Enski boltinn

Jóhann Berg skoraði mark mánaðarins og Aron Einar líklegur | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Glæsileg mörk hjá Jóhanni Berg og Aroni Einari.
Glæsileg mörk hjá Jóhanni Berg og Aroni Einari. vísir/getty
Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður í fótbolta, skoraði fallegasta mark marsmánaðar hjá Charlton í ensku B-deildinni.

Glæsileg aukaspyrna hans sem söng í samskeytunum á móti Blackpool fékk yfirburðarkosningu á vef félagsins, en mark íslenska landsliðsmannsins fékk 66 prósent atkvæða.

Jóhann Berg hefur farið á kostum með Charlton á tímabilinu og skorað tíu mörk í deildinni, mörg hver alveg stórglæsileg.

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, skoraði einnig glæsilegt mark á móti Wigan í 1-0 sigurleik í febrúar.

Kosning stendur yfir hjá Cardiff um mark mánaðarins hjá öllum liðum félagsins, jafnt meistaraflokknum, yngri flokkum og í innanhúsfótbolta.

Mark Arons er talið það líklegasta til að hreppa verðlaunin, en hann fíflaði nokkra leikmenn Wigan á glæsilegum spretti og skoraði með laglegu skoti í bláhornið.

Bæði mörkin má sjá hér að neðan.

Aron Einar: Jóhann Berg:

Tengdar fréttir

Aron Einar: „Forréttindi að bera fyrirliðabandið í landsliðinu"

"Það gengur mjög vel. Bara eins og í sögu. Mér líður bara vel og ég er mjög ánægður og hamingjusamur,” sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði og nýbakaður faðir, í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborgin á X-inu í gær.

Aron Einar: Þetta voru engar fyllerísferðir

Landsliðsfyrirliðinn þvertekur fyrir skemmtanastand leikmanna á árum áður og segir Ólaf Jóhannesson og Pétur Pétursson eiga mikið í árangri liðsins í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×