Drykkja ódýrara víns verður dýrari árið 2016 Snærós Sindradóttir skrifar 31. desember 2015 07:00 Freyðivín er í hugum margra tilvalið til að fagna. Greiningardeild Arion Banka spáir því að fleiri muni hafa efni á því að skála í kampavíni á nýju ári. NordicPhotos/Getty Sala á freyðivíni 2008-2015 í þúsundum lítra Sala á freyðivíni er 4,3 prósentum minni það sem af er ári en á sama tíma í fyrra. Tveir söluhæstu dagar ÁTVR eru í gær og í dag. Sala á freyðivíni hefur gjarnan þótt gefa vísbendingu um efnahagsástandið en til marks um það dróst salan nokkuð saman við hrun. Hún jókst að nýju árið 2011. „Miðað við þetta verður árið í svipaðri tölu og í fyrra. Það má búast við mörgu fólki í dag. Almennt er mikið að gera á gamlársdag. Gærdagurinn er einn stærsti dagur ársins,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR.Sigrún Ósk SigurðardóttirÁ síðustu tveimur dögum ársins í fyrra seldust fimmtán þúsund lítrar af freyðivíni, sem er ríflega þreföld sala janúarmánaðar á þessu ári. Um áramótin lækkar virðisaukaskattur á áfengi úr 24 prósentum í 11 prósent en á móti hækka áfengisgjöld um rúmlega tuttugu prósent. Þetta er gert til að sporna við virðisaukaskattsvikum í veitingarekstri.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekendaÓlafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að þetta þýði í raun og veru að ódýrara vín hækki en dýrara vín lækki. „Áfengisgjald er föst krónutala per áfengiseiningu, það fer eftir áfengisinnihaldinu og leggst á hreinan vínanda. Það tekur ekki tillit til þess hvort varan var ódýr eða dýr í upphafi,“ segir Ólafur sem kveður Félag atvinnurekenda hafa lagt til að ÁTVR dragi úr sinni álagningu til að vega á móti þessum breytingum. „En það hlaut ekki náð fyrir augum Alþingis.“ Ólafur segir að sagan sýni að þegar ódýrara vín hækki séu margir ginnkeyptari fyrir heimabruggi og jafnvel smyglvarningi. „Það er ekki endalaust hægt að skattpína þá sem fá sér í glas. Á einhverjum tímapunkti fer það að hafa afleiðingar sem vinna gegn ábyrgri áfengisstefnu,“ segir Ólafur Stephensen. Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Sjá meira
Sala á freyðivíni 2008-2015 í þúsundum lítra Sala á freyðivíni er 4,3 prósentum minni það sem af er ári en á sama tíma í fyrra. Tveir söluhæstu dagar ÁTVR eru í gær og í dag. Sala á freyðivíni hefur gjarnan þótt gefa vísbendingu um efnahagsástandið en til marks um það dróst salan nokkuð saman við hrun. Hún jókst að nýju árið 2011. „Miðað við þetta verður árið í svipaðri tölu og í fyrra. Það má búast við mörgu fólki í dag. Almennt er mikið að gera á gamlársdag. Gærdagurinn er einn stærsti dagur ársins,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR.Sigrún Ósk SigurðardóttirÁ síðustu tveimur dögum ársins í fyrra seldust fimmtán þúsund lítrar af freyðivíni, sem er ríflega þreföld sala janúarmánaðar á þessu ári. Um áramótin lækkar virðisaukaskattur á áfengi úr 24 prósentum í 11 prósent en á móti hækka áfengisgjöld um rúmlega tuttugu prósent. Þetta er gert til að sporna við virðisaukaskattsvikum í veitingarekstri.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekendaÓlafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að þetta þýði í raun og veru að ódýrara vín hækki en dýrara vín lækki. „Áfengisgjald er föst krónutala per áfengiseiningu, það fer eftir áfengisinnihaldinu og leggst á hreinan vínanda. Það tekur ekki tillit til þess hvort varan var ódýr eða dýr í upphafi,“ segir Ólafur sem kveður Félag atvinnurekenda hafa lagt til að ÁTVR dragi úr sinni álagningu til að vega á móti þessum breytingum. „En það hlaut ekki náð fyrir augum Alþingis.“ Ólafur segir að sagan sýni að þegar ódýrara vín hækki séu margir ginnkeyptari fyrir heimabruggi og jafnvel smyglvarningi. „Það er ekki endalaust hægt að skattpína þá sem fá sér í glas. Á einhverjum tímapunkti fer það að hafa afleiðingar sem vinna gegn ábyrgri áfengisstefnu,“ segir Ólafur Stephensen.
Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Sjá meira