Tugir milljóna í verktakagreiðslur en í 100% starfi annars staðar á sama tíma Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 07:00 Embætti sérstaks saksóknara hefur varið rúmlega 640 milljónum í verktakagreiðslur. Fréttablaðið/Stefán Embætti sérstaks saksóknara hefur varið rúmlega 640 milljónum króna í greiðslur til verktaka frá árinu 2009. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um verktakakostnað embættisins. Í svarinu kemur fram að árið 2009 námu verktakagreiðslurnar 40,4 milljónum króna, 162,1 milljónum árið 2010, 140,6 milljónum árið 2011, 165,9 milljónum árið 2012, 108,5 milljónum árið 2013 en 23,2 milljónum fyrstu níu mánuði þessa árs.Jón H. B. SnorrasonÁ meðal þeirra sem hlotið hafa greiðslur frá embættinu er Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Hann hefur á þessu tímabili fengið greiðslur sem nema rúmum 18 milljónum króna. Á sama tíma var Jón í fullu starfi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í samtali við Viðskiptablaðið segir Jón að ekkert hafi verið óeðlilegt við störf hans fyrir Embætti sérstaks saksóknara. Hann hafi sinnt störfum sínum ýmist hjá embættinu, heima hjá sér eða hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafi hann sinnt þessum störfum utan vinnutíma hjá lögreglunni, á kvöldin og um helgar. Þetta hafi komið niður á vinnu hans hjá lögreglunni en þá hafi vinnutími hans þar lengst á móti.Sigurður Tómas MagnússonSigurður Tómas Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, fékk af einstaklingum hæstu verktakagreiðslurnar eða 51,4 milljónir króna fyrir lögfræðiráðgjöf. Sigurður var einnig í fullu starfi samhliða vinnu sinni fyrir Sérstakan saksóknara. Í samtali við Fréttablaðið segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, að hann telji að þessar greiðslur hefðu verið hærri hefðu þessir menn, ásamt fleirum, verið á launaskrá. Ólafur segir fyrirkomulagið hafa verið með þeim hætti að verktakarnir skili til embættisins tímaskýrslum. „Þannig að við staðreynum þá vinnu sem þeir vinna fyrir okkur.“ Aðspurður hvernig menn geti sinnt svona mikilli vinnu samhliða 100 prósent störfum annars staðar fyrir ríkið segist hann ekki getað svarað fyrir aðra. Ólafur segir verktakana hafa fengið aðstöðu hjá embættinu til að sinna verkefnum sínum og spurður hvenær þeim hafi verið sinnt, á kvöldin, um helgar eða á dagvinnutíma segir Ólafur: „Þetta er blanda af öllu saman, bæði á daginn og kvöldin. Þetta verða oft miklar tarnir og þá er unnið flesta tíma sólarhringsins.“ Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður velti því fyrir sér á Facebook-síðu sinni hvernig opinberir starfsmenn sem fá launagreiðslur frá ríkinu geti verið verktakar hjá annarri opinberri stofnun. Í samtali við Fréttablaðið segir hann þessa framkvæmd vera svokallaða „gerviverktöku“. „Miðað við þá reynslu sem ég hef af meðferð skattamála þá hefur Ríkisskattstjóri gengið mjög hart fram í því að ef starfsmenn hafa aðstöðu hjá vinnuveitanda, tölvur, aðgang að kaffistofu og svo framvegis þá hafa þeir verið taldir starfsmenn. Ég sé engan mun á Jóni H. B. Snorrasyni, Sigurði Tómasi Magnússyni og öðrum í því samhengi,“ segir Sigurður. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra er hins vegar ekkert að þessari framkvæmd í skattalegu tilliti. Þannig séu mörg fordæmi fyrir því að menn séu í launuðum störfum og taki að sér svipuð störf þótt það sé gert í verktöku. Hæstu verktakagreiðslur sem Embætti sérstaks saksóknara innti af hendi voru til félagsins Scisco ehf. sem sér um endurskoðun, eða alls um 128,8 milljónir króna frá árinu 2011. Þá fékk Eva Joly, þingmaður á Evrópuþinginu, 10,9 milljónir fyrir sérfræðiráðgjöf á árinu 2010. