„Sérkennilegt“ að kippa teppinu undan sérstökum á síðustu metrunum Birgir Olgeirsson skrifar 14. janúar 2015 10:33 Davíð Oddsson ritstýrir Morgunblaðinu ásamt Haraldi Johannessen en leiðarahöfundur blaðsins í dag segir sérkennilegt að teppinu sé kippt undan sérstökum saksóknara og ákæruvaldinu á síðustu metrunum Skýrslugerðir eru leiðarahöfundi Morgunblaðsins hugleiknar í dag en þar ber hann saman skýrslugerðir í Bretlandi og á Íslandi eftir að hafa lesið skrif Dominics Lawson, dálkahöfundar Sunday Times, um rannsóknarnefndir og árangur þeirra. Beinir leiðarahöfundur Morgunblaðsins því sjónum sínum að skelfilegum fréttum sem hafa borist frá Bretlandseyjum af ofbeldi gegn börnum þar í landi sem voru undir forsjá yfirvalda. „Sögur um níðingsverk inni á slíkum stofnunum eru því miður þekktar. Einnig hér á landi,“ skrifar leiðarahöfundurinn sem segir að frá Bretlandi hafi þó þær fréttir bæst við að mönnum, óviðkomandi þessum stofnunum, hafi verið „veittur aðgangur“ að börnum. „Við það bætist að öruggt er talið að ýmsir valda- og áhrifamenn hafi verið í þeim hópi,“ skrifar leiðarahöfundurinn.Erfitt að finna rannsakanda Það hefur þó gengið erfiðlega að finna rannsakanda sem sátt ríkir um og þá hefur verið gagnrýnt að skýrslan eigi einungis að ná aftur til ársins 1970. Þá nefnir leiðarahöfundur rannsókn á árásinni sem var kölluð „Hinn blóðugi sunnudagur“, þegar skothríð var hafin á mótmælendur í Londonberry. Rannsóknin stóð yfir í 12 ár og kostaði fjörutíu milljarða og talið ljóst að fá fórnarlambanna muni lifa til að sjá skýrsluna sem nú er verið að reyna að hleypa af stokkunum. Leiðarahöfundur ber því næst þessar skýrslugerðir í Bretlandi saman við skýrslugerðir á Íslandi. „Okkar skýrslur, eftir að skýrslufár hófst hér á landi, kostuðu bara fáeina milljarða. Og þær voru birtar, svona að mestu. Og þótt þær lökustu væru hneyksli þá var töluverður fróðleikur falinn í sumum þeirra, þótt skort hafi á fagmennsku og hlutlægni,“ skrifar leiðarahöfundur Morgunblaðsins. Hann segir Lawson telja að meira vit væri í því að treysta lögregluyfirvöldum fyrir svona rannsóknum, þar sem lagarammi þeirra væri ljós og öllum kunnur. „Líkur á árangri væru mun raunhæfari, þótt þau fengju aðeins hluta af þeim fjármunum sem sóað væri í skýrslurnar,“ skrifar leiðarhöfundur og víkur máli sínu aftur heim á Ísland.Milljarðar í „gölluðu“ skýrslurnar „Það er sérkennilegt mjög að eftir að hafa kastað milljörðum í gölluðu skýrslurnar skuli ákveðið að kippa teppinu undan Sérstökum saksóknara og ákæruvaldinu á síðustu metrunum í þeirra vinnu,“ skrifar leiðarahöfundur og lýkur skrifum sínum með þessum orðum: „Kannski verður einhvern tíma skrifuð margorð „rannsóknarskýrsla“ um það hvers vegna í ósköpunum það var gert.“ Tengdar fréttir Rannsókn sérstaks saksóknara á Sjóvármálinu hætt Sérstakur saksóknari hefur lokið rannsókn á máli tengdu fyrri eigendum og stjórnendum Sjóvár. Málið ekki talið líklegt til sakfellingar. 30. desember 2014 07:00 Tugir milljóna í verktakagreiðslur en í 100% starfi annars staðar á sama tíma Sérstakur saksóknari greiddi tveimur verktökum tæplega 70 milljónir króna á fimm árum. Mennirnir tveir voru í fullu starfi hjá ríkinu á sama tíma. Hæstaréttarlögmaður segir þetta gerviverktöku. Embætti ríkisskattstjóra segir ekkert vera athugavert við framkvæmdina. 