Hvað segir Ólafur Ragnar á nýársdag? Ingvar Haraldsson skrifar 31. desember 2015 07:00 Ólafur Ragnar Grímsson og með Ségolène Royal umhverfisráðherra Frakklands. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flytur sína árlegu sjónvarpsræðu á nýársdag. Búist er við því að hann tilkynni þar hvort hann hyggist bjóða sig fram í forsetakosningum næsta sumar eða láti gott heita eftir tuttugu ára setu á forsetastóli. „Það væru stór tíðindi ef hann segði ekki af eða á í ávarpinu,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur, fyrst hann hafi ekki gefið það út við setningu Alþingis í haust. Ólafur Ragnar hefur nokkrum sinnum gefið út að forseti skuli tilkynna um framboð sitt við setningu Alþingis eða í nýársávarpi. Fyrir síðustu forsetakosningar 2012 sagði Ólafur Ragnar í nýársávarpi sínu að hann myndi ekki bjóða sig fram á ný, þegar kosið yrði til forseta um sumarið. Í kjölfarið hófst undirskriftasöfnun, sem Guðni Ágústsson fór fyrir, þar sem skorað var á Ólaf Ragnar að halda áfram sem forseti. Þann 27. febrúar afhenti Guðni Ólafi rúmlega 30 þúsund undirskriftir. Ólafur lýsti því svo yfir í tilkynningu 4. mars 2012 að hann myndi bjóða sig fram á ný í ljósi áskorana sem hann hefði fengið og skoðanakannana. Þá væri vaxandi óvissa um stjórnskipan landsins og stöðu forseta í stjórnarskrá, umrót á vettvangi þjóðmála og í flokkakerfinu sem og átök um fullveldi Íslands. Ólafur Ragnar gaf þó í skyn að hann kynni að hætta áður en kjörtímabilinu lyki yrði hann endurkjörinn. Ólafur dró síðar í land með þessar yfirlýsingar. Guðni segir það hafa tengst gagnrýni hans á Ríkisútvarpið vegna þess að Svavar Halldórsson, þáverandi fréttamaður á RÚV og eiginmaður Þóru Arnórsdóttur, mótframbjóðanda Ólafs, hafi flutt fréttir af því að Ólafur Ragnar kynni að hætta á miðju kjörtímabili á meðan verið væri að kanna áhuga á framboði Þóru. Guðni segir Ólaf Ragnar hafa tekið skýrt fram í kosningasjónvarpi Ríkisútvarpsins þegar ljóst var að hann hefði farið með sigur af hólmi að þetta kjörtímabil yrði hans síðasta. Hann hafi svo ítrekað þessa yfirlýsingu síðan þá. „En hann hefur alltaf þann fyrirvara á að það sjái enginn framtíðina fyrir og hann hljóti að taka mark á þeim sem koma að máli við hann og hvetji hann til að endurskoða hug sinn.“ Ólafur hefur þó ekki gefið endanlega út hvort hann haldi áfram. Í nýlegu viðtali við DV sagði Ólafur að það skapaði honum ákveðinn vanda hve margir hefðu skorað á hann að halda áfram. Guðni vill lítið spá í hvað Ólafur segir í nýársávarpinu þó margir telji líklegra en ekki að hann gefi ekki kost á sér á ný. „Ég hugsa nú að flestum sem hafa fylgst með orðum hans og gerðum myndi þykja líklegra en hitt að hann myndi láta gott heita en það er eins og einhver sagði nógu erfitt að spá um fortíðina þó maður fari ekki að rýna í framtíðina líka,“ segir sagnfræðingurinn.Ummæli forsetans um framtíð sína í embætti Forsetakosningar 2016 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flytur sína árlegu sjónvarpsræðu á nýársdag. Búist er við því að hann tilkynni þar hvort hann hyggist bjóða sig fram í forsetakosningum næsta sumar eða láti gott heita eftir tuttugu ára setu á forsetastóli. „Það væru stór tíðindi ef hann segði ekki af eða á í ávarpinu,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur, fyrst hann hafi ekki gefið það út við setningu Alþingis í haust. Ólafur Ragnar hefur nokkrum sinnum gefið út að forseti skuli tilkynna um framboð sitt við setningu Alþingis eða í nýársávarpi. Fyrir síðustu forsetakosningar 2012 sagði Ólafur Ragnar í nýársávarpi sínu að hann myndi ekki bjóða sig fram á ný, þegar kosið yrði til forseta um sumarið. Í kjölfarið hófst undirskriftasöfnun, sem Guðni Ágústsson fór fyrir, þar sem skorað var á Ólaf Ragnar að halda áfram sem forseti. Þann 27. febrúar afhenti Guðni Ólafi rúmlega 30 þúsund undirskriftir. Ólafur lýsti því svo yfir í tilkynningu 4. mars 2012 að hann myndi bjóða sig fram á ný í ljósi áskorana sem hann hefði fengið og skoðanakannana. Þá væri vaxandi óvissa um stjórnskipan landsins og stöðu forseta í stjórnarskrá, umrót á vettvangi þjóðmála og í flokkakerfinu sem og átök um fullveldi Íslands. Ólafur Ragnar gaf þó í skyn að hann kynni að hætta áður en kjörtímabilinu lyki yrði hann endurkjörinn. Ólafur dró síðar í land með þessar yfirlýsingar. Guðni segir það hafa tengst gagnrýni hans á Ríkisútvarpið vegna þess að Svavar Halldórsson, þáverandi fréttamaður á RÚV og eiginmaður Þóru Arnórsdóttur, mótframbjóðanda Ólafs, hafi flutt fréttir af því að Ólafur Ragnar kynni að hætta á miðju kjörtímabili á meðan verið væri að kanna áhuga á framboði Þóru. Guðni segir Ólaf Ragnar hafa tekið skýrt fram í kosningasjónvarpi Ríkisútvarpsins þegar ljóst var að hann hefði farið með sigur af hólmi að þetta kjörtímabil yrði hans síðasta. Hann hafi svo ítrekað þessa yfirlýsingu síðan þá. „En hann hefur alltaf þann fyrirvara á að það sjái enginn framtíðina fyrir og hann hljóti að taka mark á þeim sem koma að máli við hann og hvetji hann til að endurskoða hug sinn.“ Ólafur hefur þó ekki gefið endanlega út hvort hann haldi áfram. Í nýlegu viðtali við DV sagði Ólafur að það skapaði honum ákveðinn vanda hve margir hefðu skorað á hann að halda áfram. Guðni vill lítið spá í hvað Ólafur segir í nýársávarpinu þó margir telji líklegra en ekki að hann gefi ekki kost á sér á ný. „Ég hugsa nú að flestum sem hafa fylgst með orðum hans og gerðum myndi þykja líklegra en hitt að hann myndi láta gott heita en það er eins og einhver sagði nógu erfitt að spá um fortíðina þó maður fari ekki að rýna í framtíðina líka,“ segir sagnfræðingurinn.Ummæli forsetans um framtíð sína í embætti
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira