur kollegum sínum í borgarstjórn. 25. september 2015 19:12 Utanríkisráðuneytið skýrir stefnu Íslands gagnvart Ísrael Ráðuneytið hefur átt í samskiptum við ýmsa aðila þar sem stefna Íslands gagnvart Ísrael hefur verið áréttuð og leitast við að leiðrétta útbreiddan misskilning sem málið hefur valdið. 25. september 2015 12:08 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Norðurlandaráðsþing í Reykjavík fjallar um Palestínu og Ísrael Utanríkismál skipa sífellt stærri sess á þingum Norðurlandaráðs. Um þúsund þátttakendur væntanlegir til Reykjavíkur. 25. október 2015 21:57
Hafa svarað rúmlega 400 fyrirspurnum vegna Ísraelsmálsins Fjöldi erinda hafa borist til sendiráðs Íslands í Washington D.C. 24. september 2015 16:08
Segir borgarstjórn ekki hafa haft val um annað en að draga tillöguna til baka Björk Vilhelmsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, er leið yfir því að tillaga um sniðgöngu á ísraelskum vörum hafi verið dregin til baka en hún fyrirgefur kollegum sínum í borgarstjórn. 25. september 2015 19:12
Utanríkisráðuneytið skýrir stefnu Íslands gagnvart Ísrael Ráðuneytið hefur átt í samskiptum við ýmsa aðila þar sem stefna Íslands gagnvart Ísrael hefur verið áréttuð og leitast við að leiðrétta útbreiddan misskilning sem málið hefur valdið. 25. september 2015 12:08