28. nóvember 2014 07:00 Hópuppsögn hjá Sérstökum saksóknara 16 manns var sagt upp hjá Sérstökum saksóknara í morgun. 30. september 2014 12:14 Verktakagreiðslur sérstaks saksóknara hafa numið 640 milljónum króna Dómsmálaráðherra hefur svarað fyrirspurn Össurar Skarphéðissonar þingmanns. 27. nóvember 2014 11:11 Sérstakur gefur ekki skýrslu um hleranir Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og þurfa sex manns sem starfa eða störfuðu hjá sérstökum saksóknara ekki að gefa skýrslu vegna hlerana í Al Thani-málinu. 18. desember 2014 16:47 Sérstakur og Jón Óttar gefa skýrslu vegna hlerana Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að kalla skuli sérstakan saksóknara, Ólaf Þór Hauksson, og fimm aðra starfsmenn embættisins til skýrslutöku vegna hlerana í tengslum við Al-Thani málið. 10. desember 2014 19:10 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Skýrslugerðir eru leiðarahöfundi Morgunblaðsins hugleiknar í dag en þar ber hann saman skýrslugerðir í Bretlandi og á Íslandi eftir að hafa lesið skrif Dominics Lawson, dálkahöfundar Sunday Times, um rannsóknarnefndir og árangur þeirra. Beinir leiðarahöfundur Morgunblaðsins því sjónum sínum að skelfilegum fréttum sem hafa borist frá Bretlandseyjum af ofbeldi gegn börnum þar í landi sem voru undir forsjá yfirvalda. „Sögur um níðingsverk inni á slíkum stofnunum eru því miður þekktar. Einnig hér á landi,“ skrifar leiðarahöfundurinn sem segir að frá Bretlandi hafi þó þær fréttir bæst við að mönnum, óviðkomandi þessum stofnunum, hafi verið „veittur aðgangur“ að börnum. „Við það bætist að öruggt er talið að ýmsir valda- og áhrifamenn hafi verið í þeim hópi,“ skrifar leiðarahöfundurinn.Erfitt að finna rannsakanda Það hefur þó gengið erfiðlega að finna rannsakanda sem sátt ríkir um og þá hefur verið gagnrýnt að skýrslan eigi einungis að ná aftur til ársins 1970. Þá nefnir leiðarahöfundur rannsókn á árásinni sem var kölluð „Hinn blóðugi sunnudagur“, þegar skothríð var hafin á mótmælendur í Londonberry. Rannsóknin stóð yfir í 12 ár og kostaði fjörutíu milljarða og talið ljóst að fá fórnarlambanna muni lifa til að sjá skýrsluna sem nú er verið að reyna að hleypa af stokkunum. Leiðarahöfundur ber því næst þessar skýrslugerðir í Bretlandi saman við skýrslugerðir á Íslandi. „Okkar skýrslur, eftir að skýrslufár hófst hér á landi, kostuðu bara fáeina milljarða. Og þær voru birtar, svona að mestu. Og þótt þær lökustu væru hneyksli þá var töluverður fróðleikur falinn í sumum þeirra, þótt skort hafi á fagmennsku og hlutlægni,“ skrifar leiðarahöfundur Morgunblaðsins. Hann segir Lawson telja að meira vit væri í því að treysta lögregluyfirvöldum fyrir svona rannsóknum, þar sem lagarammi þeirra væri ljós og öllum kunnur. „Líkur á árangri væru mun raunhæfari, þótt þau fengju aðeins hluta af þeim fjármunum sem sóað væri í skýrslurnar,“ skrifar leiðarhöfundur og víkur máli sínu aftur heim á Ísland.Milljarðar í „gölluðu“ skýrslurnar „Það er sérkennilegt mjög að eftir að hafa kastað milljörðum í gölluðu skýrslurnar skuli ákveðið að kippa teppinu undan Sérstökum saksóknara og ákæruvaldinu á síðustu metrunum í þeirra vinnu,“ skrifar leiðarahöfundur og lýkur skrifum sínum með þessum orðum: „Kannski verður einhvern tíma skrifuð margorð „rannsóknarskýrsla“ um það hvers vegna í ósköpunum það var gert.“
Tengdar fréttir Rannsókn sérstaks saksóknara á Sjóvármálinu hætt Sérstakur saksóknari hefur lokið rannsókn á máli tengdu fyrri eigendum og stjórnendum Sjóvár. Málið ekki talið líklegt til sakfellingar. 30. desember 2014 07:00 Tugir milljóna í verktakagreiðslur en í 100% starfi annars staðar á sama tíma Sérstakur saksóknari greiddi tveimur verktökum tæplega 70 milljónir króna á fimm árum. Mennirnir tveir voru í fullu starfi hjá ríkinu á sama tíma. Hæstaréttarlögmaður segir þetta gerviverktöku. Embætti ríkisskattstjóra segir ekkert vera athugavert við framkvæmdina. 28. nóvember 2014 07:00 Hópuppsögn hjá Sérstökum saksóknara 16 manns var sagt upp hjá Sérstökum saksóknara í morgun. 30. september 2014 12:14 Verktakagreiðslur sérstaks saksóknara hafa numið 640 milljónum króna Dómsmálaráðherra hefur svarað fyrirspurn Össurar Skarphéðissonar þingmanns. 27. nóvember 2014 11:11 Sérstakur gefur ekki skýrslu um hleranir Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og þurfa sex manns sem starfa eða störfuðu hjá sérstökum saksóknara ekki að gefa skýrslu vegna hlerana í Al Thani-málinu. 18. desember 2014 16:47 Sérstakur og Jón Óttar gefa skýrslu vegna hlerana Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að kalla skuli sérstakan saksóknara, Ólaf Þór Hauksson, og fimm aðra starfsmenn embættisins til skýrslutöku vegna hlerana í tengslum við Al-Thani málið. 10. desember 2014 19:10 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Rannsókn sérstaks saksóknara á Sjóvármálinu hætt Sérstakur saksóknari hefur lokið rannsókn á máli tengdu fyrri eigendum og stjórnendum Sjóvár. Málið ekki talið líklegt til sakfellingar. 30. desember 2014 07:00
Tugir milljóna í verktakagreiðslur en í 100% starfi annars staðar á sama tíma Sérstakur saksóknari greiddi tveimur verktökum tæplega 70 milljónir króna á fimm árum. Mennirnir tveir voru í fullu starfi hjá ríkinu á sama tíma. Hæstaréttarlögmaður segir þetta gerviverktöku. Embætti ríkisskattstjóra segir ekkert vera athugavert við framkvæmdina. 28. nóvember 2014 07:00
Hópuppsögn hjá Sérstökum saksóknara 16 manns var sagt upp hjá Sérstökum saksóknara í morgun. 30. september 2014 12:14
Verktakagreiðslur sérstaks saksóknara hafa numið 640 milljónum króna Dómsmálaráðherra hefur svarað fyrirspurn Össurar Skarphéðissonar þingmanns. 27. nóvember 2014 11:11
Sérstakur gefur ekki skýrslu um hleranir Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og þurfa sex manns sem starfa eða störfuðu hjá sérstökum saksóknara ekki að gefa skýrslu vegna hlerana í Al Thani-málinu. 18. desember 2014 16:47
Sérstakur og Jón Óttar gefa skýrslu vegna hlerana Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að kalla skuli sérstakan saksóknara, Ólaf Þór Hauksson, og fimm aðra starfsmenn embættisins til skýrslutöku vegna hlerana í tengslum við Al-Thani málið. 10. desember 2014 19:10