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Embætti sérstaks saksóknara hefur varið rúmlega 640 milljónum króna í greiðslur til verktaka frá árinu 2009. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um verktakakostnað embættisins. Í svarinu kemur fram að árið 2009 námu verktakagreiðslurnar 40,4 milljónum króna, 162,1 milljónum árið 2010, 140,6 milljónum árið 2011, 165,9 milljónum árið 2012, 108,5 milljónum árið 2013 en 23,2 milljónum fyrstu níu mánuði þessa árs.Jón H. B. SnorrasonÁ meðal þeirra sem hlotið hafa greiðslur frá embættinu er Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Hann hefur á þessu tímabili fengið greiðslur sem nema rúmum 18 milljónum króna. Á sama tíma var Jón í fullu starfi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í samtali við Viðskiptablaðið segir Jón að ekkert hafi verið óeðlilegt við störf hans fyrir Embætti sérstaks saksóknara. Hann hafi sinnt störfum sínum ýmist hjá embættinu, heima hjá sér eða hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafi hann sinnt þessum störfum utan vinnutíma hjá lögreglunni, á kvöldin og um helgar. Þetta hafi komið niður á vinnu hans hjá lögreglunni en þá hafi vinnutími hans þar lengst á móti.Sigurður Tómas MagnússonSigurður Tómas Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, fékk af einstaklingum hæstu verktakagreiðslurnar eða 51,4 milljónir króna fyrir lögfræðiráðgjöf. Sigurður var einnig í fullu starfi samhliða vinnu sinni fyrir Sérstakan saksóknara. Í samtali við Fréttablaðið segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, að hann telji að þessar greiðslur hefðu verið hærri hefðu þessir menn, ásamt fleirum, verið á launaskrá. Ólafur segir fyrirkomulagið hafa verið með þeim hætti að verktakarnir skili til embættisins tímaskýrslum. „Þannig að við staðreynum þá vinnu sem þeir vinna fyrir okkur.“ Aðspurður hvernig menn geti sinnt svona mikilli vinnu samhliða 100 prósent störfum annars staðar fyrir ríkið segist hann ekki getað svarað fyrir aðra. Ólafur segir verktakana hafa fengið aðstöðu hjá embættinu til að sinna verkefnum sínum og spurður hvenær þeim hafi verið sinnt, á kvöldin, um helgar eða á dagvinnutíma segir Ólafur: „Þetta er blanda af öllu saman, bæði á daginn og kvöldin. Þetta verða oft miklar tarnir og þá er unnið flesta tíma sólarhringsins.“ Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður velti því fyrir sér á Facebook-síðu sinni hvernig opinberir starfsmenn sem fá launagreiðslur frá ríkinu geti verið verktakar hjá annarri opinberri stofnun. Í samtali við Fréttablaðið segir hann þessa framkvæmd vera svokallaða „gerviverktöku“. „Miðað við þá reynslu sem ég hef af meðferð skattamála þá hefur Ríkisskattstjóri gengið mjög hart fram í því að ef starfsmenn hafa aðstöðu hjá vinnuveitanda, tölvur, aðgang að kaffistofu og svo framvegis þá hafa þeir verið taldir starfsmenn. Ég sé engan mun á Jóni H. B. Snorrasyni, Sigurði Tómasi Magnússyni og öðrum í því samhengi,“ segir Sigurður. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra er hins vegar ekkert að þessari framkvæmd í skattalegu tilliti. Þannig séu mörg fordæmi fyrir því að menn séu í launuðum störfum og taki að sér svipuð störf þótt það sé gert í verktöku. Hæstu verktakagreiðslur sem Embætti sérstaks saksóknara innti af hendi voru til félagsins Scisco ehf. sem sér um endurskoðun, eða alls um 128,8 milljónir króna frá árinu 2011. Þá fékk Eva Joly, þingmaður á Evrópuþinginu, 10,9 milljónir fyrir sérfræðiráðgjöf á árinu 2010.